Átti ekki allt að lagast? Evran á 177 krónur.

Enn sígur á ógæfuhliðina í gengismálum. Evran kostar nú 177 krónur. Ég hélt að fjármálaráðherra hefði sagt að allt myndi lagast með því að beita gengishöftum.

Staðreyndin er sú að frá því Vinstri stjórnin tók við hefur ástandið versnað ef eitthvað er.Sumir halda því fram að við ættum að skipta yfir í Evru og það strax. Það væri nú aldeilis vit í því eða hitt þó heldur ef við ættum að skipta íslenskum krónum á þessu gengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Briem

Nú er ég engan veginn einhver stóraðdáandi Steingríms J. en ég verð nú að segja að mér þykir það ansi hæpið að hann hafi nokkurn tíma haldið því fram að gjaldeyrishöft myndu láta allt lagast.

Ef ég man rétt þá var það almennt talið að gjaldeyrishöft væru einfaldlega eina úrræðið sem þeim dytti í hug til að koma í veg fyrir algjört og skyndilegt hrun krónunnar (hvort sem það er annars eitthvað sem myndi raunverulega gerast eða ekki) Enginn hefur nokkurn tíma haldið fram að þetta sé einhver töfralausn svo ég muni.

Alexandra Briem, 22.5.2009 kl. 16:34

2 identicon

það kannske betra að hugsa til þess að yfirvöld fari að gera eitthvað til að styrkja Íslensku  krónuna, heldur að velkjast yfir því hver staðan er í dag. Staðan á krónunni í dag er á þeim stað sem ríkissjórnin vill að hún endurspegli aðgerðarleysi sitt, þ.e.a.s. afturför kaupmáttar hennar.

Það ætti að láta Samfylkinguna vera eina í stjórn því þá gætu þeir fylgt sinni stefnu sem gerir alla hluti einfaldari og öll vandræði Íslendinga að engu og  það einungis með einni orðsendingu til Evrópu um að fá að fljót með straumnum.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:15

3 identicon

Annars tek ég undir að gengi íslensku krónunar gagnvart öðrum gjaldmiðlum þarf að lagast niður í gengisvísitölu ársins 2007, áður en gjaldmiðlaskipti ættu sér stað.  E það tekst á  næstu árum, þá er kominn mælikvarði á getu stjórnmálamanna til að stjórna efnahags-og peningamálum þjóðarinnar.  En  þá vaknar spurningin um hvort við sem þjóð, eigum að setja efnahags-og peningamálastefnu landsins til tollabandalags ESB eða vera með efnahags-og peningamálin sjálf áfram.

 Mögulega er betra að treysta þeim sem árangri ná, heldur en þeim sem engum árangri ná sbr. ESB.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var nú að hlusta á mikinn EB-mann, Árna Björn Guðjónsson, segja frá verðlaginu í Danmörku: þar kostar bjórinn 45 kr. danskar, og það eru nú hvorki meira né minna en 1.073,66 kr. þessa stundina! Var ekki einhver að biðja um EB-verðlag hingað?

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828332

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband