Hvers vegna var hætt með Kompás þáttinn á Stöð 2.?

Kompás þátturinn á Stöð 2 tók á ýmsum málum í þjóðfélaginu og hafði örugglega gott áhrif. Oft á tíðum skapaðist mikil umræða um umfjöllun Kompásmanna. Nú ætluðu þáttastjórnendurnir að taka fyrir fjármálageirann og ótrúlegan flutning á fjármagni úr landinu. Lánveitingar sem vekja upp ýmsar spurningar. Peningar fluttir í skjól í skattaparadísir.

Hvað gerist þá? Kompásþættirnir lagðir af og stjórnendum þáttarins sagt upp störfum.

Getur verið að Jón góði Ásgeir eigi hér einhvern hlut að máli. Var þetta eitthvað óþægileg umfjöllun fyrir hann?

Ætli það séu nú ekki fleiri en áður sem sjá að óheppilegt er fjölmiðlar safnist á fáar hendur, sem geta stjórnað umræðunni.

Ætli Ólafur Ragnar sé enn jafn sannfærður um að rétt hafi verið að sniðganga meirihluta Alþingis.

Reyndar eru vinnubrögð forsetans dálítið furðuleg núna varðandi hugsanlega stjórnarmyndun. Hann hefur gefið út nokkurs konar stefnuskrá fyrir ríkisstjórnina og haft skoðun á því að fólk utan þings eigi að setjast í ríkisstjórnina. Er forsetinn ekki enn á ný kominn út fyrir sitt verksvið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gallinn við ykkur Sjálfstæðismenn er að þið sjáið alls ekkert athugavert við að allir fjölmiðlar séu á hendi sama stjórnmálaflokks ef sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkur. Þ.e. þið/Davíð Oddsson fjargviðrist yfir að menn úr þeim armi Sjálfstæðisflokks sem ekki er helstu stuðningsmenn Davíðs ráði bæði stórri útvarpsstöð, Sjónvarpsstöð og öðru stærsta dagblaðinu eða næstum jafn miklu og hans stuðningsmenn sem ráða Rúv-útvarpi, Rúv-sjónvarpi og Mogganum en þið/þeir hafa ekkert útá það að setja og engar tillögur því til lausnar að einn og sami stjórnmálaflokkur ráði  öllum fjölmiðlum í landinu.

- Það er okkar mesta böl.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.1.2009 kl. 10:30

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Annars ættu allir að segja upp stöð 2 núna, ég tek undir það. Stöðin er komin langt útfyrir allt ásættanlegt velsæmi í einlituðum fréttaflutningi og yfirlýsingum forstjórans.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.1.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Kristján Logason

Held að Ólafur Ragnar sé jafn sannfærður og fyrr end hárrétt ákvörðun.

 Hins vegar ef menn líta óhlutdrægt á málin mátti leggja fram VITRÆNT frumvarp um eignarhlut manna í fjölmiðlum. 

 Það hefði betur verið gert í stað þess að fara fram með því offorsi sem gert var.

Svo hefði mátt gæta að því í leiðinni að afskipti pólitíkusa væri ekkert af RÚV þá hefðu allir getað samþykkt nýtt frumvarp.

 
Þess í stað sitjum við uppi með engan fjölmiðil sem er treystandi.

Allir tapa. Menningarsagan mest 

Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband