Tveir ólíkir forsetar.Vigdís naut virðingar sem forseti.

Ég kaus ekki Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta á sínum tíma. Vigdís var á sínum tíma kosin forseti með rúmlega 30% atkvæða. Þrátt fyrir að hún hefði ekki meirihluta kjósenda á bak við sig í upphafi breyttist það fljótt. Mikill meirihluti þjhóðarinnar var fljótlega mjög sáttur við störf og framkomu Vigdísar.Hún naut mikillar virðingar bæði hér á landi og erlendis,enda starfaði hún sem þjóðarleiðtogi en ekki sem pólitíkus.þótt ég hafi ekki stutt hana í byrjun var ég fljótt mjög sáttur við Vigdísi sem forseta.

Ég kaus ekki Ólaf Ragnar á sínum tíma. Ólafur var kosinn með mjög öflugum meirihluta kjósenda þjóðarinnar. Nú dreg ég stórlega í efa að Ólafur njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Ég held að þjóðin vilji hafa forseta sem er ameiningartákn en vinnur ekki þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. það hefur marg oft komið fyrir að hann tekur ákvarðanir í utanríkismálum án þess að hafa haft samráð við ráðuneytið. Eins hefur hann marg oft blandað sér í pólitísk hitamál innanlands.

Vigdís talar um niðurlægingu Íslendinga erlendis. Miðað við hamagang Ólafs Ragnars erlendis með þotuliðinu og öllum stóru orðunum hlýtur niðurlæging forsetans að vera mikil á erlendri grundu.

Svo það sé alveg á hreinu er ég ekki enn sáttur við Ólaf Ragnar sem forseta.


mbl.is Íslendingar verða að endurheimta virðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er, fyrir mér, einkennilegt að kommúnisti skuli yfirleitt styðja forseta.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg athugasemdina hér að ofan...en ég held að niðurlæging ríkisstjórnarinnar hljóti að vera töluvert meiri en Ólafs...það er jú ríkisstjórnin sem kom okkur í þessa stöðu...

Þó hlýtur Ólafi að svíða hversu mikið hann hefur stutt þá (útrásar-víkingana)

Aldís Gunnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 18:33

3 identicon

Sæll Sigurður

Þessa heyrði ég á Akureyri  þegar fjölmiðlafrumvarpið var sem mest í umræðunni.

Vanhæfur kemur að verkinu.

Vigdís hún plantaði lerkinu.

Bónus hann á

Það hvert barn má sjá

Það er mynd af honum í merkinu

Kv. frá Krókvelli

Ásgeir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:45

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Íslendingum svíður meira en orð fá lýst að þurfa að sitja og standa undir fúkyrðum útlendinga í þeirra garð. Orðstír Íslands er nú sagður vera það slæmur að jafnvel kveinskörungurinn og fyrrum forseti lýðveldisins frú Vigdís Finnbogadóttir lýsir því yfir að henni finnist ekki vanþörf á að hefja endurreisn hans sem fyrst.

Ætla mætti að sjálfsmynd Íslendinga og orðstír þeirra fari saman ef dæma má af viðbrögðum fólks.

Orðstýrin sem af okkur fer er um þessar mundir að Íslendingar séu óhæfir fjármálamenn.

En hvað er langt síðan að sjálfsmynd okkar byggði á jarðneskum auði okkar og hæfni til að ávaxta pund og Evrur annarra? Síðan hvenær var íslenska sjálfsmyndin samofin getu fáeinna Íslendinga til að kaupa og selja, fá lán og veita lán?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.11.2008 kl. 18:57

5 identicon

Er það bara ég en fannst engum soldið klaufalegt að Vigdísi að vera skiggja svona á Ólaf, með fullri virðingu fyrir Vigdísi.

Stebbi (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:36

6 identicon

Að sjálfsögðu á Ólafur Ragnar að víkja eins og aðrir úr efstu stöðum. En það er alveg merkilegt með ykkur sjálfstæðismenn að þið skulið enn vera að nagast yfir því að hafa ekki getað komið ykkar gæðingum í allar topp stöður þjóðfélagsins.  Mér hefur nú ekki fundist ykkar val á embættismönnum fara eftir þekkingu og hæfni, heldur frekar klíkuskap.  Samanber að setja dýralæknir sem fjármálaráðherra, þetta er eins og að ráða (dæmi) hjúkrunarkonu sem skipstjóra á togara.  Fyrir utan það þá höfðuð þið engan frambærilegan í framboð á móti Ólafi á sínum tíma.    Og alveg finnst mér merkilegt að alveg sama hvernig sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með almenning á síðustu árum skuli þið styðja þá.   Kannski á við máltækið,  þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur. Kveðja.

Arnbjörn Eiríksson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828272

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband