Heimamenn krefjast þess að orka úr neðri hluta Þjórsár verði notuð á Suðurlandi.

Miklar umræður fara nú fram um fyrirhugað álver í Helguvík,sem að sjálfsögðu er jákvætt skref í uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Nú kemur fram að þeir virðast ekki geta fengið þá miklu orku sem þarf í þetta risavaxna verkefni nema að stóla á að fá orku úr fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár.

Yfirlýsingar ganga nú á víxl,hvort þeim standi það til boða eða ekki. Hvernig væri nú samt að spyrja heimamenn hvaða skoðun þeir hafa á málinu. Sveitarfélögin fjögur sem eiga land að Þjórsá hafa myndað með sér bandalag og setja það sem skilyrði fyrir virkjunum að orka verði nýtt við uppsprettuna sjálfa til atvinnuuppbyggingar hér á Suðurlandi. Það gengur hreinlega ekki að flytja í burtu alla orkuna sem verður til hér á svæðinu. Við þurfum á atvinnuuppbyggingu að halda. Það eru ýmsir aðrir möguleikar en ný álver sem við sjáuum,sem möguleikar til atvinnuuppbygginga.

En fyrir alla muni þið sem eruð að fjalla um það hvernig þið ætlið að ráðstafa orkunni úr fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár gerið ykkur grein fyrir að við heimamenn höfum skoðanir á því máli og það verður ekki gengið framhjá því að ræða við okkur um ráðstöfunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gott.

Gestur Guðjónsson, 10.1.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Einhverra hluta vegna er mestöll sú orka sem framleidd er á Suðurlandi flutt burtu til nýtingar.En því miður eru öfl á suðurlandi áberandi sem vilja helst enga orkunýtingu eða að neitt sé virkjað yfirleitt, hvort sem það er vatn eða gufa og hefur atvinnuuppbygging á Suðurlandi liðið fyrir það.Sunnlendingar verða að taka ákvörðun hvort þeir vilji virkjanir eða ekki, en fyrir liggur að erlent fyrirtæki hætti við atvinnuuppbyggingu í Þorlákshöfn, að sögn heimamanna vegna andstöðu Sunnlendinga við að virkja.Umhverfisöfgamenn eru víða.

Sigurgeir Jónsson, 10.1.2009 kl. 05:57

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Að mörgu leyti hefur Sigurður auðvitað eitthvað til síns máls, þ.e.a.s. að orka sé nýtt þar sem hún er framleidd.

Hins vegar er ljóst að í þeim sporum, sem við nú óneitanlega erum, verður að flýta þeim framkvæmdum, sem fyrirhugaðar eru í Helguvík.

Ef við förum inn í ESB, sem ég tel mjög líklegt, er næsta víst að auka verður stuðning við landbúnað á Íslandi vegna samkeppni erlendis frá. Það verður hins vegar aðeins gert með því að hjólin fari að snúast og að útflutningur aukist. Stuðningur til bænda verður að koma úr íslenska ríkissjóðnum, því ESB borgar ekki styrkina til íslenskra bænda, þótt einhverjir dreifbýlisstyrkir komi auðvitað þaðan. Það er að mínu mati algjört frumskilyrði til að hægt sé að halda landbúnaði á Íslandi áfram eftir ESB aðild að álver rísi í Helguvík og á Bakka. Þetta ættu sunnlenskir bændur einnig að hafa í huga þegar þeir tala um virkjanir á Suðurlandi. Ef skera þarf ríkisútgjöld niður um 25-30% á næsta ári verða bændur ekki undanskildir. Þótt álverið í Helguvík sé ekkert töframeðal, er ljóst að án þeirrar uppbyggingar er bara dauði og djöfull framundan í íslensku atvinnulífi, allavega næstu 1-2 árin.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.1.2009 kl. 11:05

4 identicon

Þetta er þörf umræða. Nóg er búið að flytja úr héraðinu orkuna sem framleidd er á svæðinu. Það er bara rugl í ráðherranum að vera að gefa kost á svona stóru álveri í óvissu með orkuöflun. Ég held að það sé rétt hjá Sigurgeir að umhverfisöfgamenn séu búnir að fæla fyrirtæki frá Suðurlandi. Margir þeirra eru reyndar búsettir á Reykjavíkursvæðinu og þar eru margir sem leynt og ljóst draga sem mest þangað. Nefni Vatnajökulsþjóðgarð. Endilega þarf öll yfirstjórn hans að vera fyrir sunnan . Stundum er þessi þróun líkt og í skipastiga þar sem skipin smán saman flytjast milli hólfa. Fyrst austan úr Skaftafellssýslu út í Hvolsvöll. Síðan að Selfossi og loks til Reykjavíkur. Svona fór fyrir Símanum,Rarik  , Vegagerðinni og svo mætti telja fleira. Núna síðast sjáum við hvað er að gerast með heilbrigðismálin.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 12:00

5 identicon

Ég er nú hálfgerður hreppamaður, en eru ekki Reykjanes í Suðurkjördæmi ? Hættum  þessum hugunarhætti nafni minn, mér alveg sama hvar á landinu við sköpum atvinnu í þessu litla samfélagi okkar bara að hún komi. Við erum nú bara 300 þús. svona álíka og Stoke á Englandi eða Arhus í Danmörku, hættum því þessum heimóttabúskap.

Sigurður S. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 12:56

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég er ekki á móti vilja Suðurnesjamanna ða byggja álver í Helguvík. Það mun örugglega verða til að bæta mjög atvinnuakapandi og gott fyrirþjóðarbúið. Ég er að gagnrýna það að þingmenn og ýmsir ráðamenn tala þannig um orkuna sem verður til í neðri hluta Þjórsár eins og okkur heimamönnum komi hreinlega ekkert við hvar og hvernig hún verður nýtt.

Við verðum að hugsa fram í tímann og tryggja aað öll orkan sem til verður hér á Suðurlandi verði ekki flutt í burtu.Það munu í framtíðinni koma mörg önnur tækifæri heldur en álver. Við viljum þá hafa orku til að geta skaffað í þeirri uppbyggingu.

Það sem ég er að leggja áherslu á að það erum við heimamenn sem eigum að hafa heilmikið að segja hvernig orkan verður nýtt. Það þarf að tala við okkur.

Sigurður Jónsson, 10.1.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband