Hvað nú Sjálfstæðismenn ?

það vitlausasta sem við Sjálfstæðismenn gerum er að blása á skoðanakannanir. Og enn vitlausara er hjá okkur Sjálfstæðismönnum ef við ætlum ekki að hlusta á reiði almennings.

Við verðum að viðurkenna að stefna nú frjálshyggjunnar innan flokksins hefur beðið algjört skipbrot.Flestir í þjóðfélaginu standa andspænis gífurlegum erfiðleikum. Margir hafa þegar tapað miklu og framundan eru erfiðir tímar með atvinnuleysi o.s.frv.

Ég tel að forysta Sjálfstæðisflokksins standi frammi fyrir miklum vanda eftir að ráðherrar Samfylkingarinnar leggja fram bókun á fundi ríkisstjórnarinnar að Davíð Oddsson starfi ekki á þeirra ábyrgð.Reyndar finnst mér Samfylkingin einnig standa frammi fyrir miklum vanda einnig. Hvað ætlar hún að gera ef Davíð verður áfram. Ætla ráðherrarnir að sitja áfram? Ber Björgvin bankamálaráðherra enga ábyrgð á Seðlabankanum.

Geir H.Haarde hlýtur að standa frammi fyrir þeim vanda hvort hann ætlar að hafa Davíð áfram sem Seðlabankastjóra í óþökk Samfylkingarinnar. Velji Geir  halda Davíð áfram getur hann ekki setið áfram í ríkisstjórn með Samfylkingunni.

Ég hef ávallt metið Davíð mikils sem stjórnmálamann. Aftur á móti hafði ég efasemdir um að hann gæti verið Seðlabankasttjóri af því  það væri alveg sama hvernig hann myndi vinna þar,hann er svo umdeildur einstaklingur að hann myndi aldrei geta notið sannmælis.

Sjálfstæðisflokkurinn er nú í frjálsu falli eins og krónan. Forysta flokksins getur ekki látið eins og þetta sé allt í sómanum. Flokkurinn hlýtur að þurfa að ræða þessi mál alvarlega á sínum vettvangi.

Það var sagt á dögunum í vandamáli flokksins í Reykjavík,að enginn einstaklingur væri svo merkilegur að hann ætti að ganga fyrir heildarhagsmunum flokksins.

Auðvitað hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að hlusta á  þjóðina. Ef það er best fyrir hagsmuni hennar til að skapa aukið traust að víkja Seðlabankastjórunum og fá nýja aðila, þá á að gera það.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að reikna með því að kosið verði í vor. Krafan um það á eftir að aukast. Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera út um það hvernig á að horfa ril framtíðar varðandi ESB, hvort taka á upp aðra mynt en krónuna, sjávarútvegsstefnuna og fleiri mál.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir því að við þessir gömlu velferðasinnar,sem trúðum á stétt með stétt gerum kröfur um áherslubreytingar. Það er ekki tímabært að efna til kosninga nú en stefna þarf á vorið. Með því gefst tími til að gera málin upp, hlusta á grasrótina í þjóðfélaginu og endurnýja á framboðslitum flokksins. Það þarf að fá fólk sem kjósendur treysta betur og þá sem leggja áherslu á hin gömlu og góðu gildi sem eru í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Eingöngu þannig mun flokknum takast að ná fylginu til baka.

 

 


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Orð í tíma töluð !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2008 kl. 14:37

2 identicon

Heill og sæll; Sigurður og aðrir skrifarar og lesendur !

Sigurður minn ! Ég trúi því vart; að þú teljir þessa glæpahreyfingu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir margsannað sig í að vera, flokkinn þinn ?

Hygg; að þú hafir meira siðferðisþrek en svo, að þú getir ekki sagt þig frá þessum ósóma, og alþýðunnar niðurrifsins viðbjóði, og gengið til liðs við okkur þjóðernissinna og hvítliða þá, sem reiðubúnir erum, til þess að skera upp meinsemdir íslenzks samfélags, á komandi misserum, til endurreisnar þjóðveldisins, þótt á grunni alþýðu myndi verða, héðan í frá, að sjálfsögðu .

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölvesi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þessi orð eru ekki aðeins í tíma töluð, heldur túlka þau mjög vel það sem velflestir sjálfstæðismenn og fyrrverandi flokksfélagar hugsa. Auðvitað verður forusta flokksins að hlusta á skoðanakannanir og hlusta á hinn almenna félaga í Sjálfstæðisflokknum. Í raun réttri finnst mér hún einnig vera að að gera það. Yfirlýsingar Þorgerðar, Bjarna Ben og Hannesar Hólmsteins sýna svo ekki verður um villst, að ESB málin eru í mikilli gerjun innan flokksins.

Það er ekki hægt að afgreiða ESB aðildarmálin lengur með því að segja, að við verðum að bíða í nokkra mánuði eða nokkur ár eftir niðurstöðu. Þá verður flokkurinn orðinn að örlitlum flokki harðlínu frjálshyggjumanna. Tíminn og fylgið flýgur frá okkur, því miður!

Ég hef verið og er enn mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar, en líkt og þú segir er hann of umdeildur til að sitja í stóli seðlabankastjóra. Hann verður að víkja og best væri að hann gerði það sjálfur. Við getum ekki látið stjórnina springa út af þessu eða leyft þessu að skaða flokkinn meira en orðið er.

Flokkurinn verður að gera upp við sig, hvort hann styður ESB aðild eður ei. Geri hann það ekki gæti það kostað nokkur prósent til viðbótar og hætta er á að fram komi ESB framboð sjálfstæðismanna.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 15:07

4 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Í hvaða andskotans verndarhjúp, hefir Guðbjörn Guðbjörnsson lifað ?

Er maðurinn svona heimskur, að upplagi, eða þá, að stærsti hluti skilnings vita hans, sé ekkert að virka ?

Hanna Birna ! Löngu fyrirséður; ömurleiki Frjálslynda flokksins, þá á hólminn er komið. Sömu helvítis dugleysingjarnir.  

Með beztu kveðjum; samt sem áður /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Óskar Helgi:  Ég vil ekki gerast dómari í eigin sök og veit því ekki hvor opinberar meira heimsku sína í bloggheimum, þú eða ég? Ég er eflaust heimskur í þínum augum, en mér finnst það skárra hlutskipti en að vera aumkvunarverður einstaklingur, en með slíku fólki hefur maður þó vorkunn.

Heimskinginn fyrirgefur ekki og gleymir engu, einfeldningurinn fyrirgefur og gleymir en vitur maður fyrirgefur en gleymir ekki

Ofangreind orð koma fyrir hjá ungverska sálfræðingnum Thomas Szasc (f.1920).

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 17:43

6 identicon

Komið þið sæl; enn !

Guðbjörn ! Jú; líkast til, auglýsir þú bezt, með þínum skrifum, lélegt gáfnafar þitt, eða þá, þann slóða hátt, að vilja ekki viðurkenna, hversu flokks viðbjóður þinn er búinn, að leika fjölda fólks, sem mannlíf allt, hér á landi.

Skilur þú ekki; Verðtryggingu - okurvexti, hvað þá alls lags skatta, sem þínir leiðtogar lugu að okkur, að yrðu; flestir, skammtíma skattar, svo sem ''bifreiðagjöld'' 1988/1989, til dæmis ?

Þú; sem aðrir þinna líka, ættuð að hafa vit á, að biðja fólk afsökunar, á að fylgja þessum illyrmum að málum, eða skammast ykkar ella, Guðbjörn !!!

Með kveðjum samt; þótt þyngri séu /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 17:52

7 identicon

Fyrirgefðu Guðbjörn.

En hvað er það sem vekur svona mikla aðdáun hjá þér í garð Davíðs??

Mig langar afskaplega mikið til þess að vita hvað það er ef þú vildir vera svo vænn???

Takk

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:56

8 Smámynd: Stefanía

Óskar Helgi !

Ef þeir sem þú telur þér samstíga eru jafn orðljótir og dómharðir og þú, þá þarf ekki að velta fyrir sér samneiti á þínum væng.

Stefanía, 2.11.2008 kl. 21:05

9 identicon

Gott væri að fá að vita hvað það var í fari Davíðs og ferli hans sem í gegnum tíðina hefur hrifið sjálfstæðismenn.  Vinsamlegast svarið því.  Að öðrum kosti er kattaþvottur af honum og klíkunni í kringum hann lítils virði.

marco (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:24

10 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Stefanía ! Augljóslega; hefir þú lítt fyrir lífinu þurft að hafa, samkvæmt þínum ályktunum.

Það vill svo til; að ég tilheyri þeirri kynslóð, hverri flokkssystkini þín, hafa verið hvað duglegust, að fótumtroða.

Samfagna þér; að hafa verið ein þeirra, sem troðið hafa marvaðann, í þágu frjálshyggjunnar, og verið; með ''rétt'' skírteini upp á vasann, i álappalegri tilbeiðslu þinni, á Valhallar skúmunum.

marco ! Þakka þér; þarft innlegg. Ekki reikna með skýrum svörum þessa fólks, þótt svo Sigurður hreppsstjóri væri nógu hreinskiptinn, til þess, að reyna að svara fyrir óskapnað félaga sinna, þótt hann eigi hvergi sök á, hversu komið er, enda, .......... íhaldsmaður, af gamla skólanum.

Með þunglegum kveðjum enn; en kveðjum þó /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:36

11 Smámynd: Stefanía

Ég er nokkuð viss um, að ég hef þurft að hafa meira fyrir mínu og mínum en þú Óskar.

Og hvar stendur að ég sé flokkssystir Sigurðar ?

Hrokinn og ruddalegt orðfæri þitt fór bara í taugarnar á mér.

Stefanía, 2.11.2008 kl. 22:47

12 Smámynd: haraldurhar

  Er ekki það eina í stöðunni núna hjá Sjalfstæðisflokkum,  að hann splitti sér upp í Heimastjórnarflokk, og svo hefðbundinn íhaldsflokk

haraldurhar, 2.11.2008 kl. 22:58

13 identicon

Komið þið sæl; enn !

Stefanía ! Skjátlist mér; um flokksþátttöku þína, í Sjálfstæðisflokknum, þá er það vel.

En af orðfæri þínu, sem ályktunum öllum, mætti ráða, að þú værir ein þeirra, hver þýlindi, sem auðsveipni, í garð spilltra og andstyggilegra valdhafa værir haldin, og því mætti þig blauða að kalla, nema,..... þú biðjir okkur þjóðernissinna og hvítliða afsökunar, á skvaldri þínu, sem meðvirkni með því samfélagi valdhafa, hverjir eru jú; að koma öllu til andskotans, hér á Fróni !

Með kveðjum enn; þunglegum, en einörðum þó /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:02

14 Smámynd: nicejerk

Fólk hópar sér í flokka og finnur sér forystusauð, því þannig fela alvöru sauðir sauðheimsku sína og varpa ábyrgðinni á aðra. Að flykkjast um leiðtoga í stað málefnis og velferðar landmanna eru trúarbrögð. Sumir eru snillingar í að nýta sér illa gefna aðila og vinda þeim um fingur sér. En sagan endar alltaf eins: þeir vangefnu líða fyrir foringjann.

Er einhver skortur hérna á naflaskoðun, sjálfsgagnrýni eða ertu bara að birta einskæra ********?

nicejerk, 3.11.2008 kl. 00:48

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Geir Haarde er ekki neinn frjálshyggjupostuli þvert á móti hefur hann alltaf tilheyrt hófsamari armi flokksins.

Líttu á færsluna mína

Sigurður Þórðarson, 3.11.2008 kl. 01:00

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég spái því að þeir víxli störfum fljótlega

Sævar Einarsson, 3.11.2008 kl. 08:22

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Af hverju stafar aðdáun mín á Davíð Oddssyni. Ég ætla mér nú ekki að skrifa eitthvað "Laudatio" um Davíð, enda margir betri til þess en ég.

Ég kom til Íslands frá Þýskalandi árið 1998, en hafði þó fylgst náið með málum hér heima í nokkur ár. Þegar ég yfirgaf landið árið 1986 var hér allt í kaldakolum, en margoft hafði verið reynt að stilla til friðar í landinu og ná einhverri samstöðu. Það var reyndar ekki Davíð, sem kom á þjóðarsáttinni, en hann vann úr henni. Davíð átti sinn þátt í að koma okkur inn í EES, sem var að mínu mati mikið gæfusport fyrir íslensku þjóðina. Hann átti þátt í að koma á frelsi, sem leysti úr læðingi mikið afl, en nú sjáum við að kannski hefðum við átt að setja meira regluverk um það, allavega varðandi bankana. Hann lagaði til í stjórnsýslunni og kom á stjórnsýslulögum og upplýsingalögum, sem tryggja gegnsæi og ábyrgð innan stjórnsýslunnar og aðgagn einstaklinga og fjölmiðla að upplýsingum. Hér er stiklað á stóru, en ljóst að fáir hafa haft jafn mikil góð áhrif á samfélagið og hann gerði á sínum tíma.

Karakter Davíðs einkennist af þeim eiginleikum, sem er flestum stórum leiðtogum sameiginlega.

  • Hann hefur gífurlegt sjálfstraust, sem er nauðsynlegt hverjum leiðtoga.
  • Hann vill árangur og tekur sér tíma til að bíða eftir honum ef það er nauðsynlegt.
  • Hann leitaði logandi ljósi að tækifærum fyrir þjóðina til að eflast án þess að ríkið væri þar með óþarfa afskiptasemi.
  • Hann hefur stjórn á hlutunum, en öfugt við það sem felstir halda er þann þó ekki með puttana í öllu.
  • Hann hefur góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í þjóðfélaginu og varaði m.a. við mikilli samþjöppnum, sem átti sér stað á hans eigin valdatíma.
  • Hann býr yfir mikilli einbeitingarhæfni og klárar hlutina.
  • Hann er afskaplega bjartsýnn og stappaði stálinu í þjóðina á erfiðum tímum.
  • Hann er hugrakkur maður.
  • Hann er traustur og yfirvegaður, sem nýttist vel og þó sérstaklega þegar á móti blæs.
  • Hann býr yfir mikilli sköpunargleði og lífsgleði, sem gerði það að verkum að fólki fannst skemmtilegt og spennandi að fylgja honum að málum: Þessi eiginleiki gerði það að verkum að hann var stundum svolítið óútreiknanlegur.
  • Trú hans á kjarna sjálfstæðisstefnunnar, sem felst í einstaklingsfrelsinu var staðföst og einlæg. 
  • Hann hefur sterka framtíðarsýn.
  • Hann hefur viljann og þá innri hvöt sem menn þurfa að hafa til að framkvæma þá framtíðarsýn.
  • Hann talar einfalt og skiljanlegt mál, sem allir skilja.

Davíð breyttist eftir því, sem leið á valdatíma hans og það var ekki endilega til góðs fyrir hann eða þjóðfélagið. Enginn er eilífur og því var það rétt af honum að hætta sem forsætisráðherra þegar hann gerði það. Hugsanlega hefði hann átt að hætta 1-2 árum fyrr. Síðustu 1-2 árin fann maður, að hann er ekki lengur sá víðsýni, frjálshuga og opni maður sem hann hafði verið 20 árum áður. Hann varð úrillur og pirraður og þoldi illa gagnrýni, sem var kannski skiljanlegt, því fáir hafa orðið fyrir jafnmiklum árásum að ósekju.

Nú tortryggir hann og hans fylgismenn allar breytingar á þeirri stefnu, sem hann og hans fólk ákvað á sínum tíma. þetta gerist stundum hjá fólki þegar líður á ævina. Ég á fastlega von á að þetta sé ástæðan fyrir því að hann er svona mikið á móti ESB.

Davíð þarf því algjörlega að draga sig í hlé og setjast í sumarbústaðinn sinn og skrifa og slappa af.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að losa sig út úr fortíðinni - sem er að langstærstum hlut afskaplega glæst - og einbeita sér að framtíðinni. Það verður best gert með því að skoða raunveruleg grunngildi og hugmyndafræði sjálfstæðisstefnunnar, en jafnframt með því að skoða hluti á borð við ESB aðild með algjörlega opnum og gagnrýnum huga.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 09:53

18 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það væri fróðlegt að vita hvort að nafni minn Jónsson og Guðbjörn tali ekki fyrir munn mjög margra þeirra sem enn styðja Sjálfstæðisflokkinn. Ég fæ ekki betur séð en að Geir sé í algjöru öngstræti og að sífellt erfiðara verði fyrir hann og flokkinn að bjarga sér úr klípunni. Einna skárst væri ef Davíð tæki sjálfur ákvörðun um að hætta en líklega er það borin von fyrst hann hefur ekki nú þegar óskað eftir því. Eftir sem áður stæði sú krafa mjög margra landsmanna að ríkisstjórnin tilkynnti afsögn sína og að gengið yrði til kosninga með vorinu.

Svo langar mig að forvitnast hvaða sértrúarsöfnuði Óskar Helgi Helgason tilheyrir.

Sigurður Hrellir, 3.11.2008 kl. 13:13

19 identicon

Komið þið sæl; sem oftar !

Sigurður Hrellir ! Megi flokka viðhorf mín; til þess áður kyrrláta Íslands, hvert áður var, við ''sértrúarsöfnuð'' , skal ég gangast við því, að tilheyra þeim hópi, ört fjölgandi samlanda okkar, hverjum blöskrar yfirgangur þess fólks, hvert haldið er græðgi - þjónkun við heimsvaldasinna útlenda, sem og þeirra, hverjir komið hafa þjóðfélagsskipan hér; gjörsamlega úr skorðum, hvar heimili og heilbrigt atvinnulíf eru í voða, sums staðar í kaldakoli, nú þegar.

Skoða þú; Sigurður Hrellir, hafir þú skyn til, hversu ógnvænlegir tímar hafa runnið upp, hér á landi, og hvar svo er komið málum, sökum ofstopa frjálshyggju fjandans, að stutt verði í, að menn taki, að vegast á.

Sjá þú; Sigurður Hrellir, hversu vegið er, að landbúnaði - sjávarútvegi, auk fjölda annarra greina. Ég get; að minnsta kosti ekki staðið, þegjandi hjá.  

Hygg; að þú sért ei, svo illa innrættur maður, að þú hafir óskað þessarrar þróunar, Sigurður Hrellir. 

Með afar þunglegum kveðjum; eftir sem áður /

Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:36

20 Smámynd: Johann Trast Palmason

Gott að lesa slik orð eftir sjálfstæðismann

Johann Trast Palmason, 3.11.2008 kl. 14:19

21 Smámynd: Sigurður Hrellir

Óskar, að vísu get ég ekki annað en tekið undir með þér að græðgi og taumlaus frjálshyggja hefur fært þjóðina á vonarvöl. Hins vegar sýnist mér þú vera talsmaður e-s konar þjóðernissinnaðrar einangrunarhyggju og viljir helst loka landinu fyrir öllu því sem útlent er. Þar erum við innilega ósammála og raunar tel ég það algjört lífsspursmál fyrir okkur að ganga til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir í ESB. Ég kæri mig ekki um að sitja áfram uppi með íslensku krónuna, verðtryggingu, óstöðugleika, klíkuskap, einkavinavæðingu, þröngsýna ráðamenn og margt fleira af sama meiði. Hingað ættum við að bjóða vel menntuðu fólki frá öðrum löndum til að auðga hagsæld þjóðarinnar og gera fjölbreytileika menningarinnar. Nóg eigum við af tómu húsnæði, ekki satt?

Sigurður Hrellir, 3.11.2008 kl. 14:25

22 identicon

Komið þið sæl; enn og aftur !

Sigurður Hrellir ! Þakka þér; einarðleg svör. Eins; og ég hefi margsinnis, komið inn á, á minni síðu, sé ég þann kost, okkur hagstæðastan, að ganga til stofnunar einingarbandalags Norður- Íshafs þjóða, með Kanada - Grænlandi - Færeyjum - Noregi og Rússlandi.

Þeirra  þjóða vegna; sem okkar, hvar við eigum enga samleið með yfirgangsseggjum Fjórða ríkisins (ESB), hvert er, auk þess, lítilþægt verkfæri, í þágu bandarískra heimsvaldasinna, sem flestum er kunnugt.

Þetta er sú framtíðarsýn, sem ég á fróma ósk um, að fram mætti ganga. Grænland og Færeyjar verða vonandi, ekki neinar eilífðarnýlendur Dana, Sigurður minn.

Með sæmilegum kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:44

23 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég tel að ég tali fyrir hönd mjög margra Sjálfstæðismanna þegar ég segi að við höfum orðið fyrir gífurelgum vonbrigðum með stöðuna eins og hún er í þjóðfélaginu.Að sjálfsögðu ber flokkurinn ábyrgð ásamt fleirum. Það verður einnig að hafa í huga að kreppan er ekki eingöngu á Íslandi,en hún er dýpri hjá okkur vegna .

Ég veit ég á líka marga skoðanbræður,sem telja að hin gamla og góða Sjálfstæðisstefna hafi ekki beðið skipbrot.

Það er því nauðsynlegt að flokkurinn fari í getgnum sín mál bæði hvað varðar málefnin og nauðsynlega eendurnýjun á lsitum flokksins.

Ég er þeirrar skoðunar að best sé að kjósa í vor. Það er lang heiðarlegast. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að það mun ekki verða hægt að vinna með Samfylkingunni út kjörtímabilið.

Ég vil trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn taki á sínum málum. Í þeirri trú ætla ég mér að fylgja flokknum þangað til annað kemur í ljós.

Sigurður Jónsson, 3.11.2008 kl. 17:52

24 identicon

Takk fyrir þetta Guðbjörn.

Davíð Oddson gleraugna og glýjulaust:

  • Hann hefur gífurlegt sjálfstraust sem hefur leitt hann til að taka að sér verkefni sem hann ræður ekki við.
  • Hann vill árangur og tekur sér tíma til að bíða eftir honum ef það er nauðsynlegt.   ????
  • Hann leitaði logandi ljósi að tækifærum fyrir þjóðina til að eflast án þess að ríkið væri þar með óþarfa afskiptasemi.  Decode og gjöf ríkisbankanna.
  • Hann hefur stjórn á hlutunum, en öfugt við það sem felstir halda er þann þó ekki með puttana í öllu.  Terror og afskiptaleysi.  Sami kokteill og Hitler notaði.
  • Hann hefur góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í þjóðfélaginu og varaði m.a. við mikilli samþjöppnum, sem átti sér stað á hans eigin valdatíma.  Samþjöppunin varð og ekki hafði hann stjórn á henni. 
  • Hann býr yfir mikilli einbeitingarhæfni og klárar hlutina.  Leggur niður nauðsynlegar stofnanir. 
  • Hann er afskaplega bjartsýnn og stappaði stálinu í þjóðina á erfiðum tímum.  Nokkuð til í þessu.  Stóð sig vel t.d. í snjóflóðunum fyrir vestan.
  • Hann er hugrakkur maður.  Setti ekki fjölmiðlamálið í þjóðaratkvæði. 
  • Hann er traustur og yfirvegaður, sem nýttist vel og þó sérstaklega þegar á móti blæs.  Stóra bollan, afturhaldskommatittir, rússalán. 
  • Hann býr yfir mikilli sköpunargleði og lífsgleði, sem gerði það að verkum að fólki fannst skemmtilegt og spennandi að fylgja honum að málum: Þessi eiginleiki gerði það að verkum að hann var stundum svolítið óútreiknanlegur.  Greinilega.
  • Trú hans á kjarna sjálfstæðisstefnunnar, sem felst í einstaklingsfrelsinu var staðföst og einlæg.  Ofsóknir gegn einstaklingum. 
  • Hann hefur sterka framtíðarsýn.  Gjaldþrota Ísland með ónýtan gjaldmiðil. 
  • Hann hefur viljann og þá innri hvöt sem menn þurfa að hafa til að framkvæma þá framtíðarsýn.  Sér til þess að Ísland sé í ábyrgð fyrir allskonar vafasaman bisness. 
  • Hann talar einfalt og skiljanlegt mál, sem allir skilja.  Endalausar eftiráskýringar á óljósum yfirlýsingum.
  • EES var skiptimynt til að komast í ríkisstjórn.
  • Eftir feril Davíðs stendur.  Ósanngjarnt kvótakerfi, fallítt deCode, stríð í Írak og gjaldþrota þjóð.  Bermúdaskál!!!!

marco (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:37

25 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Marco: Já, við lítum Davíð ekki sömu augum og því var ég viðbúinn! Ég tel að sagan vinni með mér í þessu máli og sanni að Davíð Oddsson verður settur á stall með stærstu stjórnmálamönnum Íslandssögunnar.

Sigurður Jónsson: Sammála hverju einasta orði (athugasemd 27).

Dóra litla: Sigurður hittir naglann á höfuðið, þegar hann segir að heiðarlegast sé að kjósa í vor, en það er mér að skaðlausu ef það verður í snemma í haust. Já, stefna Sjálfstæðisflokksins er í það heila mjög góð og skynsamleg. Hins vegar hefur framkvæmd hennar verið ábótavant að undanförnu, svo sem dæmin sanna.

Sigurður Hrellir: Sammála seinni hluta athugasemdarinnar, þegar þú talar um ESB. Get jafnframt tekið undið með þér í fyrri hlutanum, þótt sennilega skilgreinum við "taumlaus" frjálshyggja á ólíkan hátt. Ljóst er að regluverkið og eftirlitið með "skepnunni" brást og hún varð stjórnlaus!

Óskar Helgi: Þú ert skemmtilegur grínari og það er gaman að hafa þig á netinu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 20:44

26 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Guðbjörn ! Fjarri því; að mér sé nokkurt grín í huga, þessi dægrin, en,..... þakka þér samt orrahríðina. Vona; að við náum saman, um málefni, undir öðrum og skaplegri kringumstæðum, síðar.

Með sæmilegum kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:05

27 identicon

Líta Davíð sömu augum seigir þú Guðbjörn þegar þú ávarpar Marco.

Greinilega!! Upptalning þín á eigindum og mannkostum DO var innantóm lofrulla eins og þú ættir best að vita sjálfur. Svona hefur þetta sjálfsagt verið í þýskalandi nasismans og öðrum löndum þar sem leiðtogarnir voru teknir í guða tölu og öll gagnrýni dauðasök. Nógu varstu duglegur að bakka upp Árna Sigfússon þar sem hann var að tala fyrir því að útrásarstrákarnir fengju Hitaveituna á Laugardagsfundunum í Duus. Foringinn átti að virka sterkur útávið svo ímynd sjálfstæðisflokksins biði nú ekki skaða!!! Það er hreint og beint afrek að vera búnir að koma þjóðarskútunni á bólakaf og kunna svo ekki að skammast sín eins og sumir sjálfstæðismenn gera. Færi betur að menn ættu heilbrigða sjálfstæða hugsun í sínum haus en blinda tiltrú á vanhæfa stjórnendur og pólítíkusa ef ekki klárlega glæpsamlega í sínum verkum.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:34

28 identicon

Guðbjörn Guðbjörnsson,er ekki í lagi með þig?Guðbjörn þú ætlar að mæta á Austurvöll næsta Laugardag er það ekki.?Sigurður það er ekki og hefur aldrei verið í lagi með Sjálfstæðisflokkinn.(Sjálftökuflokkinn)

Númi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:33

29 identicon

Hvað nú sjálfstæðismenn?  Hauspoki eða harakírí!

marco (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband