Kjósendur þurfa að vita fyrir kosningar hvað gera á í Samgöngumálum.

Nauðsynlegt er að Samfylkingin og Vinstri grænir birti sameiginlega stefnu sína í samgöngumálum fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir ætli að starfa saman í Vinstri stjórn eftir kosningar. Hver er þeirra sameiginlega stefna í samgöngumálum.Kjósendur verða að fá að vita þeirra sameiginlega stefnu. Það þýðir ekki að segja aðö það verði samið um það eftir kosningar.Spilin á borðið í samgöngumálunum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað sér  skýra stefnu í samgöngumálum.

Samgöngukerfi landsins hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár. Aðgerðir hafa miðað að því að treysta byggð í landinu og gera samgöngur öruggari og hagkvæmari. Ráðist hefur verið í umfangsmiklar vegaframkvæmdir og jarðgangagerð ásamt verulegum umbótum á sviði hafna og flugvalla. Áhersla hefur verið á bætt umferðaröryggi og umferðarmenningu.

Samgöngur á landi
Þó að miklum fjármunum hafi verið varið í uppbyggingu samgangna á landi vantar enn verulega upp á að grunnnet samgangna á landi geti talist viðunandi m.t.t. byggðaþróunar, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggðarlaga til búsetu og atvinnuuppbyggingar. Unnið skal áfram eftir Samgönguáætlun 2006. Standa þarf vörð um að niðurskurður komi ekki niður á þjóðhagslega hagkvæmum verkefnum, eins og mikilvægum samgöngubótum.

Við áframhaldandi uppbyggingu samgangna á landi eru eftirfarandi áherslur og markmið:
•    Við forgangsröðun samgöngumannvirkja verði tekið tillit til umferðarmagns, öryggis og hagkvæmni. Líta þarf sérstaklega til alþjóðlegra staðla um öryggi og gæðaflokkun vega. Sérstaklega skal leggja áherslu á  framkvæmdir sem eru mannaflsfrekar.
•    Að líta sérstaklega til möguleika á annars konar fjármögnun samgöngumannvirkja en beinna fjárframlaga af fjárlögum.
•    Að horfa til styttingar vegalengda og aukinnar burðargetu vegakerfisins, bæði innan fjórðunga og milli landssvæða. 
•    Að staðið verði við jarðgangnaáætlun sem hefur verið samþykkt. Útboð Norðfjarðarganga verði klárað og haldið verði áfram undirbúningsvinnu við Dýrafjarðar- og Vaðlaheiðargöng.
•    Að ljúka við lagningu bundins slitlags á þjóðvegi 1 innan 4 ára.
•    Að unnið verði markvisst að því að fækka malarvegum og einbreiðum brúm á stofnvegum og tengivegum.
•    Að unnið verði að uppbyggingu stofnvega til og frá höfuðborgarsvæðinu m.t.t. umferðarþunga..
•    Að unnið verði að uppbyggingu stofnvega á höfuðborgarsvæðinu m.t.t. umferðarmagns, afkastagetu, forgangs almenningssamgangna og mengunar. Jafnframt að unnið verði markvisst að gerð Sundabrautar.
•   Allt stefnir í aukna sókn ferðamanna að helstu náttúruperlum landsins. Landsfundur vill að sett verði fram áætlun í uppbyggingu ferðamannavega og aðgengi að vinsælum svæðum. Unnið verði markvisst út frá þeirri áætlun með það að markmiði að ferðamenn geti skoðað landið á öruggan hátt. Náttúruvernd skal höfð að leiðarljósi við slíkar framkvæmdir.
•    Að unnið verði heildstætt að uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í þéttbýli og milli stórra þéttbýlisstaða. Fella skal niður alla tolla og vörugjöld af reiðhjólum og öðrum sambærilegum mengunarlausum farartækjum.
•    Að ýtt verði undir notkun einkabíla og almenningsvagna sem knúnir eru vistvænni orku,
•    Að almenningssamgöngur verði efldar þar sem því verður við komið.
•    Að jaðarbyggðir verði tengdar við stærri atvinnusvæði með viðeigandi hætti.

Samgöngur á sjó
Vegna landfræðilegrar legu Íslands verða samgöngur á sjó ætíð mikilvægur þáttur í samgöngum þjóðarinnar og vill landsfundur að vel verði að þeim staðið. Landsfundur hvetur til frekari sameininga hafna á landsvísu.

Eftirfarandi áherslur og markmið eru varðandi samgöngur á sjó og hafnarmannvirki:
•    Að samkeppnisstaða flutningaleiða á landi og sjó verði jöfnuð eins og kostur er. 
•    Að siglingaleiðum við Suðvesturland verði breytt að nýju. Greint verði annars vegar á milli kaupskipa sem flytja hættulegan farm eins og eldsneyti og geislavirk efni og hins vegar farþega- og flutningaskipa. Skilgreina þarf siglingaleiðir norðan við landið með tilliti til flutninga á hættulegum farmi.
•    Að könnuð verði þjóðhagsleg hagkvæmni þess að hefja strandsiglingar að nýju.
•    Áfram verði unnið á forsendum langtímaáætlunar um öryggismál sjófarenda. Fagnaðarefni er hversu góður árangur hefur náðst í öryggismálum sjófarenda. Standa verður vörð um Slysavarnaskóla sjómanna.
•    Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lýsir mikilli ánægju með uppbyggingu þyrluflota Landhelgisgæslunnar undir öruggri stjórn Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Landsfundurinn krefst þess að þyrluflotanum sé haldið úti, enda er hann sjúkrabifreiðar sjómanna og annarra landsmanna sem vinna hættuleg störf allt í kringum Ísland.
•    Að skattaumhverfi kaupskipa sé með þeim hætti að kaupskipum á íslenskri skipaskrá fjölgi. Stutt verði áfram við ferjusiglingar milli Seyðisfjarðar og meginlands Evrópu.
•    Áfram verði unnið að bótum á samgöngum til og frá Vestmannaeyjum.
•    Stutt verði við ferjusiglingar um Breiðafjörð og til Grímseyjar.
•    Að ferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti af þjóðvegakerfi Íslendinga.   

Samgöngur í lofti
Flugsamgöngur eru Íslendingum afar mikilvægur þáttur, bæði innanlands og milli landa.

Eftirfarandi áherslur og markmið eru um samgöngur í lofti:
•    Að innanlandsflugi verði haldið úti með svipuðu sniði og verið hefur en stuðla skal að samkeppni í innanlandsfluginumeð því að aðstaða fyrir nýja rekstraraðila fáist á Reykjavíkurflugvelli.
•    Áfram verði stutt við flugleiðir til jaðarbyggða, þó þannig að hagkvæmni sé gætt í hvívetna.
•    Að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs.
•    Að hafist verði handa við uppbyggingu samgöngumiðstöðvar í Reykjavík hið fyrsta og henni lokið á sem skemmstum tíma.
•    Að Keflavíkurflugvöllur geti áfram þróast sem miðstöð millilandaflugs á Íslandi.
•    Að varamillilandaflugvellirnir í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum verði áfram í uppbyggingu.
•    Að rýmka heimildir flugvalla á landsbyggðinni, þar sem aðstæður leyfa, til að sinna millilandaflugi  og auka öryggi, atvinnuuppbyggingu og möguleika í ferðaþjónustu.
•    Að bæta enn frekar rekstrarumhverfi íslenskra flugfélaga, þannig þau geti áfram dafnað í alþjóðlegri samkeppni
•    Að vinna að því að Ísland auki þátttöku sína í stjórnun alþjóðlegs loftrýmis umhverfis landið.

Ferðaþjónusta á Íslandi
Ferðaþjónusta er ein stærsta atvinnugrein í heimi og hefur umfang íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum verið meira en nokkru sinni fyrr og aldrei fleiri ferðamenn komið til landsins en á síðasta ári. Þjóðhagsleg þýðing ferðaþjónustunnar fer vaxandi og með bættu rekstrarumhverfi hefur hlutfallslega betri árangur náðst en hjá nágrannaþjóðum okkar. Ferðaþjónusta er gjaldeyrisskapandi atvinnugrein og því er mikilvægt að hlúa að henni, þannig að hún megi vaxa og dafna og brýnt að þeir sem þar starfa séu hvattir til að leita sér menntunar á sviði greinarinnar.

Helstu aðgerðir í ferðaþjónustu eru:
•    Fjárfestingar í markaðsaðgerðum hafa borið ávöxt og mikilvægt að þeim verði haldið áfram.
•    Vegna mikilvægi landkynningar skal sérstaklega taka mið af niðurstöðum kannana og rannsókna við val á markaðsverkefnum.
•    Unnið verði að styrkingu fjölsóttra ferðamannastaða með bættri aðstöðu.
•    Stutt verði við nýsköpun í ferðaþjónustu.
•    Áfram verði stuðlað að verkefnum sem tengjast ímyndarsköpun og almennri landkynningu.
•    Sérstök áhersla verði lögð á að auka tekjur af ferðaþjónustu um land allt utan hefðbundins háannatíma til að auka arðsemi með bættri nýtingu fjárfestinga.
•    Áfram verði haldið með byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Landsfundur sér í ferðaþjónustunni þann vaxtarbrodd sem mun verða til framtíðaratvinnusköpunar um allt land.

Nú þurfum við að bíða eftir sameiginlegri stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr.


mbl.is Samgönguáætlun endurskoðuð í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegur endir á þessari samsuðu hjá þér Sigurður::Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr::þvílíkt bull,stefna Sjálfstæðisflokksins,hefir aldrei verið skýr,hún snýst bara um eiginhagsmuni valdaklíkunnar í þeim flokki.Sjálfskömmtunarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn,setur aldrei þjóðina í fyrsta sæti,og hefur aldrei gert,allt snýst um plott og völd misviturra græðgisdrjóla.Sigurður hvaða flokkur á stærstu, SÖK á því hvernig komið er fyrir þjóðinni,ég spyr þig þesarar spurningar einu sinni enn,og ætla ég að svara því fyrir þig einu sinni enn:SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN,ber SÖK.Snillingurin Sigurður Kári,sagði það í ræðu á Landsfundinum,hvort að Sjálfstæðisflokkurin ætlaði að sleppa tökum sínum á eign í kvótanum,svona hrynja af ykkur atkvæðin,menn einsog Sigurður Kári og allsherjargoðið hans hann Davíð  Oddsson,hefur verið duglegur við það að tálga atkvæðin af flokki þessum sem er kenndur við Sjálfstæði,og er það vel hve tálgunin gengur vel.Svo ekki sé minnst á Pétur Blöndal,og Birgir Ármannson,svo nokkrir séu nefndir, hvað þá nýja undrameistarann sem var kosin formaður á Landsfundinum.Hrokin í nýja Formanninum segir þjóðinni hvers má vænta af þeim dreng.Auðmýkt hefir aldrei þekkst hjá þessum flokki,og sennilega er orðið   Auðmýkt   bannorð á þeim bænum.

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

...og af hverju ættu VG og Samfylkingin að gefa út sameiginlega stefnu...hættu nú að bulla Sigurður

Hilmar Dúi Björgvinsson, 4.4.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828253

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband