Flott fyrir Suðurnesin og þjóðarbúið allt.

Í öllu kreppu og svartnættinu er ámægjulegt að fá svona fréttir. Við þurfum virkilega á svona framkvæmdum að halda.Það er staðreynd að 1300 manns eru atvinnulaus á Suðurnesjum. Framkvæmdir í Helguvík munu gjörbreyta ástandinu til hins betra. Fyrir Suðurnesin og allt landið er þetta mjög jákvætt. Við verðum að nýta okkur alla þá möguleika sem við höfum til að ná okkur uppúr því erfiða ástandi sem nú ríkir. Það gerist best með því að vinna að því að skapa raunhæfar gjaldeyristekjur.

Margir aðhyllast nú Vinstri græna og treysta þeim best.Halda kjósendur vikilega að framkvæmdir í Helguvík hefðu átt sér stað ef Steingrímur J.og félagar væru í forystu í ríkisstjórn. Kjósendur ættu að skoða hug sinn vel áður en þeir fela Vinstri grænum forystu.


mbl.is Helguvík í gang 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég er hjartanlega sammála fyrrverandi kennara mínum, allt rétt þarna.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.1.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Heyr, heyr, Sigurður. Við skulum endilega fela sjálfstæðismönnum stjórnina áfram.  Það hefur reynst svo frábærlega vel. Og nú er þjóðin að uppskera afleiðingarnar af stjórnvisku þeirra og framsóknarflokksins. Gæti ekki verið betra.

Þórir Kjartansson, 4.1.2009 kl. 09:18

3 identicon

Það ætla ég að vona að álverið verði að veruleika. En um fjárhagsspeki ykkar sjallanna vita allir um að hún er enginn. Þar standið þið berrassaðir úti á túni.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 11:42

4 identicon

Það er alveg ótrúleg Sigurður hvað þú ert á móti VG mér finnst að fólk þurfi að hugsa sinn gang ef það hefur ætlað sér að kjósa Íhaldið,við sjáum hvernig fór í Borginni hvernig staðan er hjá ríkinu og þar með okkur og við munum hvernig var í Garðinum meðan þú varst þar og hvernig það fór eftir kosningar. Nei allt er betra en íhaldið meira að segja Samfylkingin.

Sigurvin Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband