100 % samstaða á Suðurnesjum. Þingmenn Sjálfstæðisflokks,Framsóknarflokks og Samfylkingar standa saman gegn ákvörðun umhverfisráðhrra.

Samstaða og baráttuhugur einkenndi borgarafundinn, sem haldinn var á Suðurnesjum í dag um atvinnumál svæðins. Suðurnesjamenn sætta sig ekki við að Svandís umhverfisráðherra tefji eða komi í veg fyrir vilja heimamanna til að byggja upp atvinnulífið.

Suðurnesjamenn hvar í flokki sem þeir standa mótmæla því harðlega ef Svandís umhverfisráðherra ætlar að eyðileggja stöðugleikasáttmálann. Reyndar stenst það ekki þar sem hún sem hluti af ríkisstjórninni skrifaði undir sáttmálann og þar kemur fram að framkvæmdir í Helguvík fari á fullt.

Á fundinum kom það fram að þingmenn Sjálfstæðisflokks,Framsóknarflokks og Samfylkingar eru sammála að umhverfisráðherra verði að afturkalla ákvörðun sína.

Þrír þingmenn Samfylkingar Björgvin, Guðrún Erllingsd. og Anna Margrét geti sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Hér er um svo  mikið hagsmunamál að ræða fyrir Suðurnesin og landið allt, að þingmenn kjördæmisins sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hljóta að setja þau skilyrði nú.

Fyrir liggur að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn styðja álverið í Helguvík.

Það ríkti algjör einhugur meðal fundarmanna. Suðurnesjamenn munu ekki láta umhverfisráðherra drepa niður jákvæða atvinnuuppbyggingu. Það gengur hreinlega ekki að slíkt skemmdarverk fái að viðgangast.


mbl.is Töfum í atvinnuuppbyggingu beint gegn tekjulágum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já gott að fólk stendur saman.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.10.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Voru engir fulltrúar VG þarna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Umhverfisráðherra er að drepa niður atvinnuuppbyggingu.

Rauða Ljónið, 12.10.2009 kl. 21:02

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er dálítið seint í rass gripið að sýna samhug núna. Betra hefði verið að sýna samhug fyrir kosningar og halda þessu vinstra fólki utan Alþingis.

Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gunnar. Nei,ekki gat ég komið auga á neinn fulltrúa VG og enginn gerði tilraun til að verja  umhverfisráðherrann. Hafi Vinstri grænir átt eitthvert fylgi á Suðurnesjum er alveg öruggt að það er núna farið.

Sigurður Jónsson, 12.10.2009 kl. 23:07

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fáir VG þingmenn hafa lagt leið sína á Reyðarfjörð eftir að álverið komst í gagnið. Þeir vita sem er að ýkjubull þeirra um mengunar og umhverfismál er ekki að virka hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 00:01

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Eina rökrétta svar Suðurnesjamanna við þessu umhverfisofstæki er að loka aðkomu að Keflavíkurflugvelli í nokkra mánuði meðan umhverfisáhrif vallarins eru könnuð.

Efnahagsleg hryðjuverk af hálfu ríkisstjórnar hljóta að kalla á aðgerðir af hálfu þeirra sem mest er níðst á.

Finnur Hrafn Jónsson, 13.10.2009 kl. 02:12

8 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það má bæta því við að nú þegar er sú lína sem liggur til Suðurnesja keyrð á 30% meira afli en hún á að þola ,sem þýðir aftur það að ekki er til nægt afl til að keyra inn á ásbrú þegar búið verður að breyta þar öllu í 220 v og hvað þá þegar netbúið verður tilbúið til notkunar og tel ég þetta vera áhyggjuefni fyrir Suðurnesjamenn að ekki er til einu sinni rafmagn til að byggja hér upp sprotafyrirtæki sem þurfa þó nokkuð rafmagn eins og VG hefur vilja til .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 13.10.2009 kl. 10:16

9 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Baldur. Er ekki betra seint en aldrei? Ég er ánægð með samstöðu Suðurnesjamanna.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828310

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband