20.12.2008 | 16:49
Hneyksli,hneyksli,hneyksli og enn meira hneyksli.
Það virðast engin takmörk fyrir því hvað menn hafa seilst langt til að tryggja sér peninga á kostnað annarra. Fréttir mbl.is sem fjalla um heimildir lykilstarfsmanna Kaupþings til hlutabréfakaupa er hneyksli.Þeir áttu enga ábyrgð að bera á lækkun hlutabréfda ásamt niðurfellingu vegna lána. Hefði verið hagnaður rann hann að sjálfsögðu til lykilstarfsmannanna.
Hver átti að borga tapið. Að sjálfsögðu við almenningurinn.
Það er hreint með ólíkindum hvernig siðferði manna hefur verið komið.
Athyglisvert er að Fjármálaeftirlitið gerði engar athugasemdir við þetta háttalag hjá Kaupþingi. Bara þetta eina dæmi sýnir að Fjármálaeftirlitrið hefur gjörsamlega brugðis sínu eftirlitshlutverki. Þessar fréttir hljóta á enn hærri kröfur um breyutingar á yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins. Það er ekki hægt að bjóða almenningi uppá að nánast allt sé óbreytt í bönkunum og Fjármálaeftirlitinu.
Ríkisstjórnin hlýtur að tilkynna breytingar nú um áramótin.Annað gengur ekki.
Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er allt á sömu bókina lært. Það hefur viðgengist algjör sjálftaka í þessu kerfi öllu saman og við sem borgum skatta og skyldur sjáum um að borga brúsann af þessu rugli öllu. Maður er alveg búinn að fá upp í kok af þessu öllu saman. Held samt að við eigum að halda gleðileg jól og taka svo á þessu eftir jól og áramót. Það verður nægur tími til að hugsa þetta upp á nýtt allt saman eftir hátíðirnar.
Já, hvernig væri nú að þeir sem stjórna þessu bananalýðveldi tækju ákvörðun um að hætta þessu sjálfstæðisbrölti og taka upp nýjan gjaldmiðil í leiðinni á meðan þeir eru að stimpla sig út. Gamla krónan er komin að fótum fram og er orðin baggi á þjóðfélaginu öllu. Förum að þessu eins og Svartfellingar.
Var að hlusta á fréttir í gær frá Belgíu. Þar bauðst ríkisstjórnin til að segja af sér öll, vegna gruns um að hafa haft áhrif á dómstóla í tengslum við úrskurð v. falls FORTIS bankans þar í landi.
Þetta finnst manni vera rétt, ef menn gera mistök sem eru óafturkræf þá segi menn af sér. Hér sitja menn eins og þeir hafi borið UHU í stólana og geti ekki staðið upp. Þetta er algjörlega út í hött. Ef að ég gerði óafturkræf mistök í mínu starfi þá myndi ég standa upp og kveðja. Megnið af þeim stjórnmálamönnum sem eru við stjórnvölinn núna höfðu á einhvern hátt, eða báru á einhvern hátt ábyrgð á því hvernig komið er fyrir landinu. Þeir ættu að sjá sóma sinn í því að standa upp og segja af sér. Ef buxurnar eru límdar í stólinn með UHU þá mega þeir bara skilja þær eftir.
Ég er hræddur um að þetta eigi bara eftir að versna. Fjölda atvinnuleysi ásamt aukinni skattheimtu, niðurskurði á öllum sviðum og minnkun opinberrrar þjónustu, þmt. skóla, sjúkrahúsa, lögreglu, velferðarþjónustu og síðan gjaldþrota fyrirtækja í miklum mæli með tilheyrandi atvinnuleysi og ömurð.
Þjóðin vill breytingar á þessu stjórnkerfi, það er bara spurningin, hvað fáum við í staðinn. Það þarf að vera betra. Hugsum málið yfir jólin.
Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Aðalsteinn Júlíusson, Húsavík.
Aðalsteinn Júlíusson, 20.12.2008 kl. 18:16
Sjálstæðisstefnan í hnotskurn leyfum þeim að græða, en þegar dæmið snýst við látum almennig borga. Svona hefur þetta ætíð verið Sigurður og það veist þú.
Það sem er öðruvísi nú er að það mun standa verulega í þjóðinni að borga þetta ef hún getur það.
Sofandaháttur sjallanna er alger. Þeir leiddu þjóðinna að feigðarósi og í þeim ósi svömlum við í núna.
Skólum og sjúkrahúsum verður lokað vegna fjárskorts á næstu árum, þetta geta allir séð sem kunna að reikna. Vextir af erlendum lánum munu taka lungann af skattfé landsmanna.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.