27.1.2009 | 17:49
Hvenær verður kosið? Enn og aftur er komin upp sú staða að Framsókn getur ráðið öllu þótt lítil sé.
Fróðlegt verður að sjá hvaða dag Alþingiskosningar eiga að fara fram. Síðustu vikurnar hafa Vinstri grænir hrópað, kosningar strax. Ungliðahreyfing Vinstri grænna er orðin há saf hrópunum,kjósum strax.Steingrímur J.lagði áherslu á að kjósa þyrfti strax til að Alþingi fengi nýtt umboð til að mynda ríkisstjórn
Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort Steingrímur J.gefur þetta eftir nái hann að setjast í ráðherrastól.Samkvæmt fyrri orðum er útilokað að geyma kosningar fram í maí.
Merkilegt er það í íslenskri pólitík að enn einu sinni er komin upp sú staða að Framsóknarflokkurinn er með öll trompin á hendinni. Það er ekki hægt að mynda minnihlutastjórn til vinstri nema Framsóknarflokkurinn verji hana falli. Þeir eru þá mikið breyttir Framsóknarmenn ef þeir vilja ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Að sjálfsögðu gæti svo Framsókn varið minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins falli,en það er nú frekar ótrúlegt að sú staða komi upp.
Samfylkingin og Vinstri grænir hafa nú stundum gagnrýnt það hversu mikil áhrif lítill flokkur eins og Framsóknarflokkurinn hefði. Það væri á engan hátt í samræmi við kjörfylgi og alls ekki í anda lýðræðisins. Trúlega hafa Samfylkingin og VG breytt hressilega yfir þessar yfirlýsingar sínar þegar þau þurfa að stóla á Farmsókn til að geta tyllt sér í ráðherrastólana.
Hvað ætli Framsókn fái fyrir sinn snúð? Er forseti Alþingis nógu góður biti eða verða það einhver málefni.
Fróðlegt verður einnig að sjá hvort Samfylkingin samþykkir að samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verður tekinn til endurskoðunar. Það var nú helsta baráttumál Samfylkingarinnar að semja við sóðinn.
Ætla Vinstri grænir að samþykkja að fresta kosningunum svo hægt verði að kjósa um ESB?
Sigmundur Davíð kemur á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.