BROWN Í PÓLITÍSKUM SKOLLALEIK.

Forsætisráðherra Breta hefur ekki verið með vinsælustu mönnum í Bretlandi að undanförnu. Pólitísk staða hans hefur verið talin mjög veik. Það lítur út fyrir að hann hafi gripið fegins hendi það tækifæri að geta barið á Íslendingum með miklum látum. Eflaust nær hann árangri því mikill fjöldi einstaklinga á í hlut og um 100 sveitarfélög eiga einnig í hlut.

Að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga er með ólíkindum. Það var ágætt hjá Guðna Framsóknaformanni að leggja til að við ættum að lögsækja Breta.

Auðvitað tala menn ekki eins og Brown við vinaþjóð í gegnum áratugina gerði. Eru ekki báðar þjóðirnar í Nato enn.Í gamla daga var nú alltaf talað um hvað það væri gott fyrir okkur að vera í samfélagi vinaþjóða í Nató. Það er nú ekki staðreyndin árið 2008 eða hvað?

Hefðu Bretar og Bandaríkjamenn staðið sig í stykkinu þegar á þurft að halda hefðu mál ef til vill ekki farið eins illa og raun ber vitni. Við hefðum þá ekki þurft að leita á náðir Rússa.

Sem betur fer hafa nú komið fréttir af því að líklegt sé að þjóðirnar geti leyst málin á friðsamlegan hátt. Það er gott ef Geir hefur tekist að róa Brown.

Spurningin verður svo hvort Brown hafi tekist að styrkja stöðu sína pólitískt með yfirlýsingum sínum um Ísland.


mbl.is Sendinefnd Breta væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ætli Guðni hafi ekki fengið hugmyndina að lögsókninni hjá mér eða einhverjum öðrum.  En það er víst sama hvaðan gott kemur.

Það eru ekki bara gallaðir stjórnmálamenn á Íslandi. Brown er mjög sorglegt tilfelli.

Haukur Nikulásson, 11.10.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828265

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband