Er það orðin fréttamatur að þingmenn ætli að styðja stefnu flokks síns?

Ja,það er nú orðið dálítið skrítið ef það þykir orðið fréttamatur að þingmenn skuli ætla að styðja stefnu eigin flokks. Það er reyndar svolítið á reiki hvernig Vinstri grænir ætla að tækla tillöguna um viðræður við Efnahagsbandalagið. Sennilega mun flokkurinn alls ekki ganga í takt varðandi það mál. Það er útaf fyrir sig allt í lagi,auðvita eiga menn að greiða atkvæði samkvæmt sinni samvisku. Það sem er samt athyglisvert í þessu máli er að forystumenn VG sögðust hafa marg oft verið spurðir að því fyrir kosningar hvort það væri ekki alveg öruggt að flokkurinn stæði gegn aðild að ESB. Fyrir kosningar marg tóku þeir fram að svo væri. Það hlýtur því að vera á skjön við það að ætla nú að samþykkja að óska eftir aðild að ESB.Ég hélt alltaf að Vinstri grænir væru mjög stefnufastir og létu ekki ráðherrastóla og völd ráða sinni ferð. Athyglisvert verður því að fylgjast með þeim í umræðum um aðildarviðræðurnar.

Fróðlegt verður einnig að fylgjast með Framsóknarmönnum. þeir sögðust eingöngu samþykkja að taka upp aðildarviðræður ef sett væru mjög skýr skilyrði fyrir aðildarviðræðum. Það hlýtur að vera mjög rökrétt að setja strax fram slýra kröfu um að við höldum okkar yfirráðum yfir auðlindum okkar. Svari ESB því til að það samrýmist ekki stefnu bandalagsins getur varla verið að við þurfum að taka upp vioðræður. Málið liggur þá alveg ljóst fyrir.

Í þessu máli held ég að Framsóknarmenn hafi valið mjög skynsamlega leið.

 


mbl.is „Munum fylgja stefnu flokksins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er eitthvað bogið við það að láta kjósa sig á þing í nafni ákveðninnar stefnu og ætla síðan að kjósa gegn henni á þingi undir því yfirskyni að viðkomandi sé að fylgja sannfæringu sinni. Hvers vegna upplýsti þá sá ekki um raunverulegar skoðanir sínar fyrir kosningar??

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Sigurður. Ég sé að þú kemst að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðismenn sitja og standa skjálfandi á beinunum eins og fyrri daginn og beygja sig í duftið fyrir Honum. Aldeilis munur að á alþingi skuli vera kominn fram flokkur á borð við VG sem trampar ekki ofan á þingmönnum sínum.

Þórbergur Torfason, 21.5.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Skaz

Persónulega er ég orðinn þreyttur á því að kjósa gungur og rolur sem ekki þora að kjósa eftir eigin samvisku inn á þing.

Einhverjar flokksrolur sem kjósa bara eins og topparnir í flokknum vilja af ótta við að tapa sæti sínu við kjötkatlanna.

Gungur, rolur og sérhagsmunaseggir allt saman...

Skaz, 22.5.2009 kl. 04:46

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þórbergur:
En gefur þingmönnum sínum lausan tauminn að trampa á loforðum sínum til kjósenda flokksins.

Ef einhverjir þingmanna vinstri-grænna eru ekki sammála stefnu flokksins í Evrópumálum þá hefðu þeir átt að sjá sóma sinn í því að upplýsa kjósendur um það fyrir kosningar í stað þess að láta kjósa sig á röngum forsendum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.5.2009 kl. 08:26

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurbjörg:
Tekin er afstaða á vettvangi Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála eins og annara málaflokka á lýðræðislegan hátt á landsfundum hans. Það var gert síðast í marz og skemmst er frá því að segja að á landsfundinum voru sárafáir sem kölluðu eftir því að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið en hins vegar gríðarlegur fjöldi sem hafnaði því með öllu. Eðlilega er það því stefna flokksins að ekki skuli lögð fram slík umsókn. Eða telur þú að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa lýðræðislegar landsfundarsamþykktir sínar að engu eins og forysta vinstri-grænna hefur nú kosið að gera?

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.5.2009 kl. 08:30

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Skaz:
Viltu s.s. kjósa fólk sem segir fyrir kosningar: "Kjósið mig, ég ætla að taka afstöðu á Alþingi eins og sannfæring mín býður hverju sinni. Hver hún verður kemur bara í ljós.

Málið snýst bara um það að ef einhverjir af núverandi þingmönnum VG var ekki sammála stefnu flokksins í Evrópumálum áttu þeir að upplýsa kjósendur um það fyrir kosningarnar en ekki láta kjósa sig út á stefnumál sem þeir ætluðu svo hugsanlega ekkert að framfylgja. Er þetta óeðlileg krafa?

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.5.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 828257

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband