Stefnir Samfylkingin að því að afhenda ESB og Alþjóðasjóðnum yfirráð yfir okkar auðlindum.Ætla kjósendur að velja slíkan flokk til forystu.

Margir hafa örugglega setið svolítið hugsi eftir að hafa hlustað á tvo merka erlenda fræðimenn í Silfri Egils í gær. Hjá þeim kom greinilega fram mikill ótti fyrir hönd okkar Íslendinga samstarfið við Alþjóðasjóðinn. Það kom einnig fram hjá þeim að við ættum ekki möguleika á að greiða allar skuldir,sem stofnað hefði verið til af öðrum en ríkinu erlendis.

Þeir sögðu að tilgangur hinna stóru erlendu ríkja væri sá einn að ná yfirráðum yfir okkar auðlindum og lífskjör okkar myndu færast marga áratugi aftur í tímann.

Þetta er mjög merkilegt miðað við það að helsti draumur Samfylkingarinnar er að ganga inní Evrópusambandið og þar með afsala yfirráðum okkar á auðlindum landsins.

Samfylkingin var sá flokkur sem harðast barðist fyrir því að við óskuðum eftir aðstoð frá Alþjóðasjóðnum.

Miðað við að meirihluti þjóðarinnar er örugglega mjög mótfallin því að við afhendum erlendum þjóðum yfirráðarétt á auðlindukm okkar er merkilegt að Samfylkingin skuli vera orðin stærsti flokkur þjóðarinnar.

Það liggur alveg ljóst fyrir að Samfylkingin er sá flokkur sem þjóðin ætti fyrst og fremst að forðast að kjósa. Íslendingar geta ekki tekið þá áhættu að færa Samfylkingunni forystuhlutverk í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin er sá flokkur sem berst fyrir því að við missum stóran hluta af sjálfstæði okkar til erlendra ríkja.

Miðað við hugsunarhátt Íslendinga öldum saman um að vera stolt af okkar sjálfstæði ætti það að vera okkar helsta takmark að halda Samfylkingunni utan ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bendi á að stjórnarskrárvarið ákvæði um þjóðareign á auðlyndum landsins gæti verið verðmætt verkfæri þeirri baráttu sem er framundan til að verja auðlyndirnar ásælni erlends valds.

Héðinn Björnsson, 6.4.2009 kl. 12:33

2 identicon

Snjalli Sigurður !

 Það er ekki aðeins " merkilegt" heldur stórlega grátlegt, að Samspillingin sé að verða stærsti flokkur þjóðarinnar.

 Til hvers vorum við að berjast fyrir lýðveldinu Ísland. Staðfestu á Þingvöllum 1944 ??

 Til hvers vorum við að berjast ( og nær glata mannslífum) fyrir 12 mílna, 50 mílna og loks 200 mílna fiskveiðilögsögu ??

 Getur verið að um 30% þjóðarinnar, samþykki að yfirþjóðlegt erlent vald, hirði frá okkur fullveldið ??

 Sé fyrir mér sjómenn, dreifða um sjávarþorp landsins, þá togarar frá Portugal, Spáni, Frakkland, Bretlandi og fleiri ESB löndum, fara að skafa upp fiskistofnana innan okkar 200 mílna !

 NEI, ALDREI skulu helstu auðlindir Íslendinga lenda í höndum útlendinga - vegna hreinlega skrifað LANDRÁÐASTEFNU íslenskra krata !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:39

3 identicon

Mér finnst þetta góð rök.  Hins vegar ættum við kannski líka að forðast Sjálfstæðisflokkinn og ÁL-tal formannsins.

EE elle (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 15:39

4 identicon

Burt séð frá glannalegum yfirlýsingum útí loftið í þessu bloggi þínu Sigurður þá verð ég eiginlega að spyrja þig: eigum við virkilega að treysta "Sjálfstæðis"flokknum til að reka landið?  Heldurðu virkilega að íslenska þjóðin sé ekki búin að læra af reynslunni?  Engum íslenskum stjórnmálaflokki hefur tekist jafn snilldarlega að útrýma öllu sem heitir sjálfstæði á okkar fögru eyju og akkúrat "Sjálfstæðis"flokknum.  Það tók þá reyndar u.þ.b. 18 ár, en þeim tókst það eftir margra ára undirbúning.

Guðni Þórarinsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:46

5 identicon

Getur ekki hver sem er haft YFIRRÁÐARÉTT yfir þjóðareign, tökum td. kvótakerfið sem dæmi.  Annars finnst mér að eitt mottó íslendinga sé "Að vera OG ekki að vera", margir vilja bæði halda og sleppa. Það er gert grín af x-D fólkinu um að það sé með höfuðið í sandinum, en hvar ætli nú x-S fólk hafi höfuðið?

Alexander (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:08

6 identicon

"Margir hafa örugglega setið svolítið hugsi eftir að hafa hlustað á tvo merka erlenda fræðimenn í Silfri Egils í gær."

Áttu við Michael Hudson og John Perkins sem Egill ræddi við um helgina?

Annar byrjaði að vitna í Biblíuna í miðri ræðu og hinn var fyrrverandi hit-man að eigin sögn.

 Hugsaðu áður en þú skrifar.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 21:28

7 identicon

Alþjóðsjóðurinn, lítur nokkurn vegin út eins og bloggið þitt, ekki heil brú í þessu.

Jón Freyr (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:14

8 Smámynd: Davíð Löve.

Og hvað? Hver ætlar að kjósa íhaldið? Þeir sem vilja afhenda auðmönnum sjálfstæði landsins. Nei takk.

Davíð Löve., 7.4.2009 kl. 00:10

9 identicon

Ofboðslega ertu mikill þverhaus. Samfylkingin hefur alltaf sagt að málið fari fyrir dóm þjóðarinnar. Er það þá ekki þjóðin sem tekur ákvörðun?

Sigurður Ástvaldsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 02:19

10 identicon

Hvaða flokkur hefir staðið mest fyrir því að koma þjóðareign og þar með náttúruauðlindum í hendur útlendinga,skyldi sá flokkur heita Sjáf-stæðis-flokkur.?Skyldi það vera.Gáfu einkavinum bankana og svo fleirra og fleirra og fleirra.Mikið óskaplega eruð þið Íhaldskurfar fljótir að gleyma,það hlýtur að vera stórt strokleðrið sem þið notið.Hverjum heilvita manni dettur það í hug að Óstjórnarflokkurinn,Einkavinavæðingarflokkurinn,Sjálftökuflokkurinn =semsagt Sjálf-Stæðis Flokkurinn,hafi lausnir við þeim vandamálum sem nú eru við að glíma í samfélaginu.Þessi Sálfstæðisflokkur á mestan þátt í því hvernig samfélagið er orðið,og skammist ykkar.

Númi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband