SKIPT UM BLAÐSÍÐU. NÚ ER ÞAÐ HEIMABRÚKSSÍÐAN.

Það er ekki mjög langt síðan að maður heyrði engan tala eins fjálglega um íslensku útrásina eins og Ólaf Ragnar,forseta. Hann var ólatur við að fljúga heimshorna á milli oft á tíðum í einkaþotum auðmanna til að dásama útrásina. Framtíð þjóðarinnar væri á þessum vettvangi. Gagnrýni svaraði hann með spurningu um það hvort þjóðin vildi eingöngu hafa hann til heimabrúks.Hans skoðun væri að hann gerði íslensku þjóðinni meira gagn að styðja við útrásina.l

Nú þegar auðmannaútrásarliðið er búið að setja allt í kaldakol hér á Íslandi skiptir Ólafur Ragnar um blaðsíðu og ætlar að vera til heimabrúks. Þaðð er auðvitað hið besta mál að hann fari í vettvangsheimsóknir innanlands og tali um að allir eigi að standa saman. Ekki veitir af.

Á sínum tíma átti nú að reyna að setja lög um að öll áhrif og völd væru ekki í höndum örfárra aðila.

Alþingi hafði fyrir sitt leyti samþykkt lögin. Hver stoppaði þá lögin, engin annar en Ólafur Ragnar.

Margir tala nú um það, hvernig í óskupunum gat það gerst að örfáir einstaklingar gátu skuldsett þjóðina eins og raun ber vitni. Auðvitað er það með ólíkindum. En miðað við hjálp forsetnas við að neita að skrifa undir lög má spyrja hvort það hefði ekki orðið nákvæmlega sama staðan hefði alþingi ætlað að þrengja eitthvað vald og útrásarmöguleika auðmannanna. Hefði nokkuð frekar verið skrifað undir slík lög.

Nú tala menn um hversu gott það sé að við eigum orkuna o0g alla möguleikana í því sambandi. Muna menn eftir því að það var vilji margra að nota peninga almennings til að hefja mikla útrás á því sviði. Auðmennirnir sáu möguleika á að þar væri ónotað fjármagn sem þeir gætu spilað með. Það voru nú margir háttasettir sem þá hrópuðu með. Sem betur fer var það stöðvað.

En nú er sem sagt búið að skipta um síðu. Í stað útrásarsíðunnar er komin heimabrúkssíðan.


mbl.is Forsetinn hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðreyndirmar eru öllum augljósar:

Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur fyrir þessu hörmungum.

Davíð Oddsson var formaður flokksins og stjórnaði einkavinavæðingu bankanna.
Hann gerðist síðan æðsti embættismaður fjármála Íslands.
Hann ber ábyrgð á því að skuld íslenska ríkisins í dag er 12 föld þjóðarframleiðsla þjóðarinnar.
Hann átti að sjá til þess að íslenska þjóðin væri ekki þátttakandi í þeirri áhættu sem sem fylgdi bankastarfseminni.

Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.

Sjálfstæðisflokkurinn verður lagður niður.

Það verður að stofna nýja stjórnmálaflokka með nýju fólki.

Ragnar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:03

2 identicon

Það ætti að vera krafa okkar Íslendinga að allir þeir sem hafa farið með einhver völd á landinu frá einkavæðingu bankanna ættu að víkja.  Það er búið að segja upp 500 í landsbankanum en ætti að hafa verið sagt upp allri stjórninni öllum bankastjórum öllum stjórnarmönnum og forseta Íslands.  Þessir menn (konur) hafa verið á launum hjá mér en ekki staðið sig í starfinu þess vegna verða þeir að víkja .

Kristín Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Verður það nú það nýjasta hjá sjálfstæðismönnum að kenna forsetanum um allt saman?? Mér sýnist það á öllu.

Stefán Stefánsson, 12.10.2008 kl. 23:16

4 identicon

Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.
Hann er ALGJÖRLEGA rúinn öllu trausti bæði innanlands og utan.
Það er skaðlegt fyrir framtíð þjóðarinnar að hafa þennan mann áfram í stjórnunarstöðu.

Ragnar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:28

5 identicon

Það er greinilegt , eftir að hafa lesið bloggfærlur margra íhaldsmanna, að bölvuð kreppan er Ólafi Ragnari og Samfylkingunni að kenna!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Púkinn

Tja, Púkinn lýsti sinni skoðun hér og hefur litlu við það að bæta.

Púkinn, 13.10.2008 kl. 11:00

7 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson er svo mikill hræsnari að það hálfa væri nóg. Þetta er maðurinn sem gaf Jóni Ásgeiri útrásarverðlaun, hann ætti að skammast sín. Í mínu fyrirtæki var ákveðið ef hann kæmi í dyrnar þá væri hann beðinn að fara strax. Hér er enginn sem hefur áhuga á að hlusta á hann. Hér eru menn og konur að vinna vinnuna sína, duglegt fólk sem borgar skatta og sér eftir þeim i vitleysuna sem hann leyfir sér í nafni embættisins. Ólafur vertu heima og biddu um að fólkið í landinu geti gleymt öllu bruðlinu sem þú hefur staðið fyrir.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:04

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er sorglegt hvernig forsetinn hefur tekið þátt í þessum skrípadansi. Ég held samt að hann hafi virkilega trúað því að útrásin væri að virka, aðeins verið sleginn sömu blindu og svo margir aðrir. Vonandi verða einhverjir frambærilegir sem lýsa sig fúsa til að taka við eftir þetta kjörtímabil. Þetta er síðasta kjörtímabil Ólafs, svo mikið er víst.

Mér finnst hins vegar vanta að hann flytji opinbert ávarp til þjóðarinnar. En það mun skýrast af heilsufarsástæðum að hann hefur ekki gert það. Því miður myndi slíkt ávarp samt hljóma heldur hjáróma eftir það sem á undan hefur frá honum farið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 12:56

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Davíð Oddson átti aldrei að taka stöðu seðlabankastjóra . FÁ er ekki rétta orðið, hann TÓK stöðuna í krafti valda sinna, þar sýndi hann af sér þá tegund af heimsku sem kallast "að þekkja ekki sinn vitjunartíma". Það var fáránleg ráðstöfun í alla staði alveg frá byrjun að fyrrverandi forsætisráðherra tæki við því embætti. Í þessari stöðu á að  maður sem á engra pólitískra hagsmuna að gæta (að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt?) og hefur víðtæka þekkingu á íslensku fjármálalífi. Er sá maður til, eða verðum við að sækja hann til útlanda?

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:13

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

= á að vera maður

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:14

11 identicon

Er þetta allt saman ekki jafn mikið þjóðinni að kenna og mönnum í stjórnunarstöðum?
Er það ekki þjóðin sem hefur kosið Ólaf Ragnar Grímsson í svo mörg embættistímabil í röð?

 - Ég bara spyr.. 

Er hin íslenska þjóð ekki álíka vitlaus og menn einsog Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson, þegar hún lætur þennan "skrípaleik" viðgangast í þetta langan tíma án þess að segja né gera neitt róttækt? 

Lýðveldi = Valdið er ykkar (var?) - eða er ég að misskilja þetta allt saman.. 

Það er ekki einsog þetta sé eitthvað nýjar fréttir, að Ísland var í vandræðum, með margra mánaða sífellt vaxandi verðbólgu.. 

Jóhanna Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband