Samfylkingin dansar í takt við skoðanakannanir.

Rosalega held ég það hljóti að vera pirrandi fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að vera í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Það er svo áberandi hvernig Samfylkingin spilar sína stefnu og málflutning eftir því hvernig vindurinn blæs í skoðanakönnunum.Það er svo annað mál hvort ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar standa svo við stóru yfirlýsingarnar þegar á hólminn er komið.

Samfylkingin hefur dregið upp þá mynd að ef við göngum í ESB þá blasi við okkur algjör paradís. Vöruverð lækkar,vextir lækka, kaupmáttur eykst. Nýir dýrðartímar muni þá að nýju renna upp hjá íslensku þjóðinni.Þessi fallega mynd hefur notið meirihlutafylgis í skoðanakönnunum. En er þetta virkilega svona einfalt? Þarf engu að fórna? Ekki hef ég heyrt talað um það að hálfu Samfylkingarinnar. Um hvað ætlar Samfylkingin að semja til að komast í sæluvímu ESB? Hefur einhver heyrt vangaveltur um það frá Samfylkingunni? Hvað vill hún ganga langt í að fórna íslenskum yfirráðum yfir´sjávarútveginum og landbúnaðinu. Skiptir það engu?

Það er svo fróðlegt að velta því fyrir sér hvað Samfylkingin gerir ef afstaða kjósenda breytist og meirihluti verður á móti aðild að ESB eftir að málin hafa verið metin og kostir og gallar skoðaðir.

Meirihluti þjóðarinnar í skoðanakönnunum hefur viljað breytingar á Seðlabankastjórninni og að Davíð Oddsson eigi að víkja. Samfylkingin segist einnig vilja það,en hvað. Er ekki Samfylkingin í ríkisstjórn. Davíð starfar í skjóli Samfylkingarinnar og situr í Seðlabankanum áfram, þótt Samfylkingin sé eitthvað að tuldra. Allavega metur Ingibjörg ráðherrastólana meira og kyngir því að Davíð starfi í hennar skjóli.

Merkilegar eru yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar varðandi hugsanleg ráðherraskipti í ríkisstjórninni. Hún sagði,auðvitað ber okkur að hlusta á raddir fólksins,sem krefst breytinga. Já,gott og vel,en hvað svo. Önnur yfirlýsing kom svo frá Ingibjörgu. Við í Samfylkingunni ætlum ekki að breyta nema Sjálfstæðisflokkurinn geri það líka.

Hvers konar pólitík er þetta nú eiginlega. Ef Ingibjörg telur ástæðu til að breyta í sínu ráðherraliði vegna gagn rýni almennings,hvers vegna gerir hún það ekki. Hvaða máli skiptir Sjálfstæðisflokkurinn í þeim efnum. Það hlýtur að vera mál hvors flokks fyrir sig hvernig ráðherraliðið er.

Já,þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru ekki öfundsverðir að þurfa að starfa með Samfylkingunni í ríkisstjórnarsamstarfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg í takt við þeirra stíl undanfarin ár. Hver man ekki eftir skeleggri umræðu Ingibjargar og Samfylkingarinnar um að gera skurk í fiskveiðistjórnarkerfinu. Ekki hafa nú fáir gapuxarnir úr samfylkingu staðið upp á þingi og lýst frati á þetta kerfi. Siðan kom þessi fræga setning Ingibjargar strax að loknum kosningum "kvótinn er ekki svo slæmur í sjálfu sér". Er þetta ekki týpískt?

Nú er Samfylking búin að vera í ríkisstjórn í tæp tvö ár. Helsta stefnumál hennar fyrir síðustu kosningar (2003) var fiskveiðistjórnunarkerfið. Af hverju? Vegna þess að Frjálslyndi flokkurinn var að ná árangri með því að vera á móti því. Þá kastaði Samfylking ESB aðildarmálinu og fór að djöflast á kvótanum. Nú er sami flokkur í ríkisstjórn og segir ekki bofs um þetta.

Hver man ekki eftir U-beygju Samfylkingar fyrir kosningar 2007 þegar VG var að ná verulegum árangri með umhverfisstefnu sína. Það var allt í einu kokkað upp korter í kosningar einhver "stóriðjustopp í sjö ár" stefna eða hvað þetta hét. Enn og aftur var ESB aðildin sett upp á hillu, enda fiskaðist ekkert á hana.

Hvað gerist í næstu kosningum er ekki gott að segja. Líklega heldur þessi popularismi áfram hjá Samfylkingu. Spurning hvort fólk haldi áfram að kaupa svona hraðsoðnar lausnir, eða hvort fólk vilji eitthvað meira og betra.

joi (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 20:32

2 identicon

Heill og sæll; Sigurður hreppsstjóri !

Gilda má einu; hvor þessarra flokka, skimi eftir niðurstöðum skoðana kannana. Forystufólk hvorutveggju er; samansafn glæpamanna og and- íslenzkra niðurrifsafla.

Við þjóðernissinnar; hljótum, að gera þá kröfu, jafnt til þín Sigurður, líka sem annarra þeirra, hver af veglyndi og drengskap, vilja landi og lýð og fénaði vinna; allt hið bezta, að þið gangið til liðs, við okkur, hver endurreisa viljum Þjóðveldið, á ný, á alþýðu- sem og þjóðernisgrunnum, hverjir nauðsynlegir mega teljast, svo mannlífið fái einhvern snefil, möguleika þess, að fá þrifist, hér áfram - að öðrum kosti blasir við Ragnarökkur; upp knúið, af þeim illmennum, sem hér hafa, um völd og áhrif vélað, allt of lengi !

Með ágætum kveðjum, úr Efra- Ölvesi (Hveragerðis og Kotstrandar sóknum) /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 20:41

3 identicon

Ég skil ekki að enginn hafi tekið eftir þessu fyrr, ég tók eftir þessu í stjórnartíð R-listans "FROSIN TJÖRN Í 8 ÁR" + að auki valdarán Dags B Eggerssonar.

Þetta skrifast beint á reikning þeirra sem kusu þennan sirkus inn á þing en ok að undanskilini Jóhönnu Sigurðardóttir ef það má hirða eitthvað nothæft upp úr haugnum. 

Já eymd er valkostur og það er líka mín tilfinning fyrir esb. 

ljonas (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tókuð þið eftir þvík að sá orðvari maður Páll Skúlason kallaði starfshætti landstjórnarmanna í viðtali hjá Evu Maríu landráð af gáleysi en landráð engu að síður!

Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Árni Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eyddi fyrri athugasemd í ógáti.

Já, ég tók vel eftir þessu Siggi og það gengur í öllu efni í sömu átt og mín skoðun frá upphafi. Það er skelfilegt að sjá hversu margir þeirra sem tjá sig á þessum miðli hafa sagt skilið við dómgreindina og gera ekki mun á stjórnmálum og pólitískri trú. Margt af þessu fólki virðist hafa prýðilega dómgreind þegar allri pólitík sleppir. Ég hef oft flokkað þann ófögnuð undir heilkenni sem er auðvitað fötlun. Þegar fólk fer að votta stjórnvöldum okkar í dag og pólitískum embættismönnum virðingu sína og tilbeiðslu þá er ekki annað ráð en að gera krossmark fyrir sér og fara að hugsa um fagrar konur og feita sauði á fjalli.  

Árni Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Hvers vegna segir Samfylkingin að Davíð Seðlabankastjórinn sé höfuðorsökin fyrir efnahagsvanda þjóðarinnar,en lætur hann svo sitja áfram í embætti. Er það ekki ansi mikill tvískinnungur.Kjósendur hljóta að sjá í gegnum svona. Hvers vegna segir formaður Samfylkingarinnar að það verði að hlusta á raddir fólksins og gera breytingar á ráðherraliðinu,en lætur svo alla sitja áfram og segir það ekki hægt nema Sjálfstæðisflokkurinn geri það líka. Sjá kjósendur í gegnum svona málflutning.

Já,eins og oft hefur komið fram í mínum skrifum er ég ekki ánægður með allt sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert. Ég held samt að flokkurinn sé afr heilindum í stjórnarsamstarfinu og sé vanur því í stjórnarsamstarfi að samstarfsflokkurinn sé ekki hlaupandi eftir því hvernig vindurinn blæs í skoðanakönnunum.Af þeirri ástæðu finnst mörgum Sjálfstæðismanninum pirrandi að vinna með Samfylkingunni.

Ég held að Kaupþingsmenn hafi alveg vitað hvað þeir voru að gera þegar milljarðar voru fluttir á reikninga erlendir. Þar var ekki um neitt gáleysi að ræða.Ég held þeir hafi verið með fullri meðvitund og viljandi gert það sem þeir gerðu.

Sigurður Jónsson, 28.12.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband