Þurfa börn okkar og barnabörn m.a. að borga 130 milljarða skuld sem fyrrum eigendur Landsbankans og Baugur lánuðu sér?

Eðlilegt er að reiðin blossi upp í fólki vegna samkomulagsins sem Vinstri flokkarnir hafa gert við Breta og Hollendinga. Fréttir berast nú af því að m.a. hafi v erið lánað til fyrrum eigenda Landsbankans og Baugs fjármunir að upphæð krónur 130 milljarðar. Finnst fólki þetta bara allt í lagi, að skuldbinda eigi börn og barnabörn til að bera ábyrgð á því sem þessir glæframenn stóðu að. Það fer ekkert hjá því að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Það er skelgfilegt til þess að hugsa að svo berast bara fréttir si svona að Björgólfur hafi selt West Ham og það fari eekki í gjaldþrot. Hannes Smáraspon ætlar að selja eitt stykki íbúð á 1,5 milljarða. Björgólfur Thor baðar sig í svikðsljósinu á lúxussnekkjum með fræga fólkinu. Jón Ásgeir slær um sig í nýjum fyrirtækjum í Bretlandi.

Svo segir snillingurinn Svavar Gestsson formaður saminganefndar Vinstri stjórnarinnar við Breta og Hollendinga að þetta sé allt í hinu besta lagi. Það þurfi ekkert að borga fyrr en eftir sjö ár.

Það er merkilegt að heyra ráðmenn hér halda því fram að eignir Landsbankans í þessum löndum munu nægja til að standa undir skuldbindingunum. Ekki vikrðast Bretar og Hollendingar ímynda sér það. Væri málið þannig vaxið hlytu þeir að láta eignirnar nægja. Auðvitað er það sem Íslendingar eiga að segja. Hirðið eignir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Eltið fyrrum eigendur bankans og krefjioð þá um greiðslur ef eitthvað vantar uppá.

Það getur ekki gengið að almenningur á Íslandi eigi að sætta sig við kúgun Breta og Hollendinga. Það ætlar að verða okkur dýrkeypt að hafa fengið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hingað og að við Vinstri stjórnin vill ekki styggja ESB þjóðirnar.

Ein spurning að lokum. Hvað ætli Svavar Gestson og samninganefndin fái mikil laun fyrir að landa vílíkum og öðrum eins framtíðarskuldbindingarsamningi og Íslendingar þurfa að ábyrgjast greiðslur á.


mbl.is Samið af sér með skammarlegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... þetta er nú meiri málflutingurinn. Kenndu þeim um sem neyðst hafa til að reyna að bjarga því sem bjargað verður úr brunarústum frjálshyggjunnar. Það er verið að moka þann skítaflór og fátt til ráða nema semja... ef hægt er.. slík voru mistökin sem gerð voru af flokksbræðrum þínum með Davíð Oddsson í broddi fylkingar.

Icesavemálið er skilgetið afkvæmi einkavæðingar bankanna þar sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gáfu flokksbræðrum sínum og vinum veiðileyfi á íslensku þjóðina... Þú ert með sama gullfiskaminnið og aðrir Sjálfsstæðismenn í þessu máli.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.6.2009 kl. 18:26

2 identicon

Já, ég vil fá gegnsæi yfir reikninga frá Svavari Gestssyni ásamt "liði",  hver eru launin sem þið fáið fyrir "landráðasamningana" við þá aðila sem settu á okkur "hryðjuverkalögin."   Erum við bara ekki stolt af þér Svavar Gestsson, og Steingrímur J. Sigfússon?  Ég viðurkenni  að ég hef aldrei treyst "krötunum" með fimmeyring á milli húsa,  hvað þá fjöreggi þjóðarinnar sjálfstæðinu.  En að geta ekki treyst Allaböllum fyrir því, því hefði ég aldrei trúað.   Lengi skal manninn reyna.  ÉG hef fylgst með pólitík í 60 ár, og ég hef aldrei orðið jafn vonsvikinn og í dag.  Nú trúi ég öllu um mútur og allt sem því tilheyrir.  Ég trúi því líka á Allaballana.

J.þ.A. (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er slæmt, hvað samningamenn Íslands í dag, eru miklar liddur. Samkvæmt orðum ráðherra, fengu þeir í hendur frá samningamönnum, hinna þjóðanna, rökstudd álit um að afstaða Íslands væri röng - þ.e. sú afstaða, að við þyrftum ekki að borga þetta. Nú, það er gamall siður, að í upphafi samninga, séu gjarnan sett fram mjög andstæð sjónarmið - þ.e. sá sem sækir, heldur sínu fram, leggur fram rökstuðning fyrir sínu máli. Á sama tíma, koma hinir fram með rökstuðning fyrir sínum skoðunum, þar með talin álit fræðimanna í eigin þjonustu. Fram til þessa, hefur það ekki verið siður, að líta svo á, að þessi álit væru einhversk konar heilagur sannleikur,,,fremur sem útspil í samningum. Það skrítna, virðist hafa gerst, að Samfylkingin virðist hafa brugðist við þessum rökstuddu álitum, sem lögð voru fram af þeim sem sátu hinum megin við borðið, sem heilögum sannleik...séð sæng sína uppbreidda, og síðan gefist upp. Þetta er dálítið ólík meðferð saminga, en hefur tíðkast af Íslendingum, fram að þessu. Íslendingar, sem voru þekktir fyrir, að vera harðir í samingum,,,taka engu sem sjálfsögðum hlut, draga nánast allt í efa, og gefa ekkert eftir fyrr en að þrautreyndu. Nei, Samfylkingin, virðist hafa gefist upp, þegar í fyrstu lotu. Álit andstæðinganna, virðast ekki hafa leitt til gagnsvara, þ.s. þau voru dregin í efa, máli Íslendinga haldið til streytu. Manni óar við því, að þetta fólk virkilega ætlar sér líka, að semja við ESB um aðild. Miðað við þessa útreið er vart að búast við mikilli samningahörku frá þeim, gagnvart ESB þar líka. Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.6.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband