SVARIÐ ER JÁ: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Á TÍMAMÓTUM.

Er tími frjálshyggjunnar liðinn? Svarið er já. Það liggur auðvitað alveg ljóst fyrir að tími einkavæðingar og frjálsræðisins hefur beðið afhroð. Örfáir tugir einstaklinga notfærðu sér til hins ítrasta það mikla frelsi sem þeir höfðu með þeim afleiðingum að þjóðin fór nánast á hausinn.Öfgafullar stefnur hafa aldrei gengið til lengdar,hvort það sem eru öfgar til hægri eða vinstri. Kommúnisminn féll með látum og nú hefur ný frjálshyggjan hrunið með ekki minni látum.Að sjálfsögðu er það mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvernig 30 einstaklingar(samkvæmt því sem Vilhjálmur Bjarnason upplýsir um fjölda þeiraa sem mestu ábyrgðina bera) gátu lagt þjóðina í rúst.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið breið fylking fólks sem trúir á frelsi einstaklinga þó flestir séu á því að það geti ekki verið óheft.Því miður hafa frjálshyggjuöflin fengið að ráða alltof miklu á síðustu árum.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á tímamótum. Ætli hann ekki að horfa uppá algjört hrun verður hann að taka sínar áherslur til mikillar endurskoðunar.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að hverfa til sinna gömlu gilda sem lengi vel voru höfð í heiðri í stefnu og framkvæmd flokksins. Ætli flokkurinn að láta ný frjálshyggjuna áfram ráða ríkjum verður flokkurinn að litlum hægri flokki. Það má ekki gerast.

Eftir að  mestu orrahríðnni linnir núna hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að boða til landsfundar,þar sem þessi mál verða gerð upp.

Eins og talað er um að byggja upp nýja Ísland þarf ennfremur að byggja upp nýjan Sjálfstæðisflokk.


mbl.is Er tími frjálshyggjunnar liðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Siggi ,Þetta er eins og talað úr mínum munni,þið ættuð að slást í ferð með félagshyggju öjlunum það er besta stefnan,og þá yrði ykkur fyrigefið.Flogsbræður þínir komu nú ekki vel fram við þig á sínum tíma ég man það kv gamall vestmanneyingur

þorvaldur Hermannsson, 21.10.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hárrétt hjá þér og í takt við það sem ég hef verið að blogga um í langan tíma eða langt áður en þessi krísa kom upp. Ég hef margoft reynt að ræða þessi mál innan flokksins, en því miður við lítinn áhuga fólks. 

Það er lífsnauðsynlegt fyrir flokkinn að ganga í gegnum hugmyndafræðilega endurnýjun byggða á hinni klassísku sjálfstæðisstefnu.

Jafnframt þarf flokkurinn að gera upp við sig, hvort hann stefnir á ESB aðild eður ei.

Geri hann það ekki stefnir annaðhvort í að helmingur kjósenda flokksins mun kjósa Samfylkinguna eða hugsanlega Framsóknarflokkinn. Fylgi Sjálfstæðisflokksins gæti við slíkar aðstæður farið vel niður fyrir 20% og óvíst að hann nái sér nokkurn tímann af slíku áfalli.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

James Madinson:  Sá, sem hugsar aldrei um annað en eigin hagsmuni,  gerir heiminum greiða, þegar hann deyr.

Þorkell Sigurjónsson, 21.10.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Jón Magnússon

Til hamingju Sigurður. Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Ég taldi raunar að Sjálfstæðisflokkurinn mundi lenda á þessu eyðiskeri fyrr eða síðar þegar Davíð Oddsson varð formaður hans og þar sem ég er fylgjandi mannúðlegri markaðshyggju þá átti ég ekki samleið með þeim öflum sem tóku völdin í Sjálfstæðisflokknum og hafa svo gjörsamlega klúðrað flokknum og hagsmunum þjóðarinnar.  En hverjir eiga að leiða endurreisnarstarfið í Sjálfstæðisflokknum? Þeir sem fylgdu Davíð alla tíð? Eða er raunhæfur möguleiki á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti aftur orðið flokkur allra stétta?

Jón Magnússon, 21.10.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Hvítur á leik

Þetta er að verða búið hjá þeim. Samfylkingin rúnkar þeim niður næstu mánuði í skoðanakönnun og þá spryngur allt í loft upp! Ný stjórn...VG, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin?

Hvítur á leik, 21.10.2008 kl. 22:43

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég hef verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum bráðum í hálfa öld. Stefna flokksins var eins og Jón Magnússon segir mannleg markaðshyggja.Ég hef aldrei talið mig tilheyra ný frjálshyggjunni enda oft verið kallaður laumukrati o.s.frv. af haukunum í flokknum.Ég er á móti öfgastefnum. Flokknum vegnaði vel undir kjörorðinu að vera flokkur allra stétta.Því miður náði ný frjálshyggjan að setja allt of mikið mark á flokkinn. Það er líka rétt sem fram hefur komið að það mátti aldrei segja orð gegn taumlausri einkavæðingu eða útrásarliðinu. Þotuliðið var hafið yfir alla gagnrýni í skjóli forsetans.

Ég meina það að ætli Sjálfstæðisflokkurinn að lifa sem fjöldahreyfing verður hann að stokka upp spilin. Það hefði kannski verið réttara hjá mér að segja í stað Nýr Sjálfstæðisflokkur að segja, við skulum aftur taka upp gamla Sjálfstæðisflokkinn. Með honum á fólkið samleið.

Sigurður Jónsson, 22.10.2008 kl. 00:10

7 identicon

Sigurður það er gott að kenna forsetanum um græðgisvæðingu sjálfstæðisflokksinns og framsókn,þjófnaði á bönkunum og helmingaskifti,það var það sem kom boltanum til að rúlla.Það er von mín að þjóðin muni upphafið við næstu kosningar og láti þessa flokka njóta ávinningsins og kjósi þá ekki.

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:07

8 identicon

Já, sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eins og raun flestir hinna flokkanna líka og sennilega þjóðin í heild. Staðreyndin er sú að við blinduðumst öll af ótrúlegri velgengni þessarar útrásar. Formaður samfylkingarinnar varði aðal útrásarblöðruna (Baug) í ræðu og riti og sjálfur forseti Íslands lét hafa sig að algjöru fífli. Ef ég man rétt þá kemur hann úr stjórnmálaflokki sem í dag heitir VG. Flestir studdu þessa framþróun hvar sem þeir stóðu í flokki. Vissulega heyrðust gagnrýnisraddir en þær voru frekar mjóróma.

En nú sjá allir að keisarinn er ekki í neinum fötum og svikahrapparnir flúnir á braut rétt eins og í ævintýrinu.

Aðalsteinn Bjarnason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828278

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband