Eru Vinstri grænir orðnir ESB flokkur?

Merkileg finnst mér yfirlýsing Össurar utanríkisráðherra að það sé nú allt annað viðhorf hjá Vinstri grænum í afstöðunni til ESB heldur en Sjálfstæðisflokksins.

Hingað til hafa nú Vinstri grænir verið taldir einna harðastir andstæðingar varðandi aðild að ESB. Nú hljóta Vinstri grænir að þurfa að svara kjósendum hvort Össur fer með rétt mál Hefur afstaða Vinstri grænna breyst við það eitt að komast í samstarf með Samfylkingunni.

Fjölmiðlar hljóta nú að ganga hart á forystumenn Vinstri grænna og leita eftir svörum hvort þeir séu búnir að snúa við blaðinu. Eru Vinstri grænir komnir með það á stefnuskrá sína að rétt sé að taka upp aðildarviðræður við ESB.

Alveg er ég viss um að einhverjir stuðningmenn Vinstri grænna hafa hrokkið illilega við þegar Össur upplýsier að VG séu hinir þægilegustu við Samfylkinguna hvað varðar ESB.

Ég sem hélt alltaf að VG væru nokkð stefnufastir. Annað hefur komið í ljós.


mbl.is Tvö hænufet og tvíhöfða þurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki bara best að VG túlki sína stefnu sjálfir, en Össur fái bara að segja sínar skoðanir óáreittur. Það er nefnilega þannig minn kæri Sigurður, að ,,skoðanir" Össurar jafngilda ,,ekki" stefnu Vinstri grænna nokkru máli.

Ég er ekkert hissa á því að Össuri líði ögn betur við hlið VG en Sjálfstæðisflokknum. Hann var nú einu sinni á Þjóðviljanum, en hefur smám saman orðið bleikari með aldrinum. Það gerist hjá sumum.

Kveðja að vestan

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:33

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Kannast ekki við að allt logi í illdeilum innan Sjálfstæðisflokksins um ESB.Hér um slóðir er einhugur um andstöðu gegn ESB aðild hjá sjálfstæðismönnum og mikið fleirum.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.2.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Flokkurinn þinn logar stafnanna á milli vegna ESB. Það er svo sem ekki nema mannlegt að reyna að draga athyglina frá því. Þessutan er aðildarumsókn alls ekki á dagskrá þessarar stjórnar. Það eru önnur og miklu brýnni verkefni að fást við nú.

Sigurður Sveinsson, 12.2.2009 kl. 16:55

4 identicon

Öðru vísi mér áður brá: VG túlki stefnu sína sjálfir.  Ég hef nú varla komist hænufet hér á blogginu undanfarnar vikur, án þess að rekast á túlkun eitilharðra Vinstri grænna (og fv.kommúnista) á stefnu Sjálfstæðisflokksins. En þeir hafa e.t.v. einkaleyfi á að túlka "stefnu" annarra flokka? Það breytist margt hratt í pólitíkinni um þessar mundir.

Högni V.G. (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:06

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sigurður Sveinsson, þú segir logar stafnanna á milli vegna ESB í Sjálfstæðisflokknum, ég tel að þú sért að misskilja þetta eitthvað, þetta kallast að hafa lýðræðislegar skoðanir, Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur margra skoðanna, hverjum dettur það í hug að það sé bara ein skoðun í einhverjum flokki, allavega ekki í Samfylkingunni, þar sem eru margir flokkar í einum flokki, tær snilld.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.2.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband