Ingibjörg Sólrún sparkar fast í Jón Bjarnason landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra.

Ingibjörg Sólrún fyrrverandi formaður Samfylkingar fetar nú í fótspor fjandvinar síns Davíðs Oddssonar og lætur í sér heyra og gefur út yfirlýsingar.

Síðasta afrek hennar er að ráðast að Jóni Bjarnasyni ráðherra og sparka fast í hann.

Þa´ð skín í gegnum málflutning Ingibjargar Sólrúnar að þeir einir eigi að ræða við ESB sem eru frelsaðir Evrópusinnar og tilbúnir að kyngja öllu sem hinir háu herrar í stóru löndunum segja og skrifa undir hvað sem er.

Aupðvitaða finnst Samfylkingunni skelfilegt að hafa Jón Bjarnason VG, sem yfirmann landbúnaðar og sjávarútvegs á Íslandi. Samfylkingin veit að Jón er ekki tlbúinn að fórna hverju sem er bara til að fá ESB merkið um hálsinn.Það er því eðlilegt að Ingibjörg Sólrún vilji sparka fast í Jón.

Hitt er svo annað mál hvort Steingrímur J. reynir að pína Jón til að kyngja öllu sem Samfylkingin vill. Það er eins og Steingrímur J. sé tilbúinn að fórna öllum hugsjónamálum VG til að halda sem fastast í ráðherrastólinn. Það má ekki gerast.

Miðað við yfirlýsingar Össurar er skelfilegt ef Samfylkingin á að leiða aðildaviðræður við ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Sigurður. 

Ef ESB samninganefndin á eingöngu að vera skipuð Össuri og svo einhverjum útvöldum Evrópudindlum þá er það bara alveg ágætt. Því þá er alveg öruggt mál að samningurinn verður kolfelldur.

Nei annars án grínsað þá verða líka að vera í viðræðunefndinni menn sem eru tortryggnir gagnvart ESB apparatinu og séu á varðbergi að gæta þess að hagsmuna Íslands sé ekki ýtt öllum undir teppið eins og maður óttast að Samfylkingin sé til í að gera og það alveg purrkunarlaust og almenningi svo sagður einhver hálfsannleikur og áróður til þess að kyngja frekar samningnum.

Það þarf að láta grandvara menn anda ofan í hálsmálið á Össuri og þessum svokölluðu "Evrópusérfræðingum" frá fínu Evrópufræðasetrunum sem í þokkabót eru svo launaðir af áróðursmálanefndum ESB apparatsins sjálfs en þetta verða sjálfsagt æðstu ráðgjafar ESB nefndar Samfylkingarklíkunnar.

Heimssýn og Fullveldissinnar ættu líka að hafa aðkomu að samningfundunum þó svo þeir stæðu ekki sjálfir í samningunum, þá ættu þeir að hafa þar áheyrnarfulltrúa sína til þess að andstaðan sé strax upplýst um samningaferlið og þar sé ekkert pukur eða leynd á ferðinni. Þjóðin öll verður að fá strax sem gleggstar upplýsingar um framvindu mála og frá báðum hliðum séð.

Það verður að gera kröfu um það. 

Gunnlaugur I., 19.7.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi árás Ingibjargar Sólrúnar á Jón Bjarnason á þessum tímapunkti er þaulskipulögð af hendi - SF - þeir munu ekki fara inn í neinar viðræður um ESB aðild með hann sem ráðherra sjávarútvegs&landbúnaðarmála -

Óðinn Þórisson, 19.7.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband