Hefði Davíð getað höggvið á hnútinn.Hluti Samfylkingarinnar var alltaf í stjórnarandstöðu.

Jæja,þá er ríkisstjórnin sprungin og spurning hvað nú tekur við fram að kosningum.Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort Steingrímur J. verður tilbúinn að bakka með allt gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,en Samfylkingin lagði á sínum tíma höfuðáherslu á að ganga til samstarfs við hann.Steingrímur J. hefur sagt að ekki þurfi að skera niður. Fróðlegt verður að sjá hvernig leysa á vandann. Ennþá hefur engin heyrt tillögur VG í þeim efnum.

Auðvitað veltur maður því fyrir sér hvort stjórnarsamstarfið hafi sprungið vegna þess að ekki var lagt í breytingar á stjórn Seðlabankans.Gat Davíð leyst vandann með því að standa upp úr sínum stól? Ég reyndar skil ekki að hann skyldi ekki bjóðast til þess því nú er sú staða komin upp að Seðlabankastjórnin verður látin fjúka.

Krafa Samfylkingarinnar að fá embætti forsætisráðherra er sett fram til þess að ljúka stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki látið undan þeirri kröfu, hún er óaðgengileg.

Nú kemur það fram í yfirlýsingum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að ekki sé um málefnaágreining að ræða,þannig það er undarlegt að það skuli þurfa að slía stjórnarsamstarfinu.

Hver höndin hefur verið upp á móti annarri í Samfylkingunni og stór hluti af flokknum hefur verið frá byrjun í stjórnarandstöðu. Einhvern fannst manni það liggja í loftinu að stjórnin ætti ekki neina framtíð fyrir sér þegar Samfylkingin mældist aðeins með 16% í skoðanakönnun fyrir nokkru.

Forysta Sjálfstæðisflokksins þarf að gefa okkur óbreyttum fylgismönnum skýringar á því hvers vegna mátti ekki hrófla við stjórn Seðlabankans.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin var í stjórnarandstöðu við sjálfa sig og því fær enginn breytt. Nú hlýtur hinn fyrrum sátti hluti hennar að taka upp á því sama gagnvart vinstri arminum. Ég er mjög ósátt við margt sem gerðist eða ekki gerðist hjá Sjálfstæðisflokknum. Fyrst og fremst fannst mér fáránlega léleg upplýsingagjöf til almennings, ennþá fáránlegra að Davíð skyldi ekki víkja strax og fl. í þeim dúr. Mér fannst forystan lamast full mikið og ekki ná tengslum við þjóðina. Mér finnst aftur á móti ótækt að sætta sig við að láta forsætisráðherraembættið til þeirra samfylkingarmanna. Ég vona þjóðarinnar vegna að nú takist að framkvæma eitthvað sem vit er í og hefur áhrif til hjálpar heimilum og fyrirtækjum en því miður á ég ekki von á því. Það tók Samfylkinguna 3 ár að ákveða hvað þeir ættu að heita og nú er þarna stór fiskisúpa af allskonar sundurleitum vinstrimönnum sem aldrei hefur tekist að halda aga eða stefnu. Nú söfnum við bara kröftum og tökum til í eigin ranni.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828218

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband