Hver hefði trúað því fyrir kosningar að Ögmundur myndi samþykka umsókn um aðildaviðræður við ESB ?

Forystumenn Vinstri grænna koma sífellt meira og meira á óvart.Það er eins og þeir hafi sett öll sín kosningaloforð og yfirlýsingar fyrir síðustu Alþingiskosningar beint í tætarann. Hver hefði trúað því að Ögmundur Jónasson myndi samþykkja umsókn um aðildaviðræður við ESB. Það kemur fram í grein eftir Ögmund í Morgunblaðinu í dag.

Hvað með stefnu Vinstri grænna að fyrst ætti að gefa þjóðinni kost á því að greiða atkvæði um það hvort sækja ætti um aðildaviðræður? Nú segir Ögmundur að það sé rétt að hefja viðræður og gera tilraun til að ná samkomulagi um inngöngu í ESB og greiða síðan atkvæði um samninginn.

Var það þetta sem Vinstri grænir sögðu kjósendum fyrir kosningar um afstöðu sína gagnvart ESB. Ég held að það hljóti fáir kjósendur Vinstri grænna að kannast við það.

Vel má vera að það hafi átt að vera grín hjá Ögmundi þegar hann segir að fyrsti maðurinn til að heilsa sér 17.júní hafi verið fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Ögmundur segir fulltrúann vera að taka á landstjóralegt yfirbragð.

Vel má vera að þetta eigi að vera fyndni, en ætli það leynist bara ekki sannleikskorn í þessu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sá aðili sem raunverulega stjórnar landinu og í framhaldinu ætlar svo Vinstri stjórnin að afhenda Evrópusambandinu stjórnunina á landinu.

Hvað segja kjósendur Vinstri grænna virkilega um þessa stöðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur lýsti því skilmerkilega yfir fyrir kosningar að hann vildi að "fólkið fengi að ráða" í þessu efni. Það er því ekkert nýtt að koma fram núna.

Bobbi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 00:37

2 identicon

Að játast ESB = Uppgjöf. 

Þorri (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 08:49

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki "Umsókn um aðildarviðræður".  Aðildarumsókn.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.6.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828297

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband