Vantar verkefni í Samgönguráðuneytið ?

ég hef á síðustu dögum heyrt kristján Möller tvisvar sinnum flytja ræður þar sem sameiningarmál sveitarfélaga var hans aðal áhugamál. Í fyrra skiptið ræddi hann þessi mál á fundi fámennari sveitarfélaga í tengslum við fjármálaráðstefnu og núna í lok viklunnar ræddi hann sameiningarmálin á aðaklfundi SASS. samgönguráðherra leggur mikla áherslu á að íbúamörk verði að vera 1000 íbúar og náist ekki það takmark verði sett lög sem skylda sveitarfélög til sameiningar.

Auðvitað er það gott markmið að efla sveitarstjórnarstigið,en hvers vegna að skipa sveitarfélögum í sameiningu með lagaboði. Íbúar sveitarfélaga eiga auðvitað að ráð hvort þeir vilji sameinast.Ef verkefni verða flutt yfir til sveitarfélaga munu þau koma sér saman um hvernig best verð að standa að málum. Vel er hægt að ná sama markmiði með samstarfi sveitarfélaga. Sveitarfélögin hér í uppsveitum Árnessýslu ásamt Flóahreppi hafa t.d.með sér mikið samstarf í félagsmálum,bygginga-og skipulagsmálum,ferðamálum o.fl. Um er að ræða sameiginlegar skrifstofur, mannahald o.s.frv.

Þetta skilar alveg ágæitis árangri. með flutningi fleiri verkefna til sveitarfélaganna væri hægt að hugsa sér sama fyrirkomulag. Vilji íbúarnir standa svona að málum,hvers vegna í óskupunum á þá að skylda þá til sameiningar.

Samgönguráðuneytið hlýtur að hafa mun meira aðkallandi mál á sinni könnu heldur en eyða orku og tíma í sameiningarmálaumræðu á þessum tíma.Mörg sveitarfélög hafa áhyggjur af efnahagsmálunum og eins hvernig hægt verður að halda áframhaldandi uppbyggingu í samgöngumálum.

Sveitarfélögin hafa lýst yfir vilja til að taka að sér aukin verkefni enda fylgi tekjustofnar með. Þau munu leysa þetta með auknu samstarfi eða sameiningu. Það er þeirra sjálfra og íbúanna hvort fyrirkomulagið menn vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held hann sé götustrákur

Jón Snæbjörnsson, 22.11.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður

Ég fagna mjög þessu frumvarpi frá samgönguráðherra og tel það vera mikið framfaraspor. Ég veit af reynslu hér í Vestur Húnavatnssýslu, nú Húnaþingi vestra að sameining sveitarfélag er til mikilla hagsbót fyrir íbúana, en ég veit líka að þetta er mikið tilfinningamál. Tregða margra við að stíga þetta skref hefur komið í veg fyrir sameiningar víða á landinu og þess vegna er þetta frumvarp komið til skoðunar. Rök manna gegn sameiningu eru flest á tilfinningalegum nótum eða misskilin svipting á sjálfsforræði. Skólamálin eru oftar en ekki stóru málin í þessu öllu. Hér í Húnaþingi vestra stóð sveitarfélagið frami fyrir því fljótlega eftir sameiningu 1998 að ekki var unnt að manna 2 grunnskóla sem stóðu með 8 km millibili það sem öllum bekkjum var kennt á báðum stöðum. Þetta var að sumri og þá var gripið til þess ráðs að sameina skólahaldið og kenna eldri börnum á öðrum staðnum og þeim yngri á hinum. Margir foreldrar fóru nánast af límingunum eins og unglingarnir segja. Mörg og þung orð féllu, en ákvörðun sveitarstjórar stóð og gerir enn. Nú brá svo við að í næstu kosningum eftir breytinguna, var á stefnuskrá þess lista sem harðast hefði mótmælt sameiningunni, að mikil ánægja væri með þetta fyrirkomulag og áhersla lögð á að það yrði óbreytt. Já, stundum er bara að prófa hlutina og þá gengur allt vel.

 Kveðjur á Suðurland

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.11.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband