NETÞJÓNABÚ Í ÁRNESI ?

Miðað við það erfiða ástand sem nú ríkir í okkar landi skiptir miklu að horfa til framtíðar og kanna alla möguleika á að stofna til nýrra fyrirtækja sem geta skapað okkur gjaldeyristekjur.

Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps hefur rætt um möguleika á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Liður í þeirri viðleitni er undirritun viljayfirlýsingar við Greenston ehf. s.l. föstudag um að kannaðar væru möguleikar á byggingu netþjónabús hér í Árnesi. Sveitarfélagið er tilbúið að útvega lóð fyrir 50.000 fermetra byggingu á 100.000 fermetra lóð.

Fyrir liggur viljayfirlýsing Landsvirkjunar um útvegun á a.m.k. 50MW orku.

Verði umræddar hugmyndir að veruleika mun það skapa 20 störf í Skeiða-og Gnúpverjahreppi og 20 óbein störf hér og í nágrannasveitarfélögunum.

Ég eins og margir aðrir hef bent á að það skiptir miklu að nýta orkuna sem verður til hér á svæðinu okkar.Það nær engri átt að öll orkan sé flutt í burtu.Það eru til svo miklir möguleikar hér á svæðinu til atvinnuuppbyggingar.

Aðilar komu aftur í morgun til að kynna sér nánar staðhætti og aðstæður hér í sveitinni. Hér er um mjög spennandi hugmyndir að ræða sem vonandi verða að veruleika.

Það skiptir öllu fyrir þjóðina að nýta þá miklu möguleika sem felast í orkunni. Takist okkur að nýta hana á skynsamlegan hátt mun birta fyrr upp í okkar efnahagsvanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nú eru menn að tala af viti.

Gestur Guðjónsson, 15.10.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Sigurjón

Þetta eru svo sannarlega gleðifregnir!  Vonandi getur af þessu orðið og það sem fyrst.  Máski ég nái mér í kerfisstjóraréttindi og sæki um þegar að kemur...

Sigurjón, 15.10.2008 kl. 16:58

3 identicon

Veit einhver hvar maður getur nálgast almennar upplýsingar um þetta Greenstone félag? Maður hefur heyrt fréttir af því að þeir séu í samskiptum við ótal sveitastjórnir um uppbyggingu netþjónabúa. Ég hef heyrt af slíkum viðræðum við Akureyri, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnaþing, Ölfus og nú Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Ég velti því fyrir mér hvort að þeir ætli sér uppbyggingu á öllum þessum stöðum eða eru þeir bara að halda öllum en enda svo á að velja einn stað.

Bjarki (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

www.greenstonenet.com

 Þeir munu kynna þessa álitlegu staði og eftir því sem fram hefur komið er mjög líklegt að byggð verði fleiri en eitt netþjónabú.Við höfum þá trú að staðsetning í Skeiða-og Gnúpverjahreppi sé mjög góður kostur.

Sigurður Jónsson, 16.10.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: Sigurjón

Já, ekki verður langt að leggja rafmagnslínur úr t.d. Hvammsvirkjun.

Sigurjón, 16.10.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband