Hroki Jóns Ásgeirs og Bjarna Ármannssonar.

Ótrúlegt hefur verið að lesa frásagnir af þeim félögum Jóni Ásgeir og Bjarna Ármannssyni. Þvílíkur hroki. Einhverjir hafa eflaust haldið að sumir af þessum svokölluðu auðmönnum myndu sýna smá iðrun og gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma með fjármagn til baka til uppbyggingar á Íslandi. Nei,það dettur þessum mönnum ekki í hug.

Þessir menn eru alveg hneykslaðir á spurningum hvort þeir ætli að borga. Þeir benda á að þeir séu ekki í neinum persónulegum ábyrgðum og komi þetta bara hreint ekkert við. Við vorum svo snjallir að fá oeningana svona og nú getið þið þessi blessaði almenningur á Íslandi sem við erum búin að mjólka gegnum árin borgað þetta fyrir okkur.

Hrokinn hjá Bjarna og Jóni Ásgeiri er ótrúlega mikill.

Svo koma nú fréttir að í skattaskjólum úti í heimi eigi einhverjir ísslenskir auðmenn á reikningum 72 milljarða.Þessir sömu aðilar og segja að þeim komi skuldirnar ekkert við,þeir séu ekki persónulega í ábyrgð. Þeir vilja örugglega líta öðruvísi á peningaeign í skattaskjólunum. Þá er það örugglega persónuleg eign þeirra.

Vonandi tekst sérstökum saksóknara að ná þessu fjármagni,því ekki verður því skilað með góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Láttu ekki svona Bjarni Ármans skilaði einhverju af sínum ofurlaunum. Að vísu þurfti bankinn síðar að afskrifa mikið af hans skuldum. En það fylgdi aldrei söguni.

Offari, 10.9.2009 kl. 12:44

2 identicon

Eina von okkar við að fjá fjármunum skilað eru rannsóknarmennirnir.  Siðspilltir menn hafa ekki getu til að skammast sín fyrir illvirki gegn fólki.  Líka skil ég ekki þegar fréttamenn spyrja siðspillta menn hvort þeir ætli að biðja þjóðina afsökunar.  Það er bæði út í hött og hver kærir sig um það frá þeim?

ElleE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband