AÐ HALDA MEÐ BRENNUVÖRGUNUM.

Það er alveg rétt hjá Davíð að það er merkilegt hvað margir halda með brennuvörgunum en ekki slökkviliðinu sem er að gera allt til að bjarga því sem bjargað verður.Vill fólk virkilega að ríkið borgi skuldir bankanna og setji þjóðina í skuldafen næstu áratugina.

Ég held að flestir hafi fagnað auknu viðskiptafrelsi og öllu því jákvæða sem því fylgdi. Því miður eru alltaf einhverjir til sem misnota alla hluti. Það sýndi sig best í þessu að nokkrir fóru ansi glannalega og hafa því miður farið illa með marga sem voru að fjárfesta í þeirra félögum í góðri trú.

Aðalatriðið hlýtur að vera að tryggja hag almennings.

Þjóðin á að standa saman með slökkviliðinu en ekki brennuvörgunum.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að sækja þá til saka sem bera ábyrgð, eru flúnir af landi brott, lifa hátt og ætlast til þess að almenningur borgi brúsann!

M (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:11

2 identicon

Það þarf augljóslega að einbeita sér að því að koma hlutunum í lag.  Það er ýmislegt sem þarf að gera, nýjar reglur um banka, hjálpa framleiðslu fyrirækjum og... koma nýrri bankastjórn í seðlabankann.  Fagmönnum, ekki afdala stjónmálamönnum. 

Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Hammurabi

Já það má segja að óreiðumenn okkar tíma séu meðal annars ungt fjölskyldufólk. Fólk sem hafði efni á flatskjám, stórum íbúðum, nýjum bílum og dýrum innfluttum mat. Það fóru margir offari hér á þessu landi, ferðast til útlanda fyrir gjaldeyri, kaupa innfluttan varning fyrir gjaldeyri o.s.frv.. Hvað bjóst fólk við því að væri hægt að lifa lengi með þennan útflutningshalla. Lán lán lán eru búin að vera kjörorð fólks, almennings jafnt sem útrásar "víkinganna". Nú er komið að skuldadögum. Það sem mest svíður er að það þurfa allir að borga brúsan, bæði þeir sem eiga inni, og þeir sem skulda. Ég og aðrir þarf að fórna stórum hluta mínu sparifé, sem fekst með því að taka ekki þátt í eyðslufyleríinu. Það gengur ekki að sumir þurfa að horfa á spariféð fuðra upp, meðan aðrir sem öllu hafa eytt og eyðilagt fá klapp á kollinn og stuðning frá ríki. Eitt er víst ef eitthvað réttlæti er í þessum heimi að það þurfa mörgum að blæða svo rétt megi vera, mest þeim sem mesta eiga sök ("víkingunum" svokölluðu) en einnig þær fjölskyldur sem þátt tóku í að skuldsetja landið; því heimilin eru líka skuldsett upp fyrir augntóftir. Svo má ekki gleyma að vinstri öfl sem ráðið hafa hér ríkjum undanfarin 28 ár þarf að vísa burt og segja ekki fyrir minn aur takk!

Hammurabi, 8.10.2008 kl. 03:17

4 Smámynd: haraldurhar

   Sigurður þú virðist ekki gera þér grein fyrir hver eða hverjir eru stærstu brennuvargarnir.  Vonandi kemur sá dagur að þú sjáir ljósið.

haraldurhar, 8.10.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Hagbarður

Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé mikil einföldun á málinu og kannski gert í þeim eina tilgangi að koma sér undan ábyrgð. Alþekkt "trikk" er að vera fljótur að finna sökudólgana. Ég held að við eigum að bíða með að leita uppi "brennuvarginn". Leyfa slökkviliðun að berjast við eldinn og að verja næstu eignir. Enginn veit jú hvort að húsin við hliðina verði ekki líka eldinum að bráð. Þegar glæðurnar hafa kulnað getum við kannski fyrst hafið rannsóknina. Kannski komumst við að því að brennuvargurinn var einn eða fleiri úr slökkviliðinu.

Hagbarður, 8.10.2008 kl. 11:14

6 identicon

Einkavinavæðing bankanna er að sýna sig að vera eitt stærsta slys íslandssögunnar. Sú framkvæmd fór fram samkvæmt hinni gamalkunnu helmingaskiptareglu íhalds og framsóknar. Þar var gulldrengjum Dóra og Dabba gefinn laus taumurinn. Hverjir eru brennuvargarnir? Hverjir eru á góðri leið með að setja heilt þjóðfélag á hausinn? Málflutningur íhaldsmanna þessa dagana er aumkunarverður. Og svo kom Dabbi fram í Kastljósi með geislabaug yfir hausnum!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:04

7 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Ég er fullkomlega sammála þessu. Menn eiga hins vegar ekki von á að slökkviliðið noti bensín á eldinn.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 9.10.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828237

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband