Leiðrétting en ekki ölmusa.Hvar eru baráttujaxlarnir,Hörður Torfason,Hallgrímur Helgason og Bubbi?Er betra að sætta sig við slæmt ástand undir Vinstri stjórn?

Það er gott að sjá að Hagsmunasamtök heimilanna eru hafin yfir pólitík og hafa nú efnt til mótmæla.þau sjá eins og svo margir aðrir að ástand mála er ekkert að batna nema síður sé undir Vinstri stjórn.Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna ekki má fara fram leiðrétting gagnvart heimilum landsins. Almenningur á enga sök á því að verðbólguskot varð sem rústaði svo mörgum heimila. það er ekki elmenningi að kenna að fólki var ráðlagt að taka erlend lán. það er ekki almenningi að kenna að þúsundir eru nú án atvinnu.

Hvers vegna má ekkert gera til leiðréttingar fyrir heimilin. Er það ekki mun nær heldur en að hver og einn verði að krjúpa á hnén fyrir hina virðulegu vinstri leiðtoga og óska eftir ölmusu.

Og svo segir Árni Páll,félagsmálaráðherra,að það sé bara betra að ungt fólk flýi land og setjist að erlendis heldur en að þola ástandið hér. Er hinn venjulegi kjósandi Vinstri flokkanna virkilega ánægður með slíka yfirlýsingu?
Hvers vegna heyrist nú ekkert í hinum miklu baráttujöxlum fyrir réttlátara þjóðfélagi eins og Herði Torfasyni,Hallgrími Helgasyni og Bubba. Hvar eru nú tónleikarnir fyrir framan Seðlabankann? Hvar eru nú mótmælin fyrir framan aðalstöðvar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Er það virkilega svo að það sé allt í lagi að sætta sig við óbreytt ástand bara ef það er undir stjórn gömlu stjórnmálaforingjanna Jóhönnu og Steingríms J. Er allt í lagi að sætta sig við að krónan hafi aldrei staðið eins illa og núna ef Davíð Odsson er ekki lengur í Seðlabankanum.?

 

 

 


mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Hvað þarf að leiðrétta?

Ólafur Guðmundsson, 23.5.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Leiðrétting er málið:

Aðferðafræði við útreikning neysluvísitölu á Íslandi sé sú sama og annarstaðar í heiminum: ekki háð handhófskenndu vali á viðmiðunum á hverjum tíma: heldur mælingu á verðbreytingu vel skilgreinds samsetts verðgrunns: sem er fastur. 

En Íslendingar fárra þjóða þurfa endilega að tengja fasteignaverðtryggðu íbúðalánin [Mortgage loans] við verðbólgu [Inflation indexed Mortgage loans] þá að miða skammtíma verðbótaþáttinn við launavísitölu. Hækki laun þá hækki vextir í kjölfarið af íbúðaláninu [í sama hlutfalli]. Það gera Tyrkir, sem muna eina ríkið í Evrópu sem tengir fasteignverðtrygginguna við skammtíma verðbólgu. [inflation indexed Mortgage loan].

Það er mjög óeðlilegt að þegar fjölskylda í t.d. Englandi borgar um 460 þús á ári fyrir 30 ára lán. Þá borgar sú Íslenska um 1200 þús eða 1000 þús eftir vaxtabætur.

Útlendingar segja að sum ríki með stöðuga vaxandi verðbólgu [ekki stöðugleika markmið ES:EU]  telji sig þurfa þess viðbótar eða leiðréttingar verðtryggingu.

Ég segi bara sá sem ekki getur beðið í 30 ára eftir lokagreiðslu  hann á ekki að vera í langtíma lánastarfsemi. 

Ríkisstjórnir Íslendinga síðustu ára virðast hafa gengist upp í því að hafa Íslenskan almenning að fíflum, vinnu tími væri kannski almennt styttri ef lánakjör væru hliðstæð þjóðum með svipaðar þjóðartekjur, laun hærri og velferðakerfið betra.

Alla veganna treystu Þjóðverjar sér ekki til að reka banka hér, er ekki að undra þar sem lánsformin hér eru algjör kleppur, kannski eru Þýskir bara heiðarlegri.

Af hverju getum við ekki haft sömu lánsform? Er það til þess að gera allan samanburð erfiðari eða ómögulegan?

Júlíus Björnsson, 23.5.2009 kl. 18:29

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... af hverju að ákalla aðra... af hverju mætir þú ekki bara. ?

Jón Ingi Cæsarsson, 23.5.2009 kl. 18:40

4 identicon

Þú virðist forviða á því að nýja stjórnin sé ekki búin að redda málunum. Hvað á stjórnin að gera og fyrir hvaða peninga?  

Hverjir eiga að greiða niður skuldir almennings?  Bankarnir, Íbúðalánassóður( =Ríkið=þjóðin) eða lífeyrissjóðirnir (=almenningur).

Ertu framsóknarmaður?

Hverjir eiga að borga brúsann?

Væri ekki nær að horfast í augu við raunveruleikann sem blasir við eftir 15 ára valdatíma "frjálshyggju" og Framsóknarspillingar heldur en endurvarpa klisjum og kjaftavaðli.

magnus (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:47

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já,svei mér þá ég held ég verði að fara að mæta í mótmælin. Framsóknarmaður er ég ekki,en mér finnst þeir reka skynsamlega pólitík núna.Þó ég sé Sjálfstæðismaður var ég ekki ánægður með öll vinnubrögð flokksins og hef oft skrifað um það. En að fá Vinstri stjórn held ég fari alveg með þjóðina.

Það verður að grípa til almennra aðgerða. það má vel vera að einhverjir geti greitt þrátt fyrir allt,en það mun ekkert gerast eigi að eyða tíma í að skoða mál hvers og eins og misvitrir stjórnmálamenn eða fulltrúar þeirra eigi að meta hvert mál fyrir sig.

Enn og afturr,hvers vegna má ekki gera leiðréttingu hjá almenningi?

Að lokum. Ég hafði Bubba fyrir rangri sök. Hann lét í sér heyra. Það var m.a.s. gott hjá honum að spyrja hvar ungliðar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar væru núna.

Sigurður Jónsson, 23.5.2009 kl. 19:54

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ætlaru sem sé að segja að Steingrímur J. Sigfússon, Lilja Mósesdóttir og fleiri séu einir af þessum misvitru? Þú ættirað líta í eigin barm og í barm þinna manna.

En hérna, þið ábyrgu hægri menn... hefur ríkissjóður efni á því að fara að niðurfella skuldir þeirra sem voru á fylleríi 2007? Niðurfella af fólkinu sem tók yfirdráttarheimildir og myntkörfulán. Ég segi eftir sem áður að við verðum að forgangsraða rétt í ríkisfjármálunum, þeir sem verst hafa það fyrst og svo koll af kolli eftir getu ríkissjóðs.

Ég spyr þig Sigurður og ég afsaka í leiðinni orðbragðið, hvað í andskotanum hefur hægri stjórn gert fyrir íslendinga? Afhverju ekki vinstri stjórn sem hugsar félagslega? Hvað er að því að hugsa félagslega? Vörn á velferðarkerfinu er aðal efnahagsmálið.

Jóhannes Ragnarsson, 23.5.2009 kl. 23:28

7 Smámynd: Jens Guð

  Til að gera grein fyrir mér er ég í Frjálslynda flokknum.  Við í FF vorum mjög virk í "búsáhaldabyltingunni".  Það virðist hafa farið framhjá mörgum.  Bæði þingmenn okkar og aðrir sem skipuðu efstu sæti á framboðslistum okkar voru verulega virk í "búsáhaldabyltingunni".  Þar fór fremstur í flokki Sturla Jónsson,  sem skipaði efsta sæti í Reykjavík suður.  Okkur sárnaði að "búsáhaldabyltingin" var af ýmsum ranglega skilgreind sem VG dæmi.

  Það er út í hött að ákalla Hörð Torfa (sem er hvergi flokksbundinn) eða Bubba (sem hvergi heldur er flokksbundinn) að efna til réttmætrar kröfu um að eitthvað sé gert í málum.  Hvernig væri að gera eitthvað sjálfur í málunum?  Hörður Torfa og Bubbi eru bara 2 menn af 330.000 þúsund Íslendingum. 

  "Don´t follow the leader",  "Do-it-yourself". Þau voru slagorð pönkaranna sem kollsteyptu skallapoppi áttunda áratugarins.

Jens Guð, 24.5.2009 kl. 01:26

8 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Jóhannes hvað anskotan hefur þessi vinstri landráðastjórn gert frá því hún tók við ?? ekki neitt nema skríða á hnjánum og tilbiðja ESB þessa helvítis glæpastofnun sem hún er,en á sama tíma blæðir fólkinu í landinu.Þó ég sé ekki sjálfstæðismaður held ég að ég vilji hægri stjórn aftur!!!!Ef það verður vinstristjórn hérna áfram bið ég síðasta mann að slökkva ljósin í Leifsstöð.

Afsakið orðbragðið maður er bara orðin reiður á stefnulausri vinstristjórn

Marteinn Unnar Heiðarsson, 24.5.2009 kl. 09:34

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri nafni, við skulum ekki gleyma því strax hverjir settu landið á hausinn og í skuldaklafa a.m.k. næstu áratugina. Þú ættir að vita það jafn mikill innanbúðarmaður og þú ert í Sjálfstæðisflokknum að undir stjórn hans var mannorð Íslendinga eyðilagt og allt veðsett erlendis meira að segja fiskarnir í sjónum.  Fyrir vikið mun hér ríkja vaxandi atvinnuleysi og fátækt. Flokkurinn er farinn frá völdum og öðrum er ætlað að taka til eftir svínaríið.  Efti því sem erfiðleikarnir vaxa mun mótmælendum fjölga og ég vænti þess að sjá þig þar á meðal.  

Hvað eigum við að láta standa á spjöldunum?

Sigurður Þórðarson, 24.5.2009 kl. 10:35

10 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Egóistinn Ásbjörn Kristinsson RíkisBubbi virðist stjórnast fyrst og fremst af eigin hagsmunum. Hann er löngu búinn að segja skilið við hugsjónaeldinn og réttlætisandann. Nú virðist aðal málið vera að fá Ríkið til að redda hans eigin fjármálaklúðri? Kæmi mér ekki á óvart ef hann birtist næst á stuðningsfundi fyrir Sægreifa.

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.5.2009 kl. 10:53

11 identicon

Enn og aftur Sigurður bendi ég þér á að þú þurfir að vakna og fylgjast betur með.Ekki vera svona fljótur að gleyma Sigurður hvaða FLokkur á alla sök,með hjálp Framsóknarmafíunar á hruni samfélagsins,en það var þinn flokkur í aðalhlutverki,ekki gleyma Sigurður.

Númi (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 11:01

12 Smámynd: ThoR-E

Það er ekki séns að afskrifa 20% af öllum skuldum fólks.

Hinsvegar tel ég það að leiðrétta þessa hækkun á húsnæðislánum fólks sé mjög áríðandi ... ef ekki á að vera fjöldagjaldþrot þúsunda fjölskyldna í landinu.

Mótrökin fyrir þeirra leiðréttingu er að það kosti lífeyrissjóðoina svo mikið. En hvað lögðu þeir út? hvaða fjárhæðum eiga þeir að tapa?? þetta eru falskar tölur .. allt í einu hækkaði lánið mitt sem var upphaflega 11m og ég hafði borgað af því í 3 ár tugi þúsunda á mánuði. Það er allt í einu komið yfir 15 milljónir og hækkar enn. Samt hef ég ekki fengið krónu meira út á lánið. Hverju eiga lífeyrissjóðirnir að tapa?? þeir lögðu ekkert út!!

Þvílík vitleysa!!! ég tók ekki þátt í þessu góðæri, ég á ekki einusinni flatskjá (sem margir telja vera ástæðu hrunsins, þar að segja flatskjáarkaup landsmanna). En samt þarf ég að borga fyrir hrunið. Ég þarf að borga fyrir og þola timburmenn vegna partíis sem ég var ekki í.. og var ekki einusinni boðið í.

Hvernig væri að fara að athuga með bankareikninga útrásarvíkinganna? hverju komu þeir undan fyrir hrun? þeir eiga að borga fyrir sitt klúður, ekki íbúða/húseigendur!

ThoR-E, 24.5.2009 kl. 14:35

13 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.5.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband