Þau skemma fyrir Herði Torfa og félögum.

Aðvitað á fólk fullan rétt á að mótmæla og setja skoðanir sínar fram. Það er ósköp eðlilegt að fólk sé reitt miðað við núverandi ástand. Ég hef t.d. verið mjög gaagnrýnin á margt í mínum skrifum þótt ég sé ekki sammála á hvaða þætti sumir mótmælendur leggi höfuðáherslu á en svo má ekki minnast á annað.

Það virðist t.d. fara óskaplega í taugarnar á mörgum þegar þáttur forsetans er gagnrýndu og dýrkun Samfylkingarinnar á Baugsveldinu. Hvers vegna má ekki alveg eins gagnrýna þetta eins og Davíð,fjármálaeftirlitið og Geir, Björgvin og Árna Matt.

Hvers vegna má ekki beina gagnrýninni fyrst og fremst að hinum þeim, sem byggðu upp sitt veldi á spilaborgum með því að notfæra sér innlánsreikninga almennings.

Mótmæli af því tagi sem einhverjir örfáir standa fyrir í Alþingishúsinu og við stjórnarráðið gera það eitt að skemma fyrir framtaki Harðar Torfasonar og félaga. Hörður hefur lagt á það höfuðáherslu að mótmælin eigi að fara friðsamlega fram. Með því móti verður frekar hlustað heldur en að efna til óeirða.

Það hlýtur að vera grundvallaratriði að Alþingi geti unnið sín störf og ríkisstjórn starfað í stjórnarráðinu.

Fólk hefur engan rétt til að ráðast inní opinberar byggingar og gera þar óskunda. Aftur á móti hefur fólk fullan rétt á að móptmæla og koma skoðunum sínum á framfæri eins og margir hafa gert að undanförnu.


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Hvað er. Hörður er ekki mótmælandi Islands, utan við það þá hefur þau motmæli ENGU skilað.

Bara Steini, 9.12.2008 kl. 12:51

2 identicon

Það hafa allir rétt á að mótmæla. Það skemmir ekki fyrir Herði og co að aðrir ákveði að mótmæla á sinn hátt.

KL (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Hulla Dan

Hvernig skemma þau fyrir Herði???

Hulla Dan, 9.12.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Kristján Logason

Þau skemma ekki fyrir Herði.

 Mótmæli þeirra eru eins friðsamleg og hægt er.

Hörður hefur staðið sig vel og reynst sitt. Hann mun halda því áfram.

Hinir hóparnir sem vilja aðgerðir  (og þeir eru fleiri en mann grunaði) eru nú að koma fram.

Það þarf að taka á málunum af festu ef ekki á hér að verða upplausn

Stjórnvöld verða annað tveggja að leggja fram alvöru áætlun eða víkja ella

Kristján Logason, 9.12.2008 kl. 13:10

5 identicon

Hamingjan sanna! Má ekki kalla skríl skríl. Mér hefur fundist talsmenn þessara unglinga hér á blogginu vera alveg ófeimna við að tala "íslensku".  Þeir kalla andstæðnga sína glæpamenn, landráðamenn. Menn sem senda ætti sem lengst í burtu, með góðu eða illu og jafnvel drepa! Í ljósi þessa og margs fleira, er ég ekkert hissa á að fólki, sem blöskrar framferði þessa illa uppöldu unglinga, skríl, því auðvitað eru þetta skrílslæti og ekkert annað og hananú!

Högni V.G. (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:46

6 Smámynd: Heidi Strand

Þeir mótmla líka fyrir mig og þig.

Heidi Strand, 9.12.2008 kl. 14:03

7 identicon

Þeir mótmæla ekki fyrir mig.

Ég er orðin reiðari út í þessa örfáu skrílista heldur stjórnvöld.  Vælandi lyddur.

Gera mótmælum skömm til.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:55

8 Smámynd: Sigurður Jónsson

Mín skoðun er sú að skrílslæti þau sem lítill hópur hefur í frammi geri ekkert nema að skaða málstað þeirra sem, eru að mótmæla á friðsaman hátt. Mótmæli sem höfð eru í frammi á friðsaman hátt og rökum beitt bæði í töluðu og rituðu máli geta víst skilað árangri. Saga mokkar þjóðar sýnir það.

Það getur ekki gengið að fámennur hópur öfgafólks ætli með skrílslátum að koma af stað ólátum og upplausn. Það mun ekkert vinnast með því.

Sigurður Jónsson, 9.12.2008 kl. 15:51

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Það vill svo skemmtilega til að þessi "skríll" er framtíð Íslands, það er búið að mótmæla hvern einasta laugardag í 9 vikur og hverju hefur það skilað ? nákvæmlega engu, það er ekki hlustað á mótmælendur á friðsamlegum nótum, hvað er þá til ráða ? 

Sævar Einarsson, 9.12.2008 kl. 16:15

10 identicon

HVERNIG nákvæmlega skemma beinar aðgerir fyrir Herði Torfa og hvað hefurðu fyrir þér í því?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:55

11 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er ekki tilgangur mótmæla að ná einhverjum árangri? Er ekki tilgangur mótmæla að fá einhverju breytt? Til að ná fram breytingum hlýtur að þurfa að vinna traust fólks og fá það á sitt band. Ekki satt? Þó ég sé ekki sammála öllu því sem Hörður Torfa og laugardagsfélagarnir hafa sett fram held ég að þau hafi staðið rétt að málum.

Skrílslæti með tilheyrandi úpplausn skila ekki nokkrum sköpuðum hlut og eyðileggja fyrir þeim sem vilja vinna sér stuðnings á máefnalegan hátt.

Sigurður Jónsson, 9.12.2008 kl. 20:45

12 Smámynd: Heidi Strand

Þeir sem berjast fyrir málstað gerir það fyrir öllum sem komi málinu við hvort hann eða hún er  sátt við það eða ekki. Ef hlutirnir breytast til hins betra njótum við öll goðs af því. þetta er eins og í verkalýðsbaráttunni. Sumir fara í aðgerðir og verkföll, nær sínum markmiðum og  á eftir koma aðrir og fær það sama án þess að hafa barist
Verkalýðurinn fyrri tíma hafa lagt grunninn til okkar velferð. Sama má segja um hagsmunafélög og líknafélög, hvernig hefur málefni fatlaðra verið ef ekki hefur verið Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg og Örorkubandalag Íslands,  bara til að nefna nokkur dæmi.
Við erum hlut af heildinni og tímann sem við lífum í

Heidi Strand, 9.12.2008 kl. 20:57

13 identicon

Hvað hefurðu fyrir þér í því að útifundir Harðar Torfasonar hefðu skilað árangri ef enginn hefði kastað eggjum eða gripið til grófari aðgerða? Geturðu t.d. nefnt mér dæmi úr Íslandssögunni þar sem sambærilegar aðgerðir og þær sem Hörður stendur fyrir (með fullri virðingu fyrir þeim góða manni, sem á alla mína virðingu og þakklæti) hafa einar og sér skilað árangri? Nei, þú getur það semsagt ekki? Ok úr mannskynnsögunni þá? ...?

Hefðbundnir mótmælafundir eru nauðsynlegir til að styrkja samstöðuna en þeir duga ekki til breytinga. Það sem þú kallar skrílslæti (þ.e. borgaraleg óhlýðni) hefur á hinn bóginn gegnt lykilhlutverki í allri mannréttindabaráttu allsstaðar í heiminum og eins baráttu náttúruverndarfólks. Þú getur fundið heilt bókasafn um árangur beinna aðgerða, með því að slá 'direct action' og 'civil disobedience' á google.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:58

14 identicon

Ég er alveg sammála því sem Eva segir. Þau friðsömu mótmæli sem hafa verið núna hverja viku hafa verið hunsuð af ráðamönnum, það er sjálfsagt að fólk fari þá að nota borgaralega óhlýðni. Það ofbeldi sem er verið er að beita íslensku þjóðinni er svo gífurlega mikið og valdníðslan ógeðsleg, að brotin hurð á lögreglustöð og eggjakast blikna í samanburði. Þessi mótmæli er nákvæmlega það sem þarf, við hin þurfum bara líka að standa upp af rassinum og taka þátt og sýna ábyrgð.

Karl G. (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:28

15 Smámynd: Hulla Dan

Sammála Evu!!!

Hulla Dan, 9.12.2008 kl. 23:12

16 identicon

Stjórnleysi hefur hvergi virkað enda veit ég ekki til þess að nokkur maður hafi haldið því fram. Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni hefur hinsvegar gegnt lykilhlutverki í öllum stórum réttlætismálum mannkynssögunnar. Sem dæmi mé nefna stofnun verkalýðshreyfinga, kvenréttindabaráttuna, þrælastríðið, baráttu gegn aðskilnaðarstefnu, frelsisbaráttu Indverja... 

Anarkí er ekki stjórnleysi, heldur stjórnvaldsleysi eða hið æðsta form lýðræðis. Það merkir ekki að engin stjórn sé á nokkrum hlut, heldur að enginn hefur svo mikið vald að hann komist upp með að taka ákvarðanir í trássi við vilja almennings eða leyna upplýsingum. Anarkismi gerir einnig ráð fyrir beinni aðkomu almennings að mikilvægum ákvörðunum og beinni þátttöku. Anarkí í sinni hreinustu mynd gengur ekki upp nema í mjög liltum stjórneiningum, vegna þess hve allir þurfa að vera meðvitaðir og ábyrgir. Það er því útilokað að hér verði sú stjórnmálastefna annað en útópía næstu áratugina. Hinsvegar vildi ég gjarnan taka til fyrirmyndar þá hugmynd að vald megi ekki safnast á fáar hendur og að það megi ekki vera flókið mál að skipta út stjórnendum ef fer að bera á valdníðslu.

Reyndar hefur íslenskt samfélag mörg anarkísk einkenni nú þegar. T.d. eru mikið sjálfboðastarf, almenn kosningaþáttaka, virk samfélgasumræða og góð fundasókn allt einkenni á anarkísku samfélagi.

Ástæðan fyrir því að anarkistar eru áberandi í hópi þeirra sem hafa gripið til beinna aðgerða undanfarið er sú að til viðbótar við reiði vegna spillingar og heimskulegs stjórnarfars sem hefur leitt okkur í ógöngur, hafa anarkistar einatt mikla andúð á valdníðslu og hér hafa embættismenn og pólitíkusar misbeitt valdi sínu all rækilega.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:24

17 Smámynd: Bara Steini

Eva

Bara Steini, 10.12.2008 kl. 18:27

18 identicon

Hver hefur boðað anarkí? Kröfurnar sem hafa heyrst í mótmælum eru

-burt með ríkisstjórina

-burt með stjórn Seðlabankans

-burt með stjórn Fjármálaeftirlitsins

-burt með spillingu og valdníðslu

Ekki í neinum mótmælum sem ég hef tekið þátt í hefur þess verið krafist að anarkí verði tekið tekið upp, enda gera nú flestir sem aðhyllast anarkí sér grein fyrir því að því verður ekki komið á í einu skrefi. Það er hinsvegar mikill misskilningur hjá þér að anarkískt samfélag hlýti engum reglum og það er fremur þreytandi að lesa svona komment frá fólki sem hefur ekki hundsvit á því sem það er að tala um. Ég skal með ánægju ræða anarkisma við þig þegar þú ert búin að vinna heimavinnuna þína, en þangað til verð ég því miður að biðja þig að beina bullinu í þér að öðrum en mér.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband