Spilling,spilling og enn meiri spilling.

Síðustu vikurnar hafa flestir Íslendingar setið sem lamaðir að heyra allar fréttirnar um hvernig komið er fyrir efnhagslífi okkar. Nær daglega berast nýjar og nýjar fréttir sem valda enn meiri reiði en áður meðal landsmanna og var hún þó nægjanleg fyrir.

Fréttir nú herma að mikið fjármagn hafi verið flutt úr bönkunum á reikninga erlendis.Ef það reynist rétt vissu margir topparnir að hverju stefndi og hafa skotið undan fjármunum.

Fréttir herma nú einnig að persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna lána til hlutabréfakaupa skyldu felldar niður. Hér er ekki um neinar smá upphæðir að ræða. Það er hreint með ólíkindum að topparnir skuli hafa fengið lán með veði í hlutabréfunum. Þeir þurftu sem sagt enga áhættu að taka og ætluðu bara að njóta góðs af ef vel gengi. Nú hafa einhverjir átt peningana sem þeir tóku að láni. það er því eðlilegt að hinn almenni skuldari segi, ég hlýt að geta látið fella niður mínar skuldir.

Upphæðirnar samkvæmt fréttum sem ákveðnir einstaklingar skulduðu vegna sinna hlutabréfakaupa eru með ólíkindum háar. Svo stofnuðu menn hlutafélög um þetta allt saman. Væntanlega til að þurfa ekki að bera persónulega ábyrgð.

Almenningur mun fylgjast með hvernig þessi mál þróast. Það hafa margir sparifjáreigendur þegar orðið fyrir tapi vegna spilamennsku bankanna og fleiri eiga eftir að tapa. Það stefnir í að ríkissjóðir verði skuldsettur uppí topp til næstu áratuga.

Svo vekur það auðvitað furðu að topparnir sem stýrðu sjóðunum í bönkunum og ýmsum lykilstöðum halda enn sínu starfi eins og ekkert hafi í skorist.

Ég tek undir með þeim sem segja að það verði að flýta allri rannsókn á þessum málum öllum saman. Almenningur er hreinlega að springa vegna spillingarfrétta daglega og jafnvel oft á dag. Það er eðlilegt að Ragnheiður Rikharðsdóttir,þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifi hingað og ekki lengra.

Ég tek líka undir með Guðna Framsóknarformanni að það beri að stöðva það að einn maður geti ráðið yfir öllum jölmiðlum landsins fyrir utan RÚV. Nú reynir á Samfylkinguna að stöðva það.

 


mbl.is Persónulegar ábyrgðir starfsmanna felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Heyr, heyr!

Ég er búinn að tala um það sama frá fyrsta degi, en félagar mínir sökuðu mig þá um nornaveiðar!

Nú er smám saman að renna upp fyrir mér hversvegna þeir vilja ekki skoða þetta!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.11.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ef við náum ekki að birja með hreint borð núna þ.e. að td ráðamenn, stjórnmálamenn,  bankastjórar ofl ofl séu hafnir yfir allan grun um misferli af hvaða tagi sem er - þá erum í nákvæmlega sömu sporunum í dag

Hvað er svona flókið við að vera heiðarlegur ?

 Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

Jón Snæbjörnsson, 5.11.2008 kl. 11:18

3 identicon

Já það vekur sérstaka athygli að þeir sem stýrðu bönkunum haldi enn sínu gamla starfi - reyndar hef ég verulegar áhyggjur af því að það komi til með að skekkja niðurstöður væntanlegrar rannsóknar.

Þessi staðreynd vekur hroll með mér.  Þetta er ekki góð byrjun - ef byrjun skyldi kalla - og sýnir enn og aftur það dómgreindarleysi sem ráðamenn opinbera reglulega.

Ég hef notið þeirra forrétinda að fá að vinna í mínu fagi í 25 ár hér á markaði og eingöngu kynnst harðduglegum, heiðarlegum atvinnurekendum sem sinna sínu starfi af einlægni og heilindum.  Þetta sem nú er að opinberast stig af stigi er af allt öðrum meiði - öðrum heimi - og það er engin ástæða til þess að láta þetta ganga yfir sig án viðbragða - sem m.a. felur í sér ákall fólksins í landinu um það að óreiðufólkið sé kallað til ábyrgðar.

Annars setti ég inn hugleiðingu um kröfur til skoðunar/rannsóknarvinnubragða á blogg Jóns Magnússonar í morgun.  Hef nokkra innsýn í þau vinnubrögð .  Kveðja Hákon 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Það var þeim ekki nóg að kaupa hlutabréf á undirverði og gera samninga um að bankinn ætti að kaupa á yfirverði heldur þurftu þeir líka að setja inn ákvæði um að enginn bæri ábyrgð á skuldunum og að lokum að fella þær niður. Ef þeir voru síðan að flytja peninga úr landi þá er mér nóg boðið. Á meðan eru þeir að byggja sumarhúsahallir og lifa í vellystingum. Það er kominn tími til að sækja menn til saka. Það heita ekki nornaveiðar heldur réttlæti.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 5.11.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 828351

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband