Hvað með Ögmund Jónasson? Þarf hann ekki að biðjast afsökunar?

Í fjölmiðlum hefur komið fram að lífeyrissjóður opinberra starfsmanna tapaði 30 milljörðum króna.Þetta sýnir að forystumenn sjóðsins hafa spilað ansi djarflega með peninga sjóðsins. Formaður BSRB er Ögmundur Jónasson og á hann einnig sæti í stjórn LSR.Nú er það svo að þetta tap mun ekki hafa áhrif á lífeyrissgreiðslur til félaga í BSRB,en það eru skattgreiðundur sem þurfa að bera skaðann.

Varðandi fréttirnar um þetta mikla tap sjóðsins hefur maður ekki heyrt mikið af upphrópunum og gagnrýni frá Vinstri grænum. Reyndar bara ekki neitt. Ögmundur hlýtur að bera mikla ábyrgð á að sjóðurinn skuli hafa tapað svo miklu fjármagni á röngum fjárfestingum eða hvað?

það hlýtur nú að vera krafa félagsmanna BSRB og reyndar allra skattgreiðenda að Ögmundur Jónasson biðji þjóðina afsökunar á því hvernig stjórn LSR fór með peninga sjóðfélaganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er það svo að þó svo að Ögmundur Jónasson hafi verið einn af stjórnarmönnum í stjórn LSR þá hefur hann ekki verið forstjóri sjóðsins eða einn og sér meirhluti stjórnarinnar.   Margsinnis hefur komið fram gagnrýni hans á fjárfestingarstefnu sjóðsins og almennt á græðgisvæðinguna.

Menn sem vilja, muna kanski líka eftir mjög harðri gagnrýni hans á græðgisvæðingu bankakerfisins.

Þannig að ég tel nú að þér væri nær og að mörgu leiti nærtækara hjá þér að líta þér nær að alvöru blórabögglum vegna þess sem aflaga fór hér vegna bankahrunsins. 

Betur hefði verið að við hefðum haft fleiri í stjórnsýslunni jafn heiðarlega og samviskusama sem Ögmundur Jónasson er.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Hvar er fólkið með pottana og pönnurnar núna ?

Elvar Atli Konráðsson, 31.3.2009 kl. 12:47

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Samkv.áreiðanlegum heimildum er staðan miklu verri.

Sjá, a bloggi mínu úttekt á stöðu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna þar sem ég tek sjóðinn sérstaklega fyrir fegrun bókhalds.

Þorgeir Eyjólfsson telur fólk vera fífl !

Kv.

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 31.3.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Alveg er ég viss um að Ögmundur er heiðarlegur stjórnmálamaður,en það breytir ekki því að hann eins og svo margur annar hafði trú á því sem síðar reyndust spilaborgir.Lífeyrissjóður starfsfólks hans tapaði 30 milljörðum,sem almenningur verður svo að greiða í hærri sköttum.Ögmundur hefur ekkert til sparað að gagnrýna aðra og heimtað afsökunarbeiðni.Í þessu tilfelli var það undir hans tjórn sem þetta mikla tap varð vegna þátttöku í vitleysunni.

Sigurður Jónsson, 31.3.2009 kl. 15:27

5 identicon

Ef skoðuð eru lög um lífeyrissjóði, kemur í ljós að lífeyrissjóðum bar skylda til að fjárfesta með hæstu ávöxtun. Gagnrýndi enginn þetta nema Ögmundur Jónasson, einsog ræður og bókanir bera vott um. Hann lagði til að lögunum yrði breytt þannig að lífeyrissjóðum bæri skylda til að leita öruggustu ávöxtunar ekki hæstu ávöxtunar. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir. Ennfremur hækkaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heimild til að kaupa hlutabréf um áramótin 2007/2008 úr 20% í 25% enda þurftu vinir þeirra í bönkunum að ná meiri lífeyrissjóðspeningum til sín. Á sama tíma gættu stjórnarflokkarnir þess einnig að taka af markaði ríkisskuldabréf þannig að ekki var mögulegt fyrir lífeyrissjóðina að kaupa slík bréf.

Ekki trúi ég því að menn séu að reyna koma höggi á þann mann sem barðist harðast gegn óöruggri ávöxtun og vildi fara aðrar leiðir. Af hverju vilja menn það? 

Doddi D (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:54

6 identicon

Ögmundur er einn heiðarlegasti stjórnmálamaður okkar. Hann var einn af fáum sem gagnrýndi bankanna harðlega og sá í gegnum þennan glæfraleik þeirra. Málefni lífeyrissjóðanna þarf að rannsaka frá a-ö. Svo þarf að breyta þessu kerfi alveg . Við eigum ekki að taka því þegjandi að það sé verið að gambla með peningana okkar.

Ína (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 828256

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband