Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera breytingar. " Enginn einstaklingur er svo merkilegur að hann sé merkilegri en hagsmunir flokksins."

Það væri synd að segja að einhver lognmolla ríkti í stjórnmálunum. Staðan breytist nú dag frá degi,þannig að ekki er vitað í dag hvort ríkisstjórnin verður á morgun eða ekki.Forysta Sjálfstæðisflokksins verður nú að gera nauðsynlegar breytingar eigi flokkurinn ekki að bíða algjört afhroð í kosningunum í vor. Það er krafa margra Sjálfstæðismanna að breytingar eigi sér stað.

Það sem ég notaði í fyrirsögnina að ofan er það sem Geir H.Haarde viðhafði þegar rætt var framtíð Vilhjálms sem borgarstjóra.

Það hreinlega gengur ekki að forysta Sjálftsæðisflokksins meti stöðuna þannig að ekki megi hrófla við stjórn Seðlabankans og að ekki megi gera breytingar á ráðherraliðinu.Það hefur engin axlað ábyrgð í rúma 100 daga fyrr en Björgvin ríður á vaðið. Sjálfstæðisflokkurinn verður í framhaldinu að axla ábyrgð.

Nú liggur það fyrir að viðskiptaráðherra,stjórn og framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins láta af störfum.Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að láta Davíð sitja áfram sem Seðlabankastjóra tel ég það geta orðið Sjálfstæðisflokknum ofboðslega dýrkeypt. Ég var hrifinn af Davíð sem stjórnmálamanni,en ég get ekki séð neina skynsemi í því að við fórnum flokknum fyrir hans eigin hagsmuni.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að sjá til þess að breytingar eigi sér stað,þannig að hægt sé að skapa meiri frið um endurreisn þjóðar okkar.

Það verður kosið í vor og þá munu kjósendur segja sitt álit. Það er svo stuttur tími þangað til að skynsamlegast hlýtur að vera að núverandi stjórnarflokkarnir starfi sem starfsstjórn fram að kosningum. Eftir sem áður þurfa þeir að gera ákveðnar breytingar nú þegar til að skapa meiri frið í þjóðfélaginu. Eftir kosningar mun svo Alþingi fá nýtt umboð.

Mér finnst það ansi hart ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að rétta Steingrími J. og Vinstri grænum völdin á silfurfati bara af því það megi ekki hrófla við Davíð Seðlabankastjóra eða í ráðherraliðinu.

Auðvitað er ekki allt sem miður hefur farið í efnahagsmálum okkar Davíð að kenna,en hann ber sína ábyrgð á því hvernig komið er og verður því að standa upp eins og framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir,alþingismaður,hefur talað mjög skýrt um það að Sjálfstæðisflokkurinn verði að gera breytingar á stjórn Seðlabankans og segir raunverulega allt sem segja þarf.

Ég og örugglega margir Sjálfstæðismenn bíða frétta á morgun. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að eiga góða möguleika í næstu kosningum eða ætlar hann að bíða afhroð bara af því ekki megi gera neinar breytingar í Seðlabankanum og ráðherraliðinu.

Áframhaldandi stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn fer ansi mikið eftir hver niðurstaðan verður.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú styður þá flokksræðið. Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddsson í broddi fylkingar á stærstan þátt í því hvernig komið er fyrir okkur og þessvegna skil ég ekki í því að málsmetandi fólk sé ekki búið að kveðja þetta stjórnmálaafl sem er svo rotið að maður ýmist setur hljóðan eða æsir sig upp á háa „céið“.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hrófla við Davíð ? Ertu brjálaður ? Þú ert hér með kominn á svarta listann hjá innra eftirlitinu í Valhöll. Hvar áttu heima ?

hilmar jónsson, 25.1.2009 kl. 20:37

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Að sjálfsögðu á Geir að rjúfa þing og boða til kosnina.  Það er bara þvílíkur velsældómur að láta Samfylkinguna kúga okkur í þessum efnum.  Baugsveldið þrýstir þannig á Samfylkinguna með Hallgrím Helgason blaðafulltrúa Baugs í broddi fylkingar, að þau hafa stillt Sjálfstæðisflokknum upp við vegg.  '

Engir flokkshagsmunir eru ofar sannleikanum og réttlætinu Sigurður, það er Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem á að skammast sín og segja strax af sér þingmennsku.  Einnig hvet ég alla til að strika út nafn hennar í kosningunum í vor, fái hún þá brautargengi í prófkjöri, sem ég nú stórlega efast um.

Sigurður Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Bættu þessu við fyrirsögnina: "og engin þjóð", því þjóð er jú ekkert annað en samansafn einstaklinga

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.1.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skemmtilegt að þú segir þetta, því ég sagði það nákvæmlega sama á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings fyrir 4 dögum síðan!

Ég hélt satt best að segja að ég væri einn um þessa skoðun! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.1.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er svo margt skrítið þessa dagana ,það virðist alveg vera ómögulegt að taka einhverjar ákvarðanir ,að hlusta á Ingibjörgu eða Geir ,get ekki svarað ,veit ekki ,hefur ekki verið rætt,kannski .

Hvað er með að taka einhverja ákvörðun og standa við hana á hvern veg sem hún er .

Að Davíð skuli ekki sjálfur hafa þann manndóm í sér að segja sig frá starfi Bankastjóra sýnir best hans karakter ,meira að segja Jón Sigurðsson íhugar að segja af sér stjórnarmennsku i Bankaráði Seðlabankans .

 

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 25.1.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

Þessi pistill er á sömu nótum og ég hef skrifað undanfarna daga! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.1.2009 kl. 21:25

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sisi...

Hefur þú eitthvað fyrir þér í því að Hallgrímur Helgason sé blaðafulltrúi baugsmanna ? ... Má ég kannski fá að spyrja hann persónulega út í þessa fullyrðingu þína og vitna í bloggið þitt ? Eitthvað grunar mig að þetta er enn eitt íhaldsþvaðrið sem engin fótur er fyrir.  Ef sjálfstæðimenn geta ekki verið málefnalegri en þetta þá er nátturulega löngu orðið ljóst að þetta bandalag er skítfallið. 

Brynjar Jóhannsson, 25.1.2009 kl. 21:46

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sammála Brynjari.  Hallgrímur Helgason er ekki blaðafulltrúi Baugsveldisins nema síður sé.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er skelegg og heiðarlegur pólítíkus en því miður á rangri hillu.  Það væri eftir íhaldinu að láta hana gjalda þess að tjá sína sannfæringu. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 21:52

10 identicon

Hefur einhver snefil áhyggjur af þessum óábyrga flokki - þeir virðast ætla að sjá um sín örlög sjálfir.

Og Davíð hlær eins og púkinn á fjósbitanum af þessum ræflum.

ag (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:12

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvernig var lagið aftur..... SISI fríkar út... 

Það er annars aumi málflutningurinn að ætla að Baugur hafi eitthvað með afsögn viðskiptaráðherra að gera.  Hættið nú alveg.

Anna Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 23:15

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það eru engir hagsmunir flokks fremri hagsmunum þjóðar...er það nokkuð????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 12:55

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er búið mál. Geir, sem sagði að enginn einn væri mikilvægari flokknum en fórnaði honum samt fyrir Davíð, er farinn.

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 14:20

14 Smámynd: Alli

Það kom loksins að því að hrokagikkurinn Davíð Oddsson varð Sjálfstæðisflokknum að falli!  Til hamingju, sjálfstæðismenn.

Alli, 26.1.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband