BER ÚTRÁSARLIÐIÐ ENGA ÁBYRGÐ ?

Atburðir síðustu daga er með ólíkindum. Hver hefði trúað því fyrir örfáuum dögum að nánast allt bankakerfið hryndi og aftur færum við í gamla farið með ríkisbanka. Hver hefði trúað því að útrásarliðinu skuli hafa tekist að safna skuldum uppá 10.000 milljarða króna. Á sama tíma er ríkissjóður skuldlaus.

Umræðan er dálítið merkileg. Það er eins og þetta sé allt Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og ríkisstjórninni að kenna. Hverjir voru það sem misnotuðu frelsið? Voru það ekki hinir svokölluðu auðmenn Íslands eða útrásarvíkingarnir. Hverjir bera svo skaðan.?Eru það þeir? Nei. Það verður almenningur á Íslandi. Margir koma til með að þurfa að búa við skertan lífeyrissjóð eftir þessi ósköp.Margir einstaklingar munu tapa sínum hlut í bönkunum og margir munu tapa á peningamarkaðsreikningum,sem sagðir vopru örugg fjárfesting. Á svo að hafa samúð með þessu fólki sem kom okkur í þá stöðu sem nú blasir ? Svari nú hver fyrir sig.

Svo koma þessir svokölluðu auðmenn eða talsmenn þeirra nú fram og segja að það sé nú reyndar gott að þeir hafi ekki tapað öllu sínu erlendis. þeir geti áfram átt fyrirtæki sem skili ágætum gróða í framtíðinni. Hvaðan komu þeir peningar sem þeir notuðu í fjárfestingar? Það skyldi þó ekki vera að það væri fjármagn sem hinn almenni borgari á Íslandi verður gerður ábyrgur fyrir og þarf að hverfa mörg ár aftur í tímann í lífskjörum til að geta greitt.

Auðvitað átti að frysta allar eigur þessara svokallaðra auðmanna til að fá uppí það gífurlega tjón sem þeir hafa leitt yfir íslanska þjóð.

Auðvitað eru það fyrst og fremst þeir sem óðu út um allan heim og stofnuðu banka og fyrirtæki með lántökum og enn meiri lántökum sem bera höfuð ábyrgðina á hvernig komið er. Það held ég við verðum að hafa í huga þó auðvitað megi gagnrýna margt í bstörfum ríkisstjórnar og Seðlabanka.

Eigi fyrirtæki og almenningur að eiga möguleika í þessum ólgusjó verður að lækka vexti hið snarasta, verðbólgan hlýtur nú að vera á mikilli niðurleið, því það sést að verulega hefur dregið úr eyðslu.

Ég get ómögulega haftv samúð með þeim örfáu útrásaraðilum sem fyrst og fremst bera ábyrgð á því hvernig komið er. Hugsið ykkur. Þetta lið kemur sér svo vel fyurir erlendis og heldur áfram að lifa í sínum flotta lúxus. Hvaðan komu peningarnir til þess?


mbl.is Seðlabanki: Margt sagt sem ekki á við rök að styðjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hafi Landsbanka-, Kaupþings- og Glitnismenn unnið innan þess ramma sem ríkisstjórnin og seðlabankinn settu og ef fjármálaeftirlitið negldi enga þeirra fyrir neitt á meðan á stóð þá er þetta RÍKISSTJÓRNINNI, SEÐLABANKANUM OG FJÁRMÁLAEFTIRLITINU AÐ KENNA!

Það á ekki að einka(vina)væða bankana án þess að forma starfsumhverfi þeirra! Það er fyrirhyggjuleysi, glæpsamlegt, og þeir sem bera ábyrgð á þessu þjóðargjaldþroti eiga enga miskunn skilið. Ágreiningurinn er hvort bankarnir hefðu átt að halda aftur af sér af eigin rammleik, eins og t.d. SPRON og fleiri gerðu. Afleiðingin fyrir þá varð að Kaupþing keypti SPRON. Þeir sem verða undir í markaðssamkeppni einfaldlega fara á hausinn eða eru innlimaðir eða keyptir. Siðferði í miskunnarlausum viðskiptum á að vera bundið í lög, ekki að reiða sig á mat þeirra sem bera ábyrgð á milljörðum króna fyrir hönd annarra.

Sjálfstæðis-/framsóknarflokkurinn unnu að þessu árum saman og hundsuðu varnaðarorð Samfylkingar og sérstaklega Vinstri Grænna, margendurtekin og vel rökstudd. Davíð Oddsson og hans kónar bera einir ábyrgð á því að umsókn um ESB aðild var ekki afgreidd fyrir mörgum árum, sem hefðu dregið stórkostlega úr áfallinu. Þvert á móti þá hafa Geir og Davíð stært sig af glannaskapnum sem þeir eru nú að reyna að varpa frá sér og þvert á hendur bankastjóranna. Það er ekki í verkahring bankastjóra að nýta ekki þær heimildir sem lögin leyfa, þvert á móti þá voru þeir hvattir til þess að nýta þær, seðlabankinn hvatti fólk til að taka erlend lán með því að viðhalda háu vaxtaálagi og Fjármálaeftirlitið brást ALGERLEGA og það ætti alls ekki að gefa þeim yfirstjórn yfir þjóðinni.

Komi í ljós að bankastjórarnir hafi brotið reglur, þá eiga þeir auðvitað að fá skell og fangelsisdóma ef brotin eru þess eðlis. En hengjum ekki bakara fyrir smið - Það eina sem er algerlega ljóst er að ríkisstjórnin sem hér ríkti síðasta áratug og langt fram á þennan ber ábyrgð á þessu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.10.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Heidi Strand

Sæll Sigurður,

Góð grein og mikið umhugsunarefni. Þakka þér fyrir.

Heidi Strand, 9.10.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: haraldurhar

   Það er alveg ótrúlegt að lesa þessa endaleysu er þú fjallar um útrásarmennina, og tilgreinir hversu mikð þeir skulda í útlaöndum.  Eg veit ekki betur en allir þeir bankar er farið hafi í þrot hafi átt verulegt eigið fé, nú reynir á hversu vel tekst til að selja eigir bankanna erlendis, og þeir sem það er falið séu hæfir til þess.  Núverandi lausafjárkrísa orskar það að nær allar eingir fara á hrakvirði, von mín að ´menn haldi svolítið af sér höndum við afsetingu þeirr.  Í morgun var eignarhlutur Exista í Storebrand seldur á Nkr. 20 pr hlut, en klukkutíma seinna var verð hlutarinn komið uppí 24.80 og var i því pappírshagnaður Gjensidige Forsikring BA. sem var kaupandi bréfanna yfir 200 milljónir Nkr. á innan við klukkutíma. eða ca 4.5 milljarður ísl. kr.  Svipað var uppi á teningnum er Sampo var seldur í gær.  Það er ljótt að verða viti að að eigir ísl. bankanna séu afsettar eða selduar í bílskúrsútsöluverði.  Eg gæti trúað að þér hefði þótt hallað réttu máli, ef einungis hefði verið talað um hversu mikið sveitasjóður Garðs skuldaðir, og gleymst að fjalla um eignir sveitafélagsis, og þú sætir uppi sem ´fjárglæframaður vegna þessa.

   Þessir dugmiklu menn er hafa staðið í útrásinni, eru og voru fumkvöðlar er sköpuðu ótrúlegar tekjur inn í okkar samfélag, en eru í flestum tilfellum fórnarlömb vegna vanmáttar og vanrækslu  Seðlabanka Íslands að fylgja umsvifum þeirra, og markaðurinn er harður húsbóndi, og leggur fyrst af velli þá sem veikastir eru.

Mér finnst til skammar þér og öðrum er fjalla um þessa menn sem hrappa og svikara, sem þurfi að ná böndum yfir, og helst gera þá berstípaða, ætli þeir eigi ekki nógu erfitt í dag.

haraldurhar, 9.10.2008 kl. 23:59

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er mikilvægt að koma því til skila við breska fjölmiðla að þetta var örlítið brot landa okkar sem kom okkur á kné. Vilhjálmur Bjarnason segir 20-30 manns. 30 manns af 300.000 landsmönnum er um 0,01%, er það ekki?   Hvað gerðum við hin 99,99% af okkur?

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2008 kl. 08:24

5 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

En var einkavæðingin ekki í höndunum á alþingismönnum. Þeir hefðu betur hugsað aðeins legnra heldur en að greiða fyrir auðmönnum landsins í gengum bankakerfið nóg var með kvótakerfið á sínum tíma!!Þannig að ég mundi segja að þessum væri um að kenna: Ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, Núverandi ríkisstjórn, Seðlabankanum og það væri skrítið að ekki væri hægt að klína einhverju á Fjármálaeftirlitið, það á jú að sinna fjármálaefitliti.!!!

Hilmar Dúi Björgvinsson, 10.10.2008 kl. 08:27

6 identicon

Haraldurhar,

Það sem þú ert að velta upp þarna í lokin er dálið merkilegt en er nefnilega kjarni málsins. Þegar ferðast er í hóp (segjum gönguferð frá Landmannalaugum til Þórsmerkur) er hópurinn bara eins sterkur og sá sem veikastur er þ.e. gengur hægast, versta úthaldið, minnsta útivistar-þekkingin, o.s.fv. og þá er málið áttu bankarnir ekki að fylgja veikasta hlekknum þ.e. Seðlabankanum. Þeir fóru of hratt og skildu þann veikasta eftir til að deyja.

Þetta er nefnilega málið, það var kannski allt í lagi meðan engin var tortryggni á markaði (sól og blíða og sást milli manna á sléttunni) en um leið og óveðursskýin (lausafjárkrísa um mitt ár 2007) fór að grassera verður það þétta hópinn og þá er ekki hægt að redda forminu á nokkrum mánuðum til að jafnast á við hina. Hinir (bankarnir) verða að hægja á sér (skera niður, meðan verðið er ennþá gott).

Það gerðu þeir ekki og því fór sem fór.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:36

7 identicon

Auðvitað er sökin met hjá "útrásarvíkingunum" en alþingi setti lög sem hjálpaði til við þetta. Og viðbrögð við vandanum skipta máli og þar hafa ráðamenn algjörlega brugðist að mínu mati.

bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:54

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Auðvitað á að taka í nakkadrambinn á þessum mönnum sem settu þjóðina á hausinn. En einnig bera þeir mikla ábyrgð sem leyfðu þeim að valsa svona um og skila eftir sviðin jörð. Blessaða frjálshyggjufólkið hefur ekki hátt um sig núna.

Úrsúla Jünemann, 10.10.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: Ingvar

Hér eru nokkrar eignir sem væri hægt að taka yfir.

http://www.landicproperty.is/content/is/heim/fasteignir/sko%C3%B0a_fasteignasafn

ug 

Ingvar, 10.10.2008 kl. 13:26

10 Smámynd: Sigurður Jónsson

haraldurhar. Ekki er ég nú viss um að almenningur sem er að tapa miklu fé sé sammála þér að bankar hafi átt svo miklar eignir að það hljóti mikið að koma til baka. þetta huggar lítið fólkið sem er að missa vinnuna. Þetta huggar lítið fólkið sem þarf að skerða lífeyrissjóðinn sinn.

Hver átti að borga kostnaðinn af því að Seðlabankinn væri með þúsundir milljarða í gjaldeyrisvarasjóði. Það hlýtur að vera mikill kostnaður við slíkt. Er það svo þín skoðun að núna hefði átt að ausa fjármagni úr Seðlabankanum til að reyna að halda öllu heila klabbinu áfram hingað og þangað um heiminn. Er það nú ekki alveg nóg sem almenningur á Íslandi þarf að taka á sig núna.

Sigurður Jónsson, 10.10.2008 kl. 15:11

11 Smámynd: haraldurhar

   Sæll Sigurður.

    Ekki veit ég hvað allmenningur er sammála mér, en samk hálfsársuppgjöri bankanna áttu þeir allir verulegt eigiðfé og langt yfir svokölluðum cadmörkum. Auðvitð huggar það ekki mig né þig að allir eru að tapa stórfé og margir hverjir aleigunni.

    Seðalabanki á auðvitað að borga útgöld sín, vanræsla að hafa ekki stakk búinn til að taka sitt lögskipaða hlutverk að vera banki bankanna, reynist okkur dýrt. Stjórnlaust niðurbrot eigna okkar erlendis ætti að leiða til þess að ef fara á í nornaveiðar eins og mér skylst að þú óskir eftir, að þeir sem farið hafa með fjármál þóðarbúsis yrðu dregir til ábyrgðar.

   Eg veit ekki hverning gjaldeyrisvarasjóður er geymdur eða ávaxtaður, en einhver ávöxtun hans hlítur að vera mögulegur, og veit ég að kostnaðurinn við hafa gjaldeyrissjóð Seðlabankas í þeirri stærð er nemur skuldbindingum hans gagnvart bönkunum, en það sem ég veit að það hefði aldrei verið nema brotabrot af þeim hörmungum er við upplifum í dag.

   Við erum öll í þessu þjóðfélagi búinn að njóta þeirra stórfelldu tekna er bankarnir færðu hér inn í landið, skal ég fyrstur taka undir mér þer að góðærið er við upplifðum sl. ár og pólitíkinn hældi sér af, var að mestu tekið að láni í útlöndum.  Því finnst mér ekki stórmannlegt af þér né öðrum að ráðast á okkar duglegu útrásarmenn.  Þeir sáu eflaust ekki fyrir frekar en aðrir að á innan við misseri hafa nær allar eignir fallið tugi prósenta í verði, og bara nú á þessari stundu er ég skifa þetta er DOW niður 435 punkta, ekki veit ég hvar þetta stoppar en hef vonað í marga daga að nú væri botningum loksis náð. og aftur kæmi sól í haga.

kv. h.

haraldurhar, 10.10.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband