Löglegt að afskrifa 50 milljarða?

Athyglisvert er að lesa álit Viðars Más Matthíassonar,prófessors í lögum við HÍ varðandi persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum sem Kaupþing lánaði þeim.Álit prófessorsins er að bankanum hafi verið heimilt að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna.Samtals nemur upphæðin 50 milljarða. Hvað með viðskiptavini sem tóku lán hjá Kaupþingi. Verður ekki sama að ganga yfir þá. Þarf ekki að bjóða þeim að persónulegar ábyrgðir verði felldar niður.

 


mbl.is FME: Enn unnið að rannsókn á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður. Já mörgum sárnar nú svakalega hvernig hægt var að misbeita þessum almenningshlutafélögum í þágu eigin hagsmunum útvaldra græðgiskalla innan bankana sjálfra.

Margir okkar erum enn að borga af eldgömlum skuldum sem urðu til vegna þess að rekstur á fyrirtækjum okkar brást á einhverjum tímapunkti. Aldrei kom til greina að þessar skuldir yrðu afskrifaðar að neinu leyti og gengið var af mikilli hörku í innheimtunni.  Nú eru það þessir sömu menn sem án þess að blikkna afskrifuðu allt af sjálfum sér uppá litlar 50.000.000.000.- krónur og þessa upphæð má þjóðin gjöra svo vel að greiða og bæta ofan á syndaregistur þessara manna.

Ef það er til eitthvað sem er algert óréttlæti, þá er það þetta og sérstaklega svo er fyrir komið að enginn lög í landinu ná yfir þetta dj..... óréttlaæti og sukk.

Viðar Már nefnir nú að hugsanlega nái gjaldþrota lögin yfir þetta, en fer svo ekkert nánar útí það. Ég hélt nú að það væri skýrt í gjaldþrota lögum að það megi afturkalla og eyða fjármálagjörningum sem gerðir eru rétt fyrir þrot. Sérstaklega ef það er meiriháttar og skaðar verulega hið gjaldþrota bú, sem það auðvitað sannarlega gerir.

En mér segir svo hugur um að ekkert verði gert og enginn verði sóttur til saka.

Alla vegana fannst Ingibjörgu Sólrúnu í Kastljósinu alls enginn væri sekur og að ekkert skrýtið væri við það þó allir ráðamenn sætu áfram. Þvílík veruleikafyrring og sjálfafneitun hjá þessu liði.  

Er nema furða að við venjulegt fólk séum öskureitt og trúum ekki orði af því sem þetta lið segir eða gerir ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:59

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Á ég að borga skuldir sem aðrir taka, ég keipti hlutabréf og staðgreiddi þau, þau eru töpuð hver borgar mér.það er með ólíkindum ef þetta stenst lög.

Eyjólfur G Svavarsson, 10.1.2009 kl. 15:02

3 identicon

Hver pantaði þetta álit prófessorsins? Var það kannski Kaupþing?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Prófessorinn talar fyrir sig fordæmin fyrir annari túlkun í 1000 ár, hjá 98% þjóðarinnar og þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við eru öll á annan veg. Það segir meira um fessan en nokkuð annað. 

Júlíus Björnsson, 10.1.2009 kl. 18:13

5 Smámynd: Jón H B

Auðvitað er þetta kostað af Kaupþingi. þetta er alveg útlistað eins og þeir vilja koma þessu frá sér. aulaskapur ef þetta á eftir að ganga eftir.

Jón H B, 10.1.2009 kl. 18:17

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já,gott að fleiri eru undrandi á þessari túlkun prófessorsins. Mynd Halldórs í Mogganum í dag segir meira en mör orð um þessa 50 milljarða. Reyndar er það með ólíkindum eigi það að ganga eftir að 50 milljarðar verði látnir gufa upp án þess að það skapi fordæmi.

Loforð bankanna um örugga sparnaðarleið með peningabréfum hélt nú aldeilis ekki. Ég hef ekki enn heyrt neinn tala um, að bankarnir þurfi að standa við loforð sín gagnvart þeim viðskiptavinum,þótt menn tapi 20-32% af soparnaðinum.Ekki áttu nú menn heldur að geta tapað á viðbótarsparnaðinum,annað kom nú í ljós.

Sigurður Jónsson, 10.1.2009 kl. 18:26

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Allir their sem skulda Kaupþingi hljóta nú að fyllast fögnuði, allt gleymt og fyrirgefið!

Synd að skattgreiðendur og þeir sem hafa verið að reyna að spara eitthvað verða að borga brúsann. 

Hörður Þórðarson, 10.1.2009 kl. 19:35

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að sleppa við að borga 50 miljarðar er það ekki auðgunar brot?  Ég myndi nú kalla það gróða ef ég gæti afskrifað 50 milljarða. 

Það er vel hægt að lifa af 135.000 í vinnu hjá sprotafyrirtæki. Svo ekki getur þetta verið af kristilegum kærleik gert við aðila.

Það er samráð að réttlæta slíka glæpa túlkun.

Júlíus Björnsson, 10.1.2009 kl. 19:46

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo geta aðilar bara farið og leitað sér vinnu annarstaðar ESB er opið þökk sé ESS. 

Júlíus Björnsson, 10.1.2009 kl. 19:48

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef prófessorinn segir þetta þá er það trúlega rétt. Lögin eru bara svona. Ef við viljum hafa þetta öðruvísi verðum við að breyta lögunum. Ég væri hlynntur því.

Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 20:01

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það munu nú sumir álykta sem svo að ef maður er sekur þá sekt hans er sönnuð, þá er hægt að segja allt og gera allt sem ekki verður sannað ólöglegt. Á það sér í lagi við um lögfræðinga og dómara nú á síðari tímum. Sönnunarbyrðin kostar sitt og á því hagnast þeir sem vita betur.

Júlíus Björnsson, 10.1.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband