MIKILL MUNUR Á MÁLFLUTNINGI.

Það hefur vakið athygli að undanförnu hversu yfirvegaður Björgvin G.Sigurðsson,viðskiptaráðherra,hefur verið í öllum sínum yfirlýsingum. Hann hefur gætt þess að vera ekki með neinar stóryrtar yfirlýsingar og virkilega góð samstaða virðist vera milli hans og Geirs H.Haarde,forsætisráðherra.Ég er alveg sannfærður um að Björgvin hefur styrkt sína stöðu verulega pólitískt.

Hann hefur sagt að skoða yrði öll þessi mál þegar þar að kemur. Það væri ekki ástæða t.d. á þessari stundu að vera taka einhverja sérstaklega útúr eins og stjórnendur Seðlabankans.

Við allt annan tón hefur kveðið hjá sumum samflokksmönnum Björgvins. Ágúst Ólafur,varaformaður, vill reka Davíð strax, Undir það tók Jóhanna Félagsmálaráðherra. Ingibjörg Sólrún gaf upp boltann þannig að bankastjórarnir ættu sjálfir að drífa sig í burtu.

Einhvern veginn finnst manni nú málflutningur Björgvins miklu ábyrgari. Það eru örugglega allir sammála að það þurfi að rannsaka allt dæmið og hvernig þessi ósköp gátu dunið yfir okkur. Þá kemur væntanlega í ljós ýmislegt sem við vitum ekki nú. Það hefur komið fram hjá forsætisráðherra að hafi menn brotið lög verði þeir aðilar dregnir til ábyrgðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Björgvin hefur komið vel út en hann hefur samt ekki verið nógu varkár, eins og þegar hann segir að allt eigi að vera óbreytt í bönkunum, allir haldi sínum störfum og kjörum og svo daginn eftir eru boðaðar uppsagnir hjá 300 starfsmönnum Landsbankans . . .

En ég er sammála þér með það hvernig Björgvin hefur almennt staðið sig í samanburði við flokkssystkin sín, hann hefur mjög sterka nærveru sem hefur verið nauðsynleg á þessum tvísýnu tímum.

Magnús V. Skúlason, 16.10.2008 kl. 14:06

2 identicon

Mér finnst báðir tveir hafa staðið sig með glæsibrag vid þær alvarlegu og erfiðu kringumstæður sem komnar eru upp. Sem Íslendingur erlendis er það mér gleðiefni hve vel og yfirvegað þeir hafa komið fram. Þökk sé þeim!

S.H. (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband