Hollenskir tómatar. Nei takk.

Ég las á dögunum grein eftir þann ágæta mann Ísólf Gylfa sveitarstjóra í Hrunamannahreppi,þar sem hann var að furða sig á öllum innflutningnum á útlensku grænmeti. Alveg er hægt að taka undir það með honum, Hvaða þörf er  á því að vera flytja inn grænmeti frá útlöndum í stórum stíl þegar við höfum jafn ágætt grænmeti og staðreyndin er hér á landi.Við hjónin fórum í stórmarkaðsverslun í dag og vorum komin með í körfuna  tómata. Fórum svo aðeins að skoða betur umbúðornar og tókum eftir að með smáu letri stóð frá Hollandi. Auðvitað vorum við fljót að skipta og velja þá íslensku.Íslenskt grænmeti er það besta í heimi.

Endilega skoðið vel merkingarnar. Það er algjör óþarfi að kaupa hollenska vöru þegar við höfum mun betra grænmeti hér á Íslandi. Það er nauðsynlegt fyrir okkur nú á þessum tímum að horfa vel á merkingarnar og fyrir alla muni að velja íslesnkt fram yfir útlent.

Bretar,Hollendingar og fleiri þjóðir eiga það ekki skilið að við veljum þeirra vöru. Svo er íslensk framleiðsla yfirleitt mun betri, Veljum íslenskt.


mbl.is ASÍ leiðréttir grænmetiskönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll Sgurður, þú talar af mikilli vanþekkingu um þessi mál! Auðvitað er það ljóst að íslenskir neytendur vildu geta keypt íslenska tómata og allar aðrar afurðir íslenskra grænmetisbænda allt árið, en svo gott er það ekki! seljendur, (heildsalar)   þurfa að flytja inn í tíma og ótíma í þær eyður þar sem ekki fást íslenskar afurðir og er aldrei hægt að segja til um hvenær þörfin er! Ég er að tala af reynslu og þekkingu og vona að menn blaðri ekki um of um hluti sem þeir hafa enga þekkingu á!

Guðmundur Júlíusson, 7.8.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: Íslenska varan er svo miklu dýrari, það er ástæðan og framleiðendur keyra frekar framleiðsluna, á sorphauga en að að læka verðið, og verðið er svona hátt vegna orkuverðs og smæðar Íslenska markaðarins.

Magnús Jónsson, 7.8.2009 kl. 23:50

3 Smámynd:

Ég er alveg sammála þér Sigurður. Og hver segir að það þurfi alltaf allt að vera til? Frekar sleppi ég tómötunum en að kaupa hollenska. Það er nefnilega líka vel hægt að vera án þeirra.

, 8.8.2009 kl. 00:56

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það er til marks um heimdragasýki að halda því fram að íslenskt grænmeti sé það besta í heimi! Það heldur reyndar margur og við því er ekkert að gera. Ég er þessari kenningu þinni þó algjörlega ósammála eftir nokkra búsetu erlendis, nú síðustu fjögur árin í Frakklandi.

Hér er úrval grænmetis margfalt meira og gæðin mikil. Ekki síst á tómötum sem eru bragðgóðir, kjötmiklir og þéttir í sér enda ræktaðir undir beru lofti og fá þannig sólarljósið beint í æð. Leka því ekki niður á skurðarbrettið þegar þeir eru sneiddir niður.

Mér finnst sjálfsagt að fólk kaupi íslenskt grænmeti á Íslandi, valið er frjálst. En mér dettur ekki í hug að hvetja fólk til að kaupa ekki erlent grænmeti af því að það er útlenskt, eins og þú gerir. Flestir láta budduna ráða og er það ekki ein ástæðan fyrir því hversu mikið af íslensku grænmeti endar á haugunum?

Það endar líka mikið á haugunum hér. Ástæðan er þó fremur sú að hér er offramleiðsla af grænmeti að ræða. M.a. vegna ríkulegra niðurgreiðsla ESB.

Ágúst Ásgeirsson, 8.8.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigðurður... hvernig er hægt að vera svona fordómafullur ? Hvað myndir þú blogga ef Evrópulönd .. öll sem eitt færu að segja... ekki kaupa íslenskan fisk.. hann er svo voðalega vondur. ?

Tómatar eru góðir, verri og slæmir...og þá á það við um tómata hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir... vara er einfaldlega misjöfn að gæðum og hefur ekkert með þjóðerni að gera. Ég hef fengið fullkomlega óætar íslenskar gúrkur sem dæmi.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 828256

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband