Þingmenn Framsóknarflokksins standa sig vel.

Þingmenn Framsóknarflokksins standa sig vel í stjórnarandstöðunni og vinna á málefnalegan hátt,koma með gagnrýni og tillögur til lausna á vandanum.

Þessi tillaga um að verðtryggð lán geti að hámarki hækkað um 4% á ári er mjög athyglisverð.Auðvitað er það mjög eðlilegt að lánveitendur beri hækkunina verði verðbólgan meiri.Væri þessi tillaga samþykkt myndi hún skapa mikið öryggi fyrir alla þá sem þurfa að taka verðtryggð lán.

Ástandið síðustu ár hefur verið gjörsamlega óþolandi,þar sem lántakendur hafa þurft að taka á sig allan skellinn.

Gott innleg og ábyrg stjórnarandstaða hjá Framsóknarmönnum.


mbl.is Verðtrygging verði 4% að hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi tillaga er góð og vonandi verður hún samþykkt.

Ína (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:28

2 identicon

Ef ákveðið verður að verðtrygging verði aðeins 4% á ári þá er einfaldlega ekki hægt að kalla það verðtryggingu lengur.

Í stuttu máli fjallar verðtrygging um það að ef ég lána þér lambsverð í dag þá vil ég fá andvirði lambs þegar þú borgar mér til baka eftir ákveðinn tíma en ekki bara hálfa sviðalöpp. Ég tek þetta dæmi vegna þess að mér var gefið lambsverð þegar ég var í vöggu og þegar ég var kominn í fullorðinna manna tölu og tók það út var það ekki einu sinni karamellu virði.

Ég er trúlega einn af fáum sem hef alltaf stutt verðtryggingu.

Vegna skorts á verðtryggingu var stolið af mér ómældum upphæðum í formi bankainnistæðna og sparimerkja og gefið þeim sem voru að byggja með lánum.

Þetta kemur oft upp í huga minn þegar ég keyri um þau hverfi sem voru byggð á sjöunda og áttunda áratugnum. Þar standa húsin sem voru byggð fyrir mína og minnar kyslóðar peninga. Þetta fannst þeim sem að fengu gefins peninga annarra að sjálfsögðu hið besta fyrirkomulag og fá fjarrænt draumablik í augu þegar þeir minnast þessarra verðtryggingalausu gósentíma.

En að sjálfsögðu á ekki (og átti aldrei heldur) að láta fólk borga af vísitölu-/verðtryggðum lánum samtímis sem launin voru ekki vísitölutryggð.

Ég skildi aldrei af hverju lánin hækkuðu sjálfkrafa eftir útreiknaðri vísitölu á meðan að það þurfti sífellt að vera að jagast um launin (kallaðist að "gera kjarasamninga") á 2-3 ára fresti.

Þetta tvöfaldaði í raun óréttlætið. Það fólk sem tapaði peningum á sjöunda og áttunda áratugnum vegna skorts á verðtryggingu þurfti sjálft að taka verðtryggð lán á níunda áratugnum og greiða af þeim með sínum óverðtryggðu launum.

En þetta að færa peninga frá fólki sem á peninga í bönkum og sjóðum yfir til fólks sem er með lán var ósómi sem aldrei má endurtaka sig og mig grunar að þetta hafi orðið til þess að heil kynslóð fékk ótrú á sparnaði en tröllatrú á því að það að taka lán myndi alltaf reddast til lengdar.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband