Hlægileg byrjun á ESB,Spánverjar að kenna Íslendingum hvernig stunda á sjávarútveg.

Jæja,þá sjáum við forsmekkinn á að komast í klúbbinn hjá ESB. Spánverjar hafa tekið að sér að kenna Össuri utanríkisráðherra allt um sjávarútveg. Ætli það finnist einhverjir fyrir utan innvígða Samfylkingarmenn sem hafa trú á að Össur geti samið um að Íslendingar haldi yfirráðum yfir okkar sjávarútvegi.

Auðvitað renna Spánverjar hýru auga til þess að geta höndlað með íslensku fiskimiðin.Þeir taka því vel á móti Össuri.


mbl.is Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það var í kvöldfréttunum að núna að Spánverjar ætla að kenna okkur að veiða fisk og Össur ætlar kenna þeim að efnahags og bankarekstur í staðinn.

Gísli Ingvarsson, 22.11.2009 kl. 18:42

2 identicon

Æ, æ, þú ert ábyggilega í sjálfstæðisflokknum. Hvílíkir afturhaldsseggir. Ég sé eftir því enn þann dag í dag að ég skyldi einhverntíma kjósa þennan flokk.  Ég gerði þau mistök fyrir 40 árum síðan, en aldrei aftur. Ekki á meðan þið eruð með þennan hugsunarhátt.

Marta (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Auðvita taka þau vel á móti honum...Spænski sjávarútvegsráðherrann gaf það nú út fyrir ekki svo löngu að hann gæti ekki beðið eftir því að geta veitt Íslenska fiskinn...okkar...en.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.11.2009 kl. 20:24

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Æi..Á báða bóga..Við verðum að passa okkur á Spánverjunum:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.11.2009 kl. 20:41

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já, munum það bara, útlendingar geta aldrei kennt Íslandingum neitt. Útlendingar vita ekkert og kunna ekkert og ætla sér ekkert nema illt eitt. - Ísland uber alles. Og snilld sína hafa Íslendingar svo sannanlega opinberað heiminum. Reka einir útgerð frá bestu fiskimiðum Atlantshafs miðjum og tekst samt að safna svo miklum skuldum undir útgerðina að engum í veröldinn hefur hefur tekist viðlíka. - Og svo var það bankasnylldin ...

Helgi Jóhann Hauksson, 22.11.2009 kl. 22:39

6 identicon

Já Helgi Jóhann Hauksson, við þurfum endilega að fá þessa meistara í Brussel til að sýna okkur hvernig eigi að útrýma öllum fisktegundum sem þekkjast í íslenskri lögsögu..

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 12:23

7 identicon

Helgi, ef þú skoðar málin örlítið þá sérðu að sjávarútvegurinn er minnst skuldsetta atvinnugreininn á íslandi!

Af íslenskum fyrirtækjun skuldar sjávarútvegurinn 2% af heildarskuldunum en er með meira en 50% af útflutningstekjunum (tölur álfyrirtækjanna eru ekki réttar þar sem þau taka allan hagnaðinn aftur úr landi). Þetta er einsog fjöskylda með 500þús í heildartekjur skulda 20 milljónir í húsnæðisláni en fjölskylda með 1000þús skulda 40 milljónir í sínu húsnæðisláni og það er sagt vera heimskt!

Daði (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband