Engin mataraðstoð í júlí. Hvers vegna er betra að svelta í júlí?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að lífskjör hafa að undanförnu versnað mikið. Allar nauðsynjavörur hafa hækkað,skattar hafa hækkað og munu hækka meira,atvinnuleysi er að aukast,vextir lækka lítið og svo er hægt að telja upp áfram.

Hjálparstofnanir segja að aðsókn eftir hjálp og mataraðstoð hafa aukist mikið. Það séu virkileg fátækt hjá mörgum og fólk hafi ekki ofan í sig.

Það vekur því mikla furðu að sjá fréttir um það að hjálparstofnanir muni ekki veita neina matarað-stoð í júlí. Hvernig í óskupunum er hægt að loka allt í einu í einn mánuð. Hvernig á það fólk sem vikrkilega hefur stólað á mataraðstoð að komast af í júlí. Þetta er hreint óskiljanlegt hvernig hægt er að loka fyrir aðstoð í mánuð.

Félagsmálastofnanir sveitarfélaga hljóta nú að þurfa að taka þessi mál upp og veita mataraðstoð í júlí mánuði fyrst Hjálparsamtökin sjá sér ekki fært að gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurður.

Ég hefi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands í tæp tvö ár, en allt starf þar á bæ er unnið í sjáflboðavinnu, sama hvort um er að ræða hin fjölmörgu símtöl og skipulag við það að afla aðfanga fyrir úthlutun sem og það að taka á móti og úhluta mat hvern miðvikudag. 

Það er einfaldlega ekki mögulegt að fólk sem starfar í sjálfboðavinnu allt árið, fái ekki sumarfrí, en mér er kunnugt um að óskað var eftir hálfu stöðugildi við félagsmálaráðuneyti, til þess að reyna að koma til móts við þá miku þörf sem fyrir hendi er í þjóðfélaginu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.6.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já,ég get alveg skilið að fólk þurfi að taka sér sumarleyfi.Ég skil ekki hvers vegna Félagsmálaráðuneytið getur ekki komið til móts við ykkur. Það hljóta að skapast veruleg vandamál að þurfa að loka svona í mánuð.

Sigurður Jónsson, 12.6.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband