Litlar eða miklar skattahækkanir?

Vinstri stjórnin reynir nú hvað hún getur til að sannfæra þjóðina að hún sé nú aldeilis góð að hafa hætt við miklar skattahækkanir.Tillögurnar nú séu ósköp hógværar og margir munu hreinlega lækka í sköttum. Merkilegt að ætla samt að ná einum 50 milljörðum í ríkissjóð með engum hækkunum.

Í fjölmiðlum hafa birst dæmi miðað við mismunandi tekjur, sem sýna að flestir með lága4 og meðaltekjur þurfi lítið að greiða í hærri beina skatta. Að sjálfsögðu segja margir, ja, þetta er þá ekkert voðalega slæmt. Hvað er eiginlega verið að tala um skattpíningu.

Segja beinir skattar alla söguna. Vinstri stjórnin hefur boðað hækkanir á virðisaukaskattinum, eldsneytisverð á að hækka, rafmagnsverð mun hækka. Seðlabankinn hefur gefið út að kjararýrnun verði allt að 16% á næsta ári.

Það er alveg furðuleg blekkingapólitík hjá Vinstri mönnum að ætla að halda því fram að á ferðinni séu aðeins hógværar skattabreytingar en ætla samt að ná tugum milljarða af almenningi í aukinni skattheimtu.

Furðuleg er sú Vinstri hagfræði sem lögð er á borð fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnti mig svolítið á kommentið hans Hannesar Hólmsteins um gæsirnar sem verpa gulleggjunum:


http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/11/21/flyja_storfyrirtaeki_danmorku/

Gulli (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Hannes

Það er ekkert annað að gera en að flýja land. Flest fyrirtæki í landinu eru í vabdræðum og stórhluti heimila og það eina sem þetta gerir er að knýja fleiri fyrirtæki og heimili í enn meiri vandræði eða gjaldþrot. Ríkið þarf að spara og henda öllu sem má bíða út eins og Sendiráðum og menningarstarfsemi.

Hannes, 22.11.2009 kl. 13:37

3 identicon

Já, það ætti að losna við allt sem er ekki nauðslynlegt núna og alveg sleppa skatahækkunum á nauðsynjar eins og bensín, hita og rafmagn. 

ElleE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband