MARGT SKRÍTIÐ HJÁ BANDARÍKJAMÖNNUM.

Haft er eftir Árna fjármálaráðherra varðandi synjun Bandaríkjamanna á aðstoð: " Hefðu þeir komið okkur til hjálpar er ekki víst að við værum í þessari stöðu." Hann talar einnig um að mánuðum saman hafi verið reynt að fá aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Eftir öll samskipti þjóðanna gegnum tíðina er framkoma Bandaríkjanna með ólíkindum.

það er því mátulegt á þá að það skulu svo vera Rússar sem hjálpa okkur á erfiðum tímum. Íslendingar munu ekki hugsa hlýlega til Bandaríkjanna á næstunni.

Annars er margt ótrúlega skrítið í Bandaríkjunum.Að það skuli vera möguleiki að John McCain og Palin geti orðið forseti og varaforseti með þær öfgafullu skoðanir sem þau hafa er með ólíkindum.

Verði þau kosin eru litlir möguleikar á að ástandið lagist.


mbl.is Obama og McCain deildu um fjármálakreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæðan fyrir því að bandaríkjamenn réttu okkur ekki svo mikið sem litla fingur er sú að þeir vita að það sem nú er að gerast hjá okkur bíður þeirra sjálfra, þeir eru einfaldlega að fylgjast með og læra af því sem hér gerist. Þetta er sama ástæða og fyrir því hversvegna fjármálaspekúlantar og blöð hafa haft svona rosalegan áhuga á okkur undanfarið, við leiddum ferðina þegar stefnan var upp og við leiðum ferðina þegar að stefnan er niður, þeir vita að þeir eru bara nokkrum sætum aftar en við í rútunni og það sem kemur yfir okkur mun óumflýjanlega koma yfir þá á endanum. Við erum upplagt sýnidæmi um eðli fjármála hruns í nútímasamfélögum, nú kortleggja þeir hvernig hrunið hegðar sér.

Bull um að þeim finnist fjármálakerfið hérna of stórt fyrir okkur er fyrirsláttur, þetta eru engir peningar fyrir þá.....þeir eru heldur ekki bara að reyna að vera leiðinlegir við okkur....þeir vilja bara fylgjast með hruni í nútímasamfélagi.

bb (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það má segja að lokahrunið hérna hafi farið af stað eftir viðskiptaþingið síðvetrar þegar hingað flykktust erlendir fjármálagúrúar og fengu að líta á fæti og heyra hina furðulegustu hrossalækna og snákaolíusölumenn sem peningar og auglýsingaruslpóstur (sem enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) hefur selt hér til valda.

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bandaríkjamenn voru vinir þegar þeir þurftu á okkur að halda. Það er liðin tíð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þegar svo hægt er orðið að keyra Sherman skriðdreka um afturendann á vininum þá náttúrlega er mesti glansinn farinn ...

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband