Ætlar Sgurjón og Landsbankaforkólfar að greiða ?

Flestir eru búnir að fá yfir sig nóg af sífelldri umræðu um Icesave. Almenningi finnst það ansi hart að þurfa í framtíðinni að sitja uppi með að greiða skuld sem hann átti engan þátt í að stofna til.

Nú kemur fram á  sviðið höfuðpaurinn í gamla Landsbankanum. Það er engin ríkisábyrgð og gefur í skyn að það hafi verið honum alveg ljóst þegar hann hvatti almenning,sveitarfélög og stofnanir að leggja inná reikninga Landsbankans erlendis.

Auðvitað er það alveg rétt að Alþingi þyrfti ekki að fjalla um að veita ríkisábyrgð ef hún væri til staðar. En Sigurjóin veit væntanlega hversu lítil upphæð er ío innistæðutryggingarsjóðnum miðað við alla þá peninga sem hann tók á móti.

Meðal annarra orða. Það hefði ú verið full ástæða fyrir Sölva fréttamann að spyrja Sigurjón. Hvað varð um alla þessa peninga, sem almenningur,sveitarfélög og stofnanir í Bretlandi og Hollandi treystu ykkir fyrir. Sölvi hefði einnig átt að spyrja Sigurjón. Finnst þér eðlilegt að íslenskur almenningur eigi að greiða fyrir afglöp ykkar Landsbankamanna.

Það er einhvern veginn svo átakanlegt að lesa það sem haft er eftir Sigurjóni þegar hann segir digurbarkalæega, auðvitað er enginn ríkisábyrgð á þessu. það vissum við alltaf.

Gott og vel. Ætlar þá Sigurjón og félagar að sjá til þess að almenningur á Íslandi þurfi ekki að hafa áhyggjur lengur af þessu Icesave dæmi.

Ekki hef ég trú á að það verði niðurstaðan.


mbl.is Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Sigurður er þetta ekki altaf spuningin gamla um eggið eða hænuna, stærsta spurininginn er hví komust Davíð og Halldór upp með það að láta gömlu helmingaskiptaregluna gilda er þeir úthlutuðu Lanadsbankanum og Búnaðarbankanum.   Pólitísk spilling, einkavinavæðing og liðónýt stjórnsýsla er skipað hefur verið í eftir ættum venslum og pólitík í áratugi er að mínum dómi aðalsökudólgur hrunsins er hér varð.

    Icesavemálið er dæmigert mál fyrir hversu ómerkileg pólitík Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar er í raun, því allir er með það höndla vita að þar einugis verið að tala um þær skuldbindingar er við höfum á okkur, og vöru undirritaðar af okkar hálfu af Davíð Oddsyni og Árna Mattísen í nóveb. á síðasta ári.  með fullu samþykki Alþingis.

hallur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband