24.1.2009 | 13:27
Vill þjóðin þetta fólk í forystu?
Það gengur hreinlega fram af manni að heyra yfirlýsingar sumra forustumanna mótmælanda varðandi veikindi Geirs H.Haarde. Meirihluti þjóðarinnar er sleginn yfir þessum tíðindum hvað sem pólitískar skoðanir varðar,nema einhver hópur mótmælenda.
Ég var svo undrandi að heyra það sem Hörður Torfason lét frá sér fara.Ýjað að því að þetta væri bara póltískt trix hjá Geir. Það ætti ekki að blanda saman stjórnmálum og einkalífi.Ég hafði heil mikið álit á Herði Torfa og fannst hans framtak um friðsöm mótmæli ágætt.En nú hef ég misst álit á manninum.
Guðrún Tryggvadóttir lýsir því yfir að Geir hafi verið heppin að veikjast alvarlega.
Hvers konar fólk er þetta eiginlega sem hugsar svona.
Er það þetta fólk sem við viljum fá til að veita forystu réttlátara samfélagi á Íslandi.
Ég hafna forystu svona hugsandi fólks.
Ekki farin að finna til með honum ennþá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rugl, mótmælin hafa ALDREI snúist um að "þetta fólk" verði í forystu.
Mótmælin hafa snúist um að skríllinn í stjórnarráðinu reki pakkið í seðlabankanum og láti síðan af störfum til þess að HÆFT fólk geti tekið við.
Þeir sem mótmæla hafa lagt á það áherzlu að HÆFT fólk sé í öllum stöðum, að virtir hagfræðingar séu við völd í seðlabanka, ekki afdankaðir trúar/stjórnmálaleiðtogar
Það er útúrsnúningur að gefa annað í skyn.
Ragnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:20
Ég óska Geir alls góðs í baráttu sinni við krabbamaeinið. Ég gleðst yfir væntanlegum kosningum. En nú kallar torgið. Ég þarf að fara að mótmæla. Kalla fram ríkisstjórn sem hefur í sér dug til að reka stjórn Seðlabankans sem brást og reka stjórn Fjármálaeftirlitsins sem brást. Fyrst þessir embættismenn hafa ekki siðferðisþrek til að segja af sér sjálfir. Síðar þarf að kalla saman stjórnlagaþing og mynda Annað lýveldi Íslands. Aldrei aftur má það gerast að tveir flokkar nái slíkum undirtökum áratugum saman í íslenskum stjórnmálum. Til þess að lýðræði virki þurfa flokkarnir að hafa völdin á víxl. Annað býður hættulegri spillingu heim, eins og reynslan hefur sýnt.
Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:52
Þetta er alveg einstök skýring á lýðræði að það virki aðeins ef flokkar fái völdin á víxl.
Ef einhver flokkur er lýðræðisleg kjörinn, segjum 4 skipti í röð á hann þá að eftirláta völdin til einhverra annarra til þess að lýðræðinu sé náð..............skrýtið lýðræði !!!!!!!!!!!!!!! hvað segir meirihlutinn sem kaus hann?
doddi45 (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:01
Kýrnar rata á básana sína fyrir utan örfáar frjálhyggjukýr sem alltaf leita uppi aðra bása í þeirri von að þar leynst betra hey. Sjálfstæðismenn er öðrum tryggum flokksmönnum til fyrirmyndar og rata oftast umhugsunarlaust á sinn bás í kosningum. Nú er svo komið að stór hluti gamalla og traustra sjálfstæðismanna er búinn að fá nóg. Fjósið er orðið einskonar lausgöngufjós og kýrnar eru ýmist farnar að leita uppi önnur fjós eða hreinlega rangla um í fullkomnu umkomuleysi. Nú er óljóst hvort mjólkurinnleggið nægir til kaupa á áburði á túnið fyrir næstu kosningar. Ég held nefnilega að nú þurfi að auka áburðargjöfina og fóðurbætinn að mun ef ekki á illa að fara.
Hefurðu nokkuð rætt þessa hluti við þína menn Sigurður?
Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 17:14
Ég finn ekkert til með honum, í því fellst hinsvegar engin dauðaósk honum til handa, frekar bara að mér finnst hans persónulegu hagir ekki koma mér við. Hann er enn sami vanhæfi forsetisráðherrann og það er eini hluti af persónu hans sem kemur mér við. Ég myndi ekki vilja vera skorin upp af óhæfum skurðlækni þrátt fyrir að hann haldi starfinu sínu afþví hann hefur það svo skítt í sínu persónulega lífi. Hver er munurinn?
Anna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:00
Það er fullt af fólki veikt á Íslandi og á hverjum degi greinast sjúkdómar hjá fólki og við höfum samúð öllum. En að fara að blanda umræðum um persónuleg veikindi við stjórnmál er óskiljanlegt. Fólk sem er veikt á ekki að standa í erfiðum verkefnum. Það er svívirðileg móðgun við fólk sem er að missa eignir og vinnu að veikt fólk skuli mæta til vinnu og halda í völd með hálfri orku og skertri dómgreind.
En fólk sem er vant að láta kúga sig, á erfitt með að sparka vananum út.
Doddi D (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:14
Mér finnst það ósmekklega í þessu vera að kalla til blaðamannafundar og hræra þar saman stjórnmálalegum vangaveltum og sjúkrasögu sinni í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu.
Guð blessi Geir
Snæbjörn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:51
Og aldrei fleirri á Austurvelli! Þetta hljóta að vera útlendingar, eða hvað!
Auðun Gíslason, 24.1.2009 kl. 19:50
Þetta eru mest aðkomumenn Auðun!
Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 20:35
Fyrir þá sem enn eru að velkjast í vafa um hvað Hörður Torfason sagði er hægt að hlusta á það hér:
http://www.mbl.is/media/96/1196.wav
Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 20:38
Sigurður. Fáður þér aftur í bollann! Hvaða fólk er þetta eiginlega, um 7000 manns sem komu á Austurvöll í dag. Ætli þetta séu geimverur????
Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:11
Gunnar. Þér er alveg frjálst að hafa allt aðra skoðun á mönnum og stjórnmálaflokkum heldur en ég hef. Mér dettur ekki í hug að kalla þig fífl þótt þú hafir aðrar skoðanir en ég.
Sigurður Jónsson, 24.1.2009 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.