Hafa Baugsmiðlar ekki áhuga á þessari frétt?

Svo virðist sem styrkir til Samfylkingarinnar veki ekki mikla athygli hjá Baugsmiðlunum.Fróðlegt verður allavega að fylgjast með hvort þetta verður fyrsta frétt á Stöð 2 næstu daga eða forsíðufrétt á Fréttablaðinu.

Eða er það virkilega svo að Baugsmiðlunum finnist það eitthvað öðruvísi ef Samfylkingin á í hlut. 


mbl.is Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þetta verður að sjálfsögðu "ekki frétt" hjá Baugsmiðlum. Hugsum okkur dæmið : Baugsmiðlar + Samfylking  = Spilling og heilaþvottur.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 03:41

2 identicon

Gott framtak og gott fordæmi hjá Samfylkingu að opna bókhaldið.

Hvenær ætlar þinn flokkur að gera það sama?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 11:33

3 identicon

Sæll Sigurður.  Jú örugglega fyrir utan eigendur og ritstjóra sem banna allt slíkt eins og fyrr. 

 Taktu eftir atburðarrásarhönnun Samfylkingarinnar sem laumar niðurstöðunum út á kveldi föstudags á næstmestu ferðahelgi sumarsins, þar sem mánudagur er frídagur og fyrstu blöð koma um miðja næstu viku, tæpri viku eftir að fréttin er sjósett.  Þessi helgi er af fréttafólki talin vera sú allra slakasta af öllum sem eru á árinu, hvort sem ljósvaka eða prentmiðlum áhrærir enda sjaldan færri að störfum.  Samfylkingin er í sérflokki í að hanna atburðarrás, sem sést best á að flókið bókhaldið þurfti einn og hálfan mánuð til að ráða fram úr og svo heppilega gekk upp akkúrat núna.  Ekki ósennilegt að óvenjulega hæfileikarík górilla sem hefur fengið verkefnið og staðið sig vel.

 Hvað mútuupphæðir áhrærir þá verjast spunakjánar flokksins fimlega með hinu fornkveðan " Svo skal böl bæta og benda annað " og benda á "enn meiri" sekt Sjálfstæðisflokksins.  Gott og vel, enda er hún viðurkennd omvent við harðsvíraða forsvars og brotamenn Samfylkingar. 

Eitt langar mig að benda á, að markaðsverð mútuþega fer eftir áhrifum og völdum viðkomandi.  Til að mynda vildi Baugsglæpagengið vildi fjárfesta 300 miljónum í Davíð.  Markaðsverð smáflokks eins og Samfylkingarinnar á þessum tíma var að amk. tvöfallt lægra en Sjálfstæðisflokksins hvað varðar verð á haus hvers kjósanda.  Við það er óhætt að margfalda upphæð mútu Samfylkingarinnar með 2.  Stjórnarandstæðuflokkur sem ekki var á leið í stjórn hlýtur að vera ódýrari en stjórnarflokkur, og sennilega er óhætt að bæta sömu upphæð við.  Niðurstaðan er að með þessu er óhætt að margfald töluna með 3 miðað við mútugreiðslur útrásarglæpagengisins til Sjálfstæðisflokksins, sem gerir 201 miljónir króna.

 Ætli 1 krónu verði skilað?

Kv. (O:

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:02

4 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

það er ekki sama hvort það sé "Jón" eða Jón Ásgeir sem á í hlut :-)

Pétur Steinn Sigurðsson, 30.5.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband