Einfalt mál gert flókið.

Ekki skil ég hvers vegna í óskupunu Alþingismenn og ráðherrar hafa í gegnum tíðina verið að skammta sér einhver sérkjör á eftirlaunagreiðslum. Það er hreint og beint fáránlegt. Málið á að vera svo einfalt að þeir hafi sömu lífeyrisréttindi og aðrir opinberir starfsmenn. Mér finnst það ekki flóknara en svo.

Aftur á móti tel ég að laun þingmanns séu ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það eru margir sem hafa mun betri laun en þeir.

Það er heldur ekkert eðlilegt að t.d. bankastjórar og forstöðumaður fjármálaeftirlits séu um helmingi hærri heldur en ráðherrar.

En hvað eftirlaunin varðar ætti ein setning að duga í lagagreinina: Þingmenn og ráðherrar skulu njóta sömu kjara hvað varðar greiðslur úr lífeyrissjóði og aðrir opinberir starfsmenn.

Stígið skrefið til fulls og hættið öllum sérkjörum fyrir ykkur alþingismenn og ráðherrar.


mbl.is Eftirlaun rædd á þingi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er alveg rétt hjá þér að þingmenn og ráðherrar eiga að búa við sömu lífeyrisréttindi og almenningur. Í dag er þetta fólk eins og aðall miðalda, úr tengslum við almenning og með allt önnur kjör og réttindi og þarf ekki að bera ábyrgð á einu eða neinu.

Annars er dálítill barnaskapur að halda að línulegt samband sé á milli launa og hæfni þeirra starfsmanna sem fást í viðkomandi starf. Fræðilega séð virkar þetta þannig en ekki í reynd.

Annars er svolítið skrýtið að aðallinn í landi þessu skuli ekki sjá sóma sinn í því að skera niður hjá sjálfum sér. Af hverju eru þessir aðstoðarmenn ekki slegnir af? Fækka þarf þingmönnum og ráðherrum verulega og ganga þannig frá málum að menn beri ábyrgð og verði látnir fara ef þeir sinna ekki sínu, þeir eru jú á launum skv. því. Eitt er að fá vanhæft fólk í mikilvæg embætti, annað að láta það vera áfram í starfi eftir að vanhæfi þeirra er orðið öllum sýnilegt, það er vítavert og ábyrgðin í nú hjá viðkomandi ráðherrum. Óskandi væri að hægt væri að sækja aðilana sem áttu að koma í veg fyrir þetta hrun til saka fyrir vanrækslu í starfi.

Það er mjög skrýtið að ríkisstjórnin skuli ekki einu sinni hafa þá sjálfsbjargarviðleitni í sér að láta toppana í t.d. FME fara (ríkisstjórnin myndi auka vinsældir sínar við það). Við sem þjóð getum ekki, eftir þetta rosalega strand, haldið áfram eins og ekkert hafi gerst og ekki látið einn eða neinn (nema almenning) sæta ábyrg - nú þarf þetta að breytast.

Jón (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 08:03

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Auðvitað ættu þeir að búa við almenn lífeyrisréttindi - þeir virðast einhvernveginn allir falla í þetta far að fyrst og fremst að vernda sjálfa sig og auka við hlunnindi eins og hægt er umfram aðra, sjáið til dæmis enn fá þeir umbun umfram aðra, margra daga - jólafrí - Fengitími / Mjög langt sumarfrí - suðburður, sláttur olf - þeir vilja sig ekki hreifa úr gömlu bænda samfélagi sem er löngu úrelt - í dag þurfa allir að vinna og eru þingmenn ekki undanskildir - ég legg svo til fyrst hnífurinn er á lofti að þingmönnum verði fækkað í 43 stykki - það er lag núna !!!!

Jón Snæbjörnsson, 19.12.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband