Áherslan á heimilin og fyrirtækin. Ætlar Vinstri stjórnin að hlusta á vilja þjóðarinnar?Er Borgarahreyfingin þögnuð?

Það þar engum að koma á óvart að nánast allir telja að höfuðáherslu beri að leggja á að vinna að lausn fyrir heimili og fyrirtæki. Samfylkingin hefur hingað til að leggja beri höfuðáherslu á að vinna að inngöngu í ESB.

Mörgum finnst einkennilegt að heyra fréttir frá Alþingi þar sem verið er að fjalla um alls konar mál á sumarþinginu,sem vart er hægt að flokka sem brýnustu úrlausnarvandamálin sem blasa við fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum.

Nú er bara að vona að Samfylkingin og Vinstri grænir hlusti nú á vilja þjóðarinnar,þannig að á þessu sumarþingi verði númer eitt,tvö og þrjú fjallað um leiðir til úrlausnar fyrir heimili og fyrirtæki.

Eitt það sem hefur vakið mikla athygli og furðu er útspil Vinstri stjórnarinnar til að bæta hag ríkisins,hækkun á eldsneyti,tóbaki og áfengi,sem svo hækkar verðbólguna og síðan öll verðtryggð lán. Ekki er þetta nú leið til að bæta hhag almennings.

Hvar er Borgarahreyfingin? Er hún bara sátt við að vera komin á þing?


mbl.is Áherslan á heimilin og fyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband