Steingrímur J. og Gylfi. Gott mál. Þjóðin verður að fá að vita hvað varð um peningana.

Fréttin um að reekja eigi slóð innlána Icesave reikningana er smá birta í öllu svartnættinu. Það er nauðsynlegt að það verði rannsakað nákvæmlega hvað varð um alla hundraða milljarða sem Sigurjóni og félögum í Landsbankanum var treyst fyrir. Varla hafa þeir gufað upp. Hér var um raunhæfa peninga að ræða sem fólk treysti Landsbankanum fyrir. Það er því nauðsynlegt að það verði rakið hvað varð um  þessa peninga.

Ekki bara það,heldur verður að gera öllum almenningi á Íslandi grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Samkvæmt því sem allir stjórnmálaflokkar hafa sagt á allt að vera uppi á borði.

 


mbl.is Rekja slóð innlánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta er alveg grundvallar spurning, því auðvita borgum við fyrir þá Range Rovera og flatskjái sem hafa verið keyptir fyrir Icesave peninga, en ekki fyrir verðfall á Breskum verslunarkeðjum sem Icesave peningar hafa verið lagðir í eða öðrum veðum sem hafa fallið í Bretlandi og Holandi.

Sturla Snorrason, 13.10.2009 kl. 15:47

2 identicon

Já, fréttin er örlítill glampi.   Get þó ekki enn skilið að Björgólfur Thor hinn ríki fái enn að vera ríkur í Englandi, þar sem hann býr,  á meðan AGS, Bretar og Hollendingar eltast við saklausa íslenska borgara og heimta peningana af okkur. 

Sigurður Líndal skrifaði um Icesave í gær:

Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug.


Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:

http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061

ElleE (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband