Er virkilega rétt að Nýi Landsbankinn í eigu þjóðarinnar stuðli að einokun Jóns Ásgeirs á fjölmiðlamarkaði.

Ég á erfitt með að trúa því að hinn Nýi ríkisvæddi Landsbanki fjármagni ævintýri Jóns Ásgeirs í að ráða yfir öllum fjölmiðlum landsins að undanskildu RÚV.

Það hlýtur að þurfa að leggja upplýsingar á borðið fyrir landsmenn.

Á sama tíma og oeningamarkaðsreikningar eru skertir um rúm 30 % getur bankinn þá verið að ausa út fé til að skapa mönnum einokunarstöðu.

Allt er í óvissu með viðbótarlífeyrissjóðsreikninga einstaklinga í Landsbankanum. Á meðan svo er getur þá Landsbankinn ausið út fjármagni til að einn einstaklingur nái yfirburðarstöðu á fjölmiðlamarkaði.

Það er kannski ekkert skrítið að Jón Ásgeir vilji ná þessari stöðu til að geta haft áhrif á umræðuna. En ef það er rétt að ríkisbanki stuðli að þessu þá er maður gjörsamlega mát.

Er ekki nóg komið af vitleysunni?


mbl.is Rosabaugur Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Jú það er komið meira en nóg af yfirgangi þessa falda Baugs nafns. Þessir aðilar eru búnir að fá að vaða alltof mikið uppi í þjóðfélaginu og meira að segja erlendis líka, og núna er nóg komið. Búið er að sverta orð okkar Íslendinga meir en nóg!  

Vona svo sannarlega að samkeppnisráð láti til sín taka... ekki nema Baugs menn eigi líka sína menn þar...  Ég vona svo sannarlega ekki!

Kolbrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband