Einu sinni var Ólafur Ragnar siðapostuli.

Ágætt út af fyrir sig að Ólafur Ragnar skuli láta birta hluta af útrásarbréfum sem hann ritaði erlendum höfðingjum. En maður hlýtur að spyrja,hvað ætli standi eiginlega í hinum bréfunum sem hann vill ekki láta birta og ber fyrir sig reglur um bann við slíku,en enginn hefur fengið að sjá þær reglur. Eru bannreglurnar nokkuð til?

Það er eðlilegt að Ólafur Ragnar sæti mikilli gagnrýni fyrir sinn þátt í útrás bankamanna og svokallaðra auðmanna. Ólafur Ragnar átti stóran þátt í að gera þessum aðilum lífið auðveldara við brask sitt og sviksemi erlendis.

Það má ekki gleyma því að á sínum tíma var Ólafur Ragnar þátttakandi í stjórnmálunum (og er það reyndar enn) og á þeim tímum gaf hann sig út fyrir að vera hinn eini sanni siðapostuli Íslands. Hann gagnrýndi aðra harkalega fyrir spillingu og vildi láta menn sæta ábyrgð gjörða sinna.

Það er því eðlilegt að margir gagnrýni Ólaf Ragnar harðlega og spyrji hvort hann ætli nú að axla þá ábyrgð sem gamli Ólafur Ragnar siðapostuli boðaði á sínum tíma.


mbl.is Forsetinn birtir bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband