Hvað segir Jóhanna Samfylkingarformaður um aðgerðir núverandi Seðlabankastjóra ?

Eins og menn rekur eflaust minni til sagði Jóhanna Samfylkingarformaður  og forsætisráðherra að það gengi ekki að Seðlabnakinn og ríkisstjórnin gengju í sitt hvora áttina.Af þeirri ástæðu væri nauðsynlegt að láta Davíð og félaga fara frá Seðlabankanum.

Fyrir nokkru var svo skrifað undir stöðugleikasáttmála þar sem Viljálmur atvinnurekendafulltrúi og Gylfi verkalýðsleiðtogi kysstu Jóhönnu fram og aftur, en í þessum sáttmála var einmitt gert ráð fyrir að stýrivextir færu niður fyrir 10% um þessar mundir.

Nýi Seðlabankastjórinn gefur ríkisstjórninni nú langt nef og segir ekki standa til að lækka stýrivexti. þeir verði bara óbreyttir áfram þ.e. 12%.

Aðilar vinnumarkaðarins segja þessu stefnu muni endanlega gera útaf við fyrirtækin og þar með heimili landsins.

Í hvaða sporum er Jóhanna núna. Hún rak Davíð,þar sem það gengi ekki að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefðu ekki sömu stefnu.

Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur skrifað undir sáttmála þar sem tekið er fram að stýrivextir eigi að lækka.

Nú hlýtur spurningin að vera hvort Jóhanna ætlar að sætta sig við það að Már hinn nýi Seðlabankastjóri fari sína eigin leið og gefi Jóhönnu bara langt nef.

Já, nú hlýtur Jóhanna að verra hugsi og spyrja sjálfa sig,hvers vegna var ég eiginlega að reka Davíð og nú er hann orðinn Moggaritstjóri.

Það er komið í ljós að Jóhanna ræður heldur ekkert við Má í Seðlabankanum. Hvað gerir Jóhanna núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Davíð stjórnaði  Seðlabankanum samkvæmt kenningum Más, þannig að þetta er ekki spurning um hvernig hlutirnir eru gerðir, heldur frekar hver gerir þá....

Nú - svo má auðvitað spyrja sig hvort það sé í lagi með mann sem fer úr starfi þar sem hann hefur 5 milljónir á mánuði og í starf sem ekki gefur nema 1,5 milljónir í aðra hönd. Tæpast lýsir það nú mikilli dómgreind, eða hvað......?

Ómar Bjarki Smárason, 24.9.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhanna sagði það forsenda að hefja uppbygginarstarfið að hrekja Davíð úr stóli Seðlabankastjóra - nú hefur komið í ljós að þetta var eingöngu pólitískt hatur því þetta hefur ekki breytt neinu um neitt í Seðlabankanum og samskiptum hans við ríkisstjórnina - þú spyrð Sigurður hvað gerir Jóhanna nú, sama hún hefur gert frá því hún settist í stól forsætisráðherra - EKKI NEITT.

Óðinn Þórisson, 25.9.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband