Gamlir kommataktar koma í ljós hjá Steingrími J.

Já, það var þá eftir allt saman ekki ýkja langt í gömlu kommataktina hjá Steingrími J. Nú skal búa til eitt heljarinnar mikið ríkisbákn. Ótrúlegast af öllu er þó að það er Steingrímur J. einn sem skipar stjórnina.

Þetta minnir óneitanlega á gömlu dagana í Sovét þegar foringinn stjórnaði og réð öllu.


mbl.is Kafka og Kundera í Bankasýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta minnir óneitanlega á gömlu dagana í Sovét þegar foringinn stjórnaði og réð öllu."

ekkert ósvipað og hjá sjálfstæðisflokknum ;)

Sigurður H (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:36

2 identicon

Viltu frekar að með óhjákvæmilegt eignarhald ríkisins á bönkunum og öðrum fyrirtækjum sé farið beint af ráðherra? Það er í mínum huga mun lakari fagleg lausn en sú sem hér er lagt upp með. Það er ekkert einfalt mál að hreinsa upp eftir einkavæðingartúrinn - eins og einhver sagði "óvenjulegar aðstæður krefjast óvenjulegra lausna".

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:56

3 identicon

Gleymum því ekki að þjóðin tók þessar eignir upp í skuld

Einhver þarf að hafa umsjón með þessum eignum sem við tókum af útrásarvíkingunum og við hljótum að ná samstöðu um það. 

Megum ekki láta eins og Steingrímur hafi tekið bankana af Björgólunum og öllum þeim sér til skemmtunar.  Það var reyndar Geir Harrde og Ingibjörg svo  við höldum því til haga.

Ekkert í þessu sem minnir á Sovétið sáluga. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Björn Birgisson

............... eða kannski göllu góðu dagana í Sovét Íslandi þegar Davíð Oddsson stjórnaði og réði öllu!

Björn Birgisson, 22.6.2009 kl. 18:18

5 identicon

Hvernig finndist þér ef ég myndi kalla Sjálfstæðismenn fasista?

Það er reyndar furðulegt fólkið sem kýs þennan sjálfstæðisflokk, það virðist gera það alveg sama hvað flokkurinn hefur á afrekaskrá sinni.

Ég er hérna með samviskupróf fyrir þig=>

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar flokkurinn kom í veg fyrir að eignarákvæði þjóðarinnar á auðlindunum færi í stjórnarskránna.

Sjáfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar við vorum sett á lista yfir þjóðir sem vildu í stríð við írak og gerði þar með íslendinga samseka fyrir morði á hundruðum þúsunda manna, kvenna og barna.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann barðist fyrir fjölmiðlafrumvarpinu og ætlaði m.a. að stoppa Gunnar Smára í gagnrýni flokkinn í Fréttablaðinu, þoldi ekki að það væri fjölmiðill í landinu sem hikaði ekki við að gagnrýna flokkinn á mannamáli.

 

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann kom í veg fyrir að Bretar yrðu gerðir ábyrgir fyrir beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Geir gunga þorði ekki! I should have!

Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið þjóð sína með því að koma í veg fyrir að það yrði sett í lög um að flokkar opnuðu bókhald sitt. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn að fela?

Sjálfstæðisflokkurinn svíkur þjóð sína með því að verja kvótakerfið með kjafti og klóm.

Sjálfstæðisflokkurinn svíkur fólkið í landinu með því að taka alltaf afstöðu með Samtökum atvinnulífsins gegn hinum vinnandi manni, talandi um flokk sem þykist vera flokkur stétt með stétt.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína með því að reka ekki arfa lélegan bankastjóra úr Seðlabankanum (Raunverulegan viðvaning sem hefur kostað þjóð sína meira en nokkur annar, a.m.k. 300-500 miljarða)

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann tók við styrkjum úr hendi Baugsliðsins og frá Björgólfunum. og það þó svo ný búið væri að semja lög um að gera slíkt ekki. Hugsið ykkur ósvífnina, þeir sömdu lögin sjálfir.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann réði vini og vandamenn eins og að skíta í gegn um sikti þannig að öll stjórnsýslan varð doppótt.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik öryrkja þegar þeir þurftu að fara með mál sín fyrir hæstarétt eftir níðingsskapinn þegar þessi flokkur sem þykist vera flokkur allra stétta gaf skotleyfi á öryrkja.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn setti bankana í hendurnar á fólki sem ekki kunni með þá að fara.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gerði samning við Framsókn um að einkavæði eins mikið og hægt væri af eignum þjóðarinnar og skipta þessu á milli vildarvina flokkanna.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar Davíð hótaði dómurum hæstaréttar þannig að lesið var öðruvísi út úr dómsniðusrstöðum en í upphafi var gert. Þetta hefur gerst tvívegis, í öryrkjadómnum og í kvótamálinu (Valdimarsdómnum)

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi áburðarverksmiðjuna fyrir slikk. Svo opnuðu kaupendurnir vöruskemmur verksmiðjunnar og seldu vörurnar fyrir rúmlega helminginn af því sem þeir þurftu að borga fyrir verksmiðjuna í upphafi.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gaf vinum sínum eiginirnar sem kaninn skildi eftir sig á Keflavíkurflugvelli.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi Íslenska aðalverktaka og verðlagði dæmið 1300 miljónum of lágt, allt með bókhaldsfiffi. Fyrir þetta hafa þessir glæpamenn verið dæmdir.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn gerði nýfrjálshyggjutilraun sem misheppnaðist og úr varð efnahagshrun á íslandi.

Ég bara spyr, hvernig getur venjulegt og sómasamt fólk lagt lag sitt við slíkan óheiðarleika og slíkan flokk, ég skil það ekki?

 Ef svarið er að þú kjósir samt Sjálfstæðisflokkinn, þá ert þú samkvæmt þessu, andþjóðfélagslega sinnaðir psychópati. Ég meina það. Spáðu í þetta. Ef þú kýst að styðja flokk með þennan afrekalista, hvað er málið, hvers vegna styður fólk svona flokk, og út af hverju refsar fólk ekki flokki sem er búinn að haga sér svona?

Valsól (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 20:34

6 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta minnir óneitanlega á gömlu dagana í Sovét Íslandi þegar Davíð stjórnaði og réði öllu.

Björn Birgisson, 22.6.2009 kl. 22:06

7 Smámynd: Björn Emilsson

Halló Valsól - undir dulnefni, er þetta kannske Steingrímur?

Hvar væri sjálfstæði Islands ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um það? Þessum kommatittum Steingrími og Co með Svavar Gestsson í farteskin og Jóhönnu gömlu við stýrið skal ekki takast að afhenda þýskurum Ísland.

Förum að ráði Grænlendinga við nýfengið fullveldi snúa þeir sér auðvitað til Bandaríkjanna.

Björn Emilsson, 22.6.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband