Hvað með skuldir og niðurfellingar skulda.Ætlar Samfylkingin að birta slíkar upplýsingar?

Alveg er það sjálfsagt að stjórnmálaflokkarnir birti upplýsingar um það hverjir stærstu styrktaraðilar eru.Það kemur t.d. í ljós að það er ekki eingöngu Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur þegið styrki. Það er mjög athyglisvert hversu háa upphæð Samfylkingin hefur fengið frá þáverandi Baugsveldi í ljósi þess hvernig Samfylkingin varði það veldi fram og aftur.

Nú er samt ekki nægjanlegt að eingöngu sé upplýst um styrki. Stjórnmálaflokkarnir þurfa einnig að upplýsa hvaða aðilum þeir skulda mest. Ef það er álitið óeðlilegt að stjórnmálaflokkar þiggi háa styrki af fyrirtækjum er það ekki síður óeðlilegt ef þeir skulda fyrirtækjum stórar upphæðir. Samfylkingin segist vera tilbúin að leggja öll spilin á borðið. Það er því í samræmi við þær yfirlýsingar að Jóhanna leggi fram lista yfir það hverjum Samfylkingin skuldar mest. Aðrir flokkar þurfa svo í kljölfarið að leggja fram sín gögn.Hvers vegna á Samfylkingin að ganga á undan, jú vegna þess að sá flokkur hefur gagnrýnt aðra mest fyrir að vilja ekki birta upplýsingar. Það er því eðlilegt að Samfylkingin hefji birtingu.

Eins þurfa stjórnmálaflokkarnir að birta yfirlit um hvað þeir hafa fengið fellt niður af skuldum t.d. vegna auglýsinga frá ákveðnum fjölmiðlum.Samfylkingin hefur fengið það á sig að hinir svokölluðu Baugsmiðlar hafi fellt niður auglýsingaskuldir svo mörgum milljónum nemi. Ekki veit ég hvort það er rétt,en það er nauðsynlegt a'ð Samfylkingin birti sínar tölur. Að sjálfsögðu þurfa aðrir flokkar einnig að gera slíkt hið sama.

Ef einhver meining er með að allt eigi að vera upp á borði og allt á að vera gagnsætt eigum við heimtingu að fá að vita alla stöðu hjá flokkunum, styrkveitingar,skuldir og niðurfellingar skulda.

 


mbl.is Ekki tilefni til endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þessar niðurfellingarsögur ekki bara til í hugarheimi öfgamanna í Sjálfstæðisflokknum... Það hefur alla veganna aðallega verið talað um þær af fótgönguliðum skrímsladeildarinnar sem halda m.a. úti vefjum eins og AMX.

Dude (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 10:19

2 identicon

Auðvitað á Samfylking sem stærsti flokkur Íslands að ganga á undan með góðu fordæmi og upplýsa bæði styrki og skuldir. Ef Baugsmiðlar eins og þú kallar þá hafa niðurfellt eitthvað fyrir Samfylkinguna þá er ég viss um að þeir hafa gert það fyrir aðra flokka líka. Svo megum við ekki gleyma því að tíðarandinn í þjóðfélaginu var allt annar en í dag þegar þessir styrkir og meintar niðurfellingar fóru fram þó það afsaki svo sem ekkert. Mest um vert núna er að allir flokkar vinni saman að uppbyggingu þjóðfélagsins.Ég er handviss um að ef stjórnvöld beri gæfu til þess að fá samvinnuhugsjónina til að virka á alþingi þá munum við ná okkur út úr erfiðleikunum fyrr en varir.

Ína (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband